Við brutum engar reglur!

Lífeyrissjóðirnir hafa birt skýrslu um lærdóm sinn af hruninu. Spegill RÚV var í dag með viðtal við Stefán Halldórsson talsmann nefndarinnar sem samdi skýrslu þessa. Hann lagði áherslu á að lífeyrissjóðirnir beri ekki ábyrgð á hruninu, hafi engar reglur brotið og séu yfirhöfuð saklausir. En þeir ætla að laga nokkur smáatriði, aðallega láta meira til sín taka við stjórnun þeirra verkefna og fyrirtækja sem þeir leggja fé í.

Auðvitað er þetta yfirklór. Lífeyrissjóðirnir voru á haugafylleríi með mestu og verstu gangsterum þessa lands og fíluðu það í ræmur. Eru þetta eru lærdómarnir, geta sagt við brutum engar reglur!? Verstu afglöpin í fylleríi liðinna ára eru ekki þar sem reglur voru brotnar heldur þar sem dómgreindinni var varpað fyrir róða. Reglur geta aldrei komið í veg fyrir fyllerí og heimsku eins og þá sem hér tröllreið húsum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér Bjarni.

Þetta er mjög aumlegt yfirklór þessara helstu meðreiðarsveina sjálfra bankaglæponana og þeirra útrásar-hyskis.

Síðan er all sérstakt að þeir virðast hafa skipað nefnd innan úr sínum eigin röðum svona til málamynda útá við, einhverja svona "friðþægingarnefnd" til að svona athuga hvað hugsanlega "mætti betur fara"

Niðurstöðurnar eru smáatriði sem mætti laga, svona bara smá kusk á hvítflibbann að þeirra eigin mati.

Nei það hefði þurft að skipa óháða rannsóknarnefnd til þess að fara ærlega ofan í hvernig lífeyrissjóðirnir létu hafa sig í það að láta alla þessa gangstera kjöldraga sig og fé landsmanna útúr þessum sjóðum.

Hvernig stjórnendur sjóðanna voru tældir með allskyns ofurlúxus og hreinum mútum til þess að vera auðsveipir og meðfærilegir.

Síðan hvernig þeir sjálfir voru á ýmsan hátt persónulega innviklaðir í braskið og hagsmunanet bankaglæponana.

Þetta hlægilega og aumlega yfirklór er svona álíka eins og að bankaglæponarnir væru enn við völd í bönkunum og skipuðu svo sína eigin banka rannsóknarnefnd til að athuga hvað hefði farið úrskeiðis og kæmu svo líka með þetta:

"JA ÞAÐ VORU SKO ENGAR EIGINLEGAR REGLUR BROTNAR" !

Almenningur sem á sjóðina og þetta fé, á ekki að láta sér svona kattarþvott og lygar nægja, því það þarf almennt að taka rækilega til og láta hreinsa til í lífeyrissjóðum sínum og skipta þar út öllum fúnum stoðum, en þær eru margar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 07:19

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Athyglisvert finnst mér líka í þessari umræðu, eins og ég heyrði einhvern lífeyrissjóðs spekúlant segja í gær. Hann orðaði það þannig að þeir hefðu tekið þátt eins og allir aðrir og að kröfu sjóðsfélga hefðu verið slíkar?

Afhverju láta menn sem gert hafa í buxurnar alltaf eins og allir, já allir, hafi verið á einhverju peninga fylleríi? Svo er það nú þannig að í þeim sem að maður ræðir við þá fer fólk fram á tryggar ávöxtun hjá þessum sjóðum ekki einhvern spilafíkilsleik eins og margir sjóðir virðast hafa verið dottnir í.

Auðvitað á að taka til í þessum sjóðum. Sjóðsfélagar eiga að sjá til þess.

Svo er ég alveg búinn að fá upp í kok á því að Lífeyrissjóðir eigi að fjármagna þetta og fjármagna hitt leggja pening í þetta eða hitt.

Gísli Foster Hjartarson, 9.4.2010 kl. 08:30

3 identicon

Eins og við að búast enn einn á harðahlaupum undan ábyrgð.  Við erum svo sannarlega músaþjóð!

ASE (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 09:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það má hver gapuxinn ganga fram af öðrum við að bera lof á dómsmálaráðherra mín vegna. Mér finnst að það sem þessa þjóð hafi mest vantað allt frá hruni sé dómsmálaráðherra með næga meðvitund til að skilja hvaða skyldur fylgja embættinu eftir fordæmalausa glæpahrinu í samfélaginu.

Björn Bjarnason lét það verða sín fyrstu viðbrögð að segja upp flestöllum starfsmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjór ef ég man rétt?

Það sem fréttist helst frá lífeyrissjóðunum eru yfirlýsingar um eitthvað sem enginn veit hvernig eigi að skilja. Fyrir utan fréttir af ákaflega góðum launum stjórnendanna.

Hvar hafa birst endurskoðaðir efnahagsreikningar þessara lífeyrissjóða? Engan varðar um annað en þær rauntölur sem þeir eiga alltaf að sýna.

Árni Gunnarsson, 9.4.2010 kl. 10:10

5 identicon

Það er mín skoðun.

Að ef ekki tekst að þjóðnýta lífeyrissjónina og skilda þá að kaupa ríkisskuldabréf fyrir 100% af innkomu sinni sem bera 2% vexti og eru síðan endurlanaðir af Húsnæðisbanka Ísland til kaupa á íbúðarhúsnæði með 3.7% vöxtum þá að að setja lög sem gera fjárfestingarsérfræðingum (lesist spilafíklum) lífeyrissjóðana skilt að taka innkomu mánaðarins og fara niðrá umferðarmiðstöð og spila í spilakössum SÁA og Rauðakrossins fyrir innkomuna.

Þannig fá þeir sömu ávöxtun og hefur verið á þessum sjóðum frá upphafi, rétt undir 0% en tapið fer í verðugt málefni.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 11:49

6 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Mikið rétt Bjarni

En hvers vegna þarf 300Þ smáþjóð alla þessa lífeyrissjóði?

Er það nokkuð annað en ávísun á misnotkun fjár? Fé sem er sparifé launþegans - ætlað til þess að létta elliárin.

Og Árni Gunnarsson - getur verið að það að fenginn hafi verið "ópóltískur" dómsmálaráðherra og reyndar líka viðskiptaráðherra - hafi verið sú að ráðamenn eru og voru ófærir vegna vensla og eða tengsla um að taka á viðkvæmum málum vegna "góðæris" óværunnar.

Efast má um ákvörðun þessa - en margt hefur dómsmálaráðherra gert gott fyrir okkar samfélag og viðskiptaráðherra hefur gengið vel að gera ekki neitt.

Jón Örn Arnarson, 9.4.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband