Skýrslan er komin að kveða burt...

Nei, nei nei, ég skal hlífa ykkur við yrkingum en fjórða sending af Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er nú komin í hús hér í bókabúðinni og loksins það mikið til af henni að ég þori loksins að vekja athygli á henni. Fram að þessu höfum við ekki annað pöntunum en við vonumst til að geta nú sinnt öllum.

Þetta er vitaskuld reifari ársins, lygasaga aldarinnar, biflía framtíðarinnar og lesefni á kvöldvökum barnabarna okkar eftir að öll rafmagnsljós hafa verið slökkt á Íslandi og þjóðin situr á ný í torfbæjargreni við grútarljós.

Þá verður lesið í þessum bókum um þá kappa sem borðuðu gullhúðaða glassúrsnúða meðan þjófstolnir milljarðar runnu ofan í peningatanka á enn fátækari eylendum suður í heimi, ráðherra sem tóku í nefið og viðurkenndu að þeir hefðu ekki vit á neinu því sem þeir létu kjósa sig til og forsetaólukku sem tekur langt fram þeim Merði Valgarðssyni og Loka Laufeyjarsyni til samans.

Hægt er að panta hér eða í síma 4823079 - þeir sem vilja sækja á staðinn merki við það í reit fyrir sendingarmáta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband