Auðvelt að villast

Ég er ekki þaulkunnugur á því svæði þar sem fólkið varð úti innan við Einhyrningsháls en hef komið þar nokkrum sinnum. Og með öllum sínum krókóttu vegum, fjallatindum og gríðarlegri fjölbreytni í landslagi  hefur þetta svæði virkað á mig sem völundarhús. Það er því ekki að undra að fólk geti villst á þessu svæði en hörmulegt er það og minnir okkur enn og aftur á hversu ógnvænlegt íslenskt fjalllendi er í sínum vetrarham.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er nafni, að eldra fólk sagði tíðum, þegar dauða bar að höndum með illskiljanlegum hætti, að viðkomandi hafi verið ,,bráð feigur".

Það er svo ótrúlegt, að menn afþakki aðstoð þaulvanra manna, þegar sami er í villum, þó svo hann sjái villugjarnan slóða.

Vonandi verður þetta öðrum til varnaðar og lampi fóta þeirra á svo villigjörnum leiðum sem slóðafjöldin er þarna á þessum slóðum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.4.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eina skynsamlega ástæða þess að afþakka aðstoðina er sú að fólkið hafi haldið að það væri á leið til baka til Hvolsvallar en ekkii í áttina frá Fljótshlíð og gosstöðvunum. (Sjá blogg mitt um þetta efni í dag)

Ómar Ragnarsson, 7.4.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband