Óeðlileg viðskipti með skýrslu

Þrátt fyrir fögur orð um siðferði og bætta viðskiptahætti fellur Alþingi á prófinu þegar kemur að viðskiptum með Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem samkvæmt ákvörðun átti að kosta 6000 krónur sem er vitaskuld alltof hátt verð og við bóksalar vildum gjarnan selja á lægra verði.

Fyrirtæki sem þegar hefur óeðlilega einokunarstöðu á bókamarkaði er falin dreifing og heildsala og sama fyrirtæki notar sér þá stöðu með því að bjóða plagg þetta á lægra verði (5100) en nokkur annar getur gert enda er þetta eina fyrirtækið sem fær að kaupa skýrsluna beint af Alþingi.

Forlagið sem hér á í hlut er með sambærilega stöðu í bókamarkaði og Baugur í matvöruverslun og er arfur frá þeim heimskutíma þegar ótal litlum fyrirtækjum var rennt saman í risaeðlur. Á sínum tíma gerði Samkeppnisstofnun athugasemdir við þessa einokun en vitaskuld var farið í kringum þær athugasemdir.

Fyrirtæki þetta keppir í smásöluverslun á netinu við aðra smásala. Ég fullyrði að enginn annar söluaðili geti sér að skaðlausu selt skýrsluna á Forlagsverði enda enginn annar sem fær hana á heildsöluverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Greinilegt að " Forlagið" er þarna að leika " Bónus" , þ.e. selja bókina á kostnaðarverði, ná síðan hagnaði með sölu annarra bóka forlagsins.

 "Bónus-*ÚLFARNIR" leika slíkan leik. Bónus ódýrast.

 Taka svo hagnaðinn í Hagkaup & 10/11 !

  Einokun hefur ávallt verið af hinu illa.

 Stefna Sjálfstæðisflokksins - heilbrigð samkeppni á JAFNRÉTTISGRUNNI er það sem gildir !

 Hinsvegar hefur " SKÝRSLAN" staðfest rækilega, að MANNGILDIÐ á að vera ofar peningagildinu - eða sem Rómverjar sögðu.: "Vilius argentum est auro, virtutisbus aurum" - þ.e. Peningar eru ekki allt" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 16:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar höfum nú alltaf verið dálítið hallir undir forlagatrú. Margir minna ættmenna hafa verið forlagatrúar.

En ekki ætla ég þér það Bjarni að þú hafir hugsað þér að græða á þessu hruni!

Árni Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 17:34

3 identicon

Ekki hafði ég áhuga á þessari skýrslu, enda ætti að vera hægt að fara í gegnum eins og einn vinnudag án þess að vera með þessa öðlinga í forsæti.

Fyrsta hugsun eftir að hafa velt þessu fyrir mér yfir fréttunum (varð guðsfegin þegar konan vildi horfa á Idolið) er að mistökin eru í einkavæðingu bankanna. Títt nefnd Valgerður (ekki dóttir mín) ásamt nokkrum valinkunnum Framsóknarmönnum og ekki gleyma DO og co.

Árið 2006 verður mönnum síðan mál að finna aðila til að greiða fyrir allar lántökur undangengina ára þá hefst hin margrómaða endanlega útrás fyrir alvöru. Ég tek ofan Hatt minn fyrir hinum Engilsaxnesku herramönnum sem gerðu sér grein fyrir þessu í upphafi árs 2008. Þeir sáu að þarna voru aðilar sem voru að leita af öruggum greiðendum af gengdarlausum ábyrgðarlausum Solver-drengjum frá Íslandi. Þar sem dyggðin liggur í því að láta aðra aðila greiða fyrir sínar þarfir, þörfin liggur í því að eiga meira en aðrir þó að þeir þurfi það ekki, bara að eiga meira en hinir.

Það var fullnægjandi fyrir mig að lesa andmælin og hlusta á milli línanna sem sagt er, því á Íslandi tíðkast það að segja aldrei allt nema í bútum í hálfhveðnu orði.

En þar sem þetta er mbl blogg er það nánast Guðlast fyrir mig að sletta hér inn orðum.

Hafðu það sem allra best og vonandi hlýtur þú ekki mikið tjón af því að dreifa þessari skýrslu.

Peace-dust Rockyfrendsson (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Svabbi

Hvernig getur það verið aðal málið hjá þér að "einokunarfyrirtæki" sé falin heildsala og dreifing skýrslunnar. Mikið getur þú verið sjálfsbirgingslegur.

Svabbi, 12.4.2010 kl. 21:54

5 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Sæll Bjarni

Ljótt er ef satt er!

Getur verið að VG séu á bak við þetta?

Eftir lestur dagsins á skýrslum skammast ég mín fyrir að vera íslendingur og efast um að ég lostni við aumingjahrollinn á næstu árum.

Er ekki kominn tími fyrir þjóðstjórn og það strax í gær.

Þarf ekki samfélagið að gangast í gegn um gagngera endurskoðun frá A til Ö?

Jón Örn Arnarson, 12.4.2010 kl. 21:56

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

setja stuffið á netið , að kostnaðarlausu fyrir almenning.

Óskar Þorkelsson, 13.4.2010 kl. 05:50

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Skýrslan er öllum aðgengileg  á netinu. En ég fæ ekki séð hvað er athugavert við að  prenað rit sem er á þriðja þúsund bls. sé  selt á  svipuðu verði og jólareyfarai. Tel mig hafa gert kjarakaup!

Eiður Svanberg Guðnason, 13.4.2010 kl. 07:30

8 identicon

Nú er skýrslan komin í Krónuna á 4.990

svabbi (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 12:28

9 identicon

Við nánari athugun á þessu sé ég að verðið á www.forlagid.is hefur breyst, þannig hugsanlegt er að mistök hafi verið þegar þetta hafi verið verðlagt á 5100. Núna er verðið þar það sama og allstaðar.

 6.000 krónur, fyrir 9. binda útgáfu finnst mér persónulega ekki vera of hátt verð.  Allavega virðist það ekki hafa hindrað alla þá sem keypt hafa bókina því eftir því sem ég best veit er hún uppseld í flest-öllum búðum, eftir 1 dag.

ónafngreindur (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband