Vér mótmælum öll, Kristján Möller!

Ráðherrrar og ráðuneytismenn fá oft ótrúlegar hugmyndir, misjafnlega gáfulegar. Ég hefi enga trú á að það verði nokkru sinni þingmeirihluti fyrir vegtolli á Hellisheiði líkum þeim sem er í Hvalfjarðargöngum.

Ef þetta á að vera svokallað skuggagjald má okkur svosem vera sama. Þá eru bílarnir taldir sem framhjá fara og ríkið reiknar af hverjum bíl gjald sem ríkið greiðir ríkinu og nær þar með að plata sjálft sig með svipuðum hætti og gera þau sveitarfélög sem kosta nýjar fasteignir með fjármögnunarleigu. Þetta getur gagnast mjög vel stjórnherrum sem vilja eyða meiru en þeir mega en er aldrei farsælt.

Vegtolli munum við öll mótmæla, þvert á flokka.


mbl.is Alfarið á móti vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Vertu nú ekki með þessa framsóknarþvermóðsku Bjarni Með tóman ríkissjóð og ónýtt þjóðvegakerfi þá eru vegtollar eina ráðið til að fjármagna framtíðaruppbyggingu veganna. Tvöföldun Suðurlandsvegar er nefnilega ekki brýnasta eða eina vandamálið. Það voru nefnilega heimskra manna ráð að afnema hér strandsiglingar og hleypa öllum þungaflutningunum út á þessa illa byggðu og mjóu vegi. Núna eru þeir svo illa farnir að hundruð milljarða mun kosta að endurbyggja þá og hver á þá að borga?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 15:13

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Jú Jóhannes tvöföldum Suðurlandsvegar er brýnasta vandamálið. Hvað viltu að margir Íslendingar til viðbótar farist á þessum hræðilega vegi áður en hann telst vera brýnt vandamál? Þú hlýtur að vera frændi Kristjáns Möller. Ríkisjóður er ekki tómur þótt hann sé þunnur. Þetta snýst um forgangsröðun og mannslíf eiga að vera í forgangi. Og nei ég er ekki Sunnlendingur og Bjarni er ekki Framsóknarmaður en ég giska á að þú sért krati.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ansi langt seilst að afla sér fjármuna í ríkissjóð með vegaskatti. Aumt útspil ráðherra úr "jafnaðarmannaflokki".

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er ekki tollur heldur skattur að ég best fæ séð - ég tel mig borga nægjanlega mikið nú þegar til vegaframkvæmda þó það sé illa eða ekki nýtt í það hlutverk - því neita ég svona nokkru alfarið

road taxes cartoons, road taxes cartoon, road taxes picture, road taxes pictures, road taxes image, road taxes images, road taxes illustration, road taxes illustrations

Jón Snæbjörnsson, 6.4.2010 kl. 16:37

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Guðmundur, ég hélt að slysin væru af manna völdum en ekki vegna veganna? Ég keyrði miklu hættulegri malarvegi í 20 ár heldur en leiðin til Selfoss er, svo ég veit hvað ég er að tala um.  Og trukkarnir með trailerana skapa mestu hættuna. Ef við losnum við þá þá eykst öryggið.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.4.2010 kl. 16:58

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

talandi um trukkana; þeir ættu að vera á "klukku" þe td meiga bara vera á ferðinni á þjóðvegi 1 á ákveðnum tímum þe útan umferðartíma venjulegra

Jón Snæbjörnsson, 6.4.2010 kl. 17:10

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað móttmælum við þessu en ekki hvað /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það má líka minnka umferðina með því að hækka bensínverðið upp úr skýjunum, þá þarf ekki að breikka vegina, þá þarf heldur engan vegatoll, svo einfalt og svínvirkar.

Ragnar L Benediktsson, 6.4.2010 kl. 17:25

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er ekki í hópi þeirra sem heimta allt af ríki en formæla öllum gjöldum. Þess vegna finnst mér að veggjald geti verið alveg athugandi ef brýn ástæða telst vera til að leggja í þessa fjárfestingu.

Hinsvegar þá hef ég hneigð til að krefjast þess að gjaldtaka vegna tiltekinna verkefna sé nýtt í verkefnið en ekki tekin hljóðlaust inn í fjárlagahítina.

Hvert rennur vegaskatturinn af eldsneytinu? Er hann nýttur í vegaframkvæmdir?

Voru ekki fjármunir Framkvæmdasjóðs aldraðra nýttir m.a. i frímerki á bréf heilbrigðisráðherrans Sivjar Friðleifsdóttur þegar hún var að dreifa áróðri um afrek Framsóknarflokksins í kosningabaráttu?

Ég er á móti því að taka veggjald af Suðurlandsvegi til að borga fyrir áróður Samfylkingarinnar í tengslum við inngöngu okkar í ESB.

Og ég vil að það sé tekið fram í lögunum sem um þetta gjald verða sett ef til þess kemur og að orðalagið verði skýrt.

Ég vil nefnilega hafa það alveg á hreinu að gjöld til ríkisins séu nýtt til sinna afmörkuðu verkefna. 

Árni Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 20:39

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skattar af Bensíni eru drjúgir. Samkvæmt manntali 1703 þá voru ekki margir sem neyttust til labba milli bæja og betla mat. Hinsvegar í ljósi þess að ráðstöfunartekjur almennings fara stighækkandi í vexti til að halda upp Ríkisýslunni með tilheyrandi gervi-einkageirum [allir þegar upp er staðið á ríkisábyrgð: aðalvegna stæðar], og lífeyrissjóðabindinga vegna tímafreks innrætingartíma í menntakerfinu þá er þetta greinlega liður í nútímavistarböndum.  Samkvæmt starfsmönnum IMF er raunverulegar [eftir skatta, vexti og lífeyrissjóðsbindingar] ráðstöfunartekjur almennings Ísland þær minnstu í heimi miðað við náttúruauðæfi á haus og verða það til langframa frá 2007 þegar ríkisstjórnirnar fjárfestu í að endurreisa hlutfallslegasta stærsta fjármálakostnaðargeira í heimi.  

Auka innri rekstrar hagnað og styrkja raunverulegan höfuðstól borgar sig alltaf til lengri tíma litið. Betra er að fjárfesta en að verða fjárfastur af öðrum.

Júlíus Björnsson, 6.4.2010 kl. 20:53

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já dýrt er guðsmanna Drottins orðið á hátíðum Drottins, meðan fátækir svelta? Jeppa-ó-fátækir flækjast svo á fjöll á kostnað skattborgara? Stundum skil ég minna en ekki neitt? Vitið mitt er bara ekki meira!        

Auðvitað verða engir vega-tollar umfram það sem nú þegar er!

Dýr er bensíndropinn og dýrt er þrælanna veg-gjaldið í bensíni og olíu til að komast til þræla-vinnunnar!

Nú bíðum við bara eftir að eldsneytið verði ódýrara til að fólk hafa ráð á að fara í illa launaða þræla-vinnuna til að borga svika-lánin í bönkunum!

Fjallaferðir þeirra ríku og stighækkandi matar-verð á borð þeirra og heiðarlegu og fátæku láglauna-verka-manna-þræla, þurfa heiðarlegir láglauna-skatta-þrælar að borga?

Þetta er bara skömm!!!

M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2010 kl. 23:17

12 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Best gæti ég trúað , að Bjarni H sé of hrifinn af frímerkjum fyrir framsókn - sennilega Guðni líka .

Hörður B Hjartarson, 7.4.2010 kl. 00:07

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Jóhannes auðvitað eru slys oft af manna völdum. Banaslys eru jafn sár fyrir því. Ef þú keyrir vestan við Selfoss sérðu marga krossa sem tákna þau mannslíf sem þessi vegur hefur kostað undanfarin ár. Umferðarþunginn þarna er gríðarlegur, sérstaklega á sumrin og vegurinn þröngur. Auðvitað á að tvöfalda veginn og það strax. Sjóvá ætlaði að gera það í einkaframkvæmd en við vitum hvar það félag er statt í dag. Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur strax skilað árangri í umferðaröryggi. En áherslan er ekki á þetta í ráðuneyti Siglufjarðar Möller. En ég er sammála þér um strandsiglingarnar því best væri að losna við gríðarlega þungaflutninga á þjóðvegi 1 sem eyðileggja vegina hraðar en ella og draga úr umferðaröryggi hins almenna borgara.

Guðmundur St Ragnarsson, 7.4.2010 kl. 00:10

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skattar af Bensíni eru drjúgir. Samkvæmt manntali 1703 þá voru ekki margir sem neyddust til labba milli bæja og betla sér matar. Hinsvegar í ljósi þess að ráðstöfunartekjur almennings fara stiglækkandi vegna vaxta og skatta til að halda upp Ríkisýslunni með tilheyrandi gervi-einkageirum [allir þegar upp er staðið á ríkisábyrgð: aðallega vegna stærðar], og lífeyrissjóðabindinga vegna tímafreks innrætingartíma í menntakerfinu þá er þetta greinlega liður í nútímavistarböndum.  Samkvæmt starfsmönnum IMF 2005 eru raunverulegar [eftir skatta, vexti og lífeyrissjóðsbindingar] ráðstöfunartekjur almennings á Íslandi þær minnstu í heimi miðað við náttúruauðæfi á haus og verða það til langframa frá 2007 þegar ríkisstjórnirnar fjárfestu í að endurreisa hlutfallslegasta stærsta fjármálakostnaðargeira í heimi. 

Auka innri rekstrar hagnað og styrkja raunverulegan höfuðstól borgar sig alltaf til lengri tíma litið. Betra er að fjárfesta en að verða fjárfastur af öðrum.

Þetta eru ekkert leyndarmál hjá þroskuðum í Alþjóða samfélaginu sem geta leið milli línanna og eru læsir á alla ef ekki flesta texta. Upp á slíka lestrarkunnáttu er ekki boðið hér á landi í heila öld. Þykir of erfið og leiðinleg fyrir almenning í þroskuðu löndunum. Alla í þeim óþroskuð eða lötu.

Hinar þroskuðu þjóðir heims hljóta að hafa einhverja ástæðu fyrir því að beita síum í menntakerfinu til að tryggja mest 10% þegnanna verði hæfir til forystu innan stofnanna: [t.d. ráðgefandi].

Júlíus Björnsson, 7.4.2010 kl. 00:18

15 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég mótmæli með þér Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.4.2010 kl. 01:21

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

2000 þúsund sem betla fyrir mat, segir mér að minnst 20.000 séu við það að gera það sama.

Júlíus Björnsson, 7.4.2010 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband