Hart sótt að Steinunni en hvað með Össur?

Það er hart sótt að Steinunni Valdísi og hún er nú sú í liði Samfylkingarinnar sem spjótin beinast að vegna hárra styrkja sem hún fékk frá helstu leikendum í útrásarleikritinu. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli en séu styrkir þessir afsagnartilefni þá hefði Steinunn átt að axla þá ábyrgð miklu fyrr.

Hitt er miklu alvarlegra að nú hefur Össur Skarphéðinsson viðurkennt að meðan hann var formaður Samfylkingar hafi flokkur þessi ef til vill verið handbendi Jóns Ásgeirs. Hvergi meðal nágrannaþjóða okkar hefði stjórnmálaforingja liðist að gefa út aðra eins yfirlýsingu án þess að þurfa að svara betur fyrir hana. 

Ég tek það fram án þess að það skipti máli að mér hefur líkað mætavel við bæði Össur og Steinunni Valdísi og tel þau hina mætustu menn. En í ljósi þessara játninga Össurar fer að verða tímabært að krataflokkurinn taki alvarlega til skoðunar hugmynd þá sem Steinunn Valdís henti nýlega á lofti að allir í þeim flokki sem á þingi sátu fyrir hrun rými bekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

......Steinunn Valdís, Össur, Jóhanna, Þórunn...name it.

Jóhann Elíasson, 25.4.2010 kl. 22:39

2 identicon

Bjarni.

Það eiga allir spilltir alþingismenn og opinberir spilltir embættismenn að stíga til hliðar !

Í burtu með þetta lið !

Ef það er meining að laga meinið, þá þarf að taka það í burtu !

En , það þarf líka að taka til í viðskiptalífinu !

Þar eru sömu leikendur enn að , og það er búið að gera skjaldborg meðal pólitíkusa um þetta lið !

Sennilega vegna þess að pólitíkusarnir skulda þeim greiða ?

JR (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:39

3 identicon

Það væri gaman að sjá lista allra þingmanna og borgarfulltrúa sem fengið hafa meir en milljón frá bönkum og fyrirækjum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:55

4 identicon

Hreyfingin kom með þennan lista:

Bjarna Benediktsson, alþingismann
Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra
Einar K. Guðfinnsson, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Guðlaug Þór Þórðarson, þáverandi heilbrigðisráðherra
Illuga Gunnarsson, alþingismann
Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra
Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra
Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, alþingismann
Tryggva Þór Herbertsson, alþingismann og fyrrverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra
Þórunni Sveinbjarnardóttur, þáverandi umhverfisráðherra
Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra og staðgengill utanríkisráðherra

Það er sérkennilegt að hengja sig allaf í eitt og eit nafn í stað þess að taka málið allt fyrir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 22:59

5 identicon

Í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram;

Í skýrslunni er birtur listi yfir stjórnmálamenn sem fengu styrki frá bönkunum til aðkosta prófkjörsbaráttu sína.

Hæsta styrkinn frá Kaupþingi fékk Björn Ingi Hrafnsson (2 milljónir) og Guðfinna S. Bjarnadóttir (2 milljónir). Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk 1,5 milljón, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk 1150 þúsund, Kristján Möller fékk 1 milljón og Guðlaugur Þ. Þórðarson fékk 1 milljón. Ármann Kr. Ólafsson fékk 300 þúsund, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 250 þúsund, Björgvin G. Sigurðsson fékk 100 þúsund, Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 100 þúsund, Stefán Jón Hafstein fékk 100 þúsund, Guðni Ágústsson fékk 300 þúsund, Helgi Hjörvar fékk 400 þúsund, Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk 250 þúsund og Kjartan Magnússon fékk 100 þúsund.

Landsbankinn styrkti fleiri stjórnmálamenn en Kaupþing. Ármann Kr. Ólafsson fékk 750 þúsund frá Landsbankanum, Árni Páll Árnason fékk 300 þúsund, Ásta Möller fékk 750 þúsund, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fékk 300 þúsund, Bjarni Harðarson fékk 200 þúsund, Björgvin G. Sigurðsson fékk 1 milljón, Björk Guðjónsdóttir fékk 50 þúsund, Björn Ingi Hrafnsson fékk 750 þúsund, Dagur B. Eggertsson fékk 500 þúsund, Kristján Möller fékk 1,5 milljón, Guðbjartur Hannesson fékk 1 milljón, Guðfinna S. Bjarnadóttir fékk 1 milljón, Guðlaugur Þ. Þórðarson fékk 1,5 milljón, Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk 500 þúsund, Jóhanna Sigurðardóttir fékk 200 þúsund, Júlíus Vífill Ingvarsson fékk 450 þúsund, Katrín Júlíusdóttir fékk 200 þúsund, Kristrún Heimisdóttir fékk 1 milljón, Marta Guðjónsdóttir fékk 150 þúsund, Sigurður Kári Kristjánsson fékk 750 þúsund, Sigurrós Þorgrímsdóttir fékk 250 þúsund, Stefán Jón Hafstein fékk 500 þúsund, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk 3,5 milljónir, Helgi Hjörvar fékk 400 þúsund, Björn Bjarnason fékk 1,5 milljón, Guðni Ágústsson fékk 500 þúsund, Ragnheiður Elín Árnadóttir fékk 300 þúsund, Kjartan Magnússon fékk 500 þúsund, Valgerður Bjarnadóttir fékk 200 þúsund, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fékk 1,5 milljón og Össur Skarphéðinsson fékk 1,5 milljón.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 23:06

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Samfylkingin var komin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn í öfgafrjálshyggjunni og þarf að taka til innandyra.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.4.2010 kl. 23:49

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Bjarni Bloggvinur mikið sammála/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.4.2010 kl. 00:52

8 identicon

Samfylkingin veldur miklum vonbrigðum, þó svo að ég kjósi hana ekki. Hélt að hér væri komið afl fólks sem hafði sannfæringu og eitthvað gott að leggja til málanna, en er þá enn einn flokkurinn sem hugsar meira um völd en sóma.

Þorleifur Magnús Magnússon (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 09:05

9 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er deginum ljósara að það þarf að hreinsa vel til. Þingmenn eru í vinnu hjá þjóðinni, þeir eru kosnir á alþingi af því fólki sem er að berjast í bökkum núna að halda í sín heimili, t.d. barnafjölskyldur eru að missa heimilin sín. Hinn almenni þjóðfélagsþegn fer fram á að það verði hreinsað vel til og allt opinberað hvað varðar hrunið og útrásarvíkingana. Hvað með þá þingmenn sem þáðu styrki frá útrásarvíkingunum til að kosta sína kosningarbaráttu / göngu til setu á alþingi, eiga þeir ekki að gera hreint fyrir sínum dyrum ? Ég segi JÚ ÞAÐ EIGA ÞEIR AÐ GERA...  annars verður aldrei komið fyrir meiri spillingu í þessu þjóðfélagi. Ég vil sjá hrein borð alstaðar hjá þingmönnum, þeir eru í vinnu hjá Þjóðinni og eru að vinna fyrir okkur. Það segir sig sjálft, þetta er ósköp einfalt og skýrt. Þetta á ekki að snúast um völdin ein.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.4.2010 kl. 09:10

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Afhverju talar enginn um þátt Jóhönnu sem sat ein fjögurra Ráðherra í ráði um efnahagsmál í Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Þessi fjögur, Geir, Árni Matt, Ingibjörg Sólrún og Jóhanna áttu að móta og stýra efnahagsstefnu þeirrar Ríkisstjornar. Hin þrjú eru farin. Jóhanna hafði allar upplýsingar en brást ekki við, lækkaði ekki einu sinni hámarkshlutfall Íbúðarlánasjóðs þrátt fyrir þrýsting þar um innan ráðsins.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 26.4.2010 kl. 09:28

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Meðvirkni þjóðarinnar er miklu alvarlegra mál en spilltir pólitíkusar. Við munum halda áfram á sömu vegferð þar til við skiljum það sjálf að við erum fólk en ekki atkvæði sem hægt er að moka með skóflum inn á kjörstaði. 

Árni Gunnarsson, 26.4.2010 kl. 09:58

12 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég er þér innilega sammála Bjarni..... út með allt þetta spillingarlið.  Samfylkingin (og fleiri) morar í spillingu og sukki.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 26.4.2010 kl. 10:52

13 identicon

Það VERÐUR að hreinsa til og eina fólkið sem virðist ekki skilja það eru þeir sem fólk krefst að víki. Þetta er ótrúleg staða sem er komin upp.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 10:56

14 identicon

Núna virðist vera tíska að stíga fram og biðja afsökunnar. Sumir hálfsnöktandi með tár á hvarmi.

Það væri ekki verra ef fólk sem hefur bagga styrkja og farvegi peningaútláta á ferlinum mundi gera iðrunina sýnilega með hreinskilnum gjörðum.

Njörður Helgason (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 12:12

15 identicon

Getur einhver upplýst um styrki frá Glitni? Þeir styrkir verða að vera til að myndin verði rétt.  Hér er verið að skoða einstaklinga en það vantar upplýsingar um styrki til flokka og flokksdeilda! Góða skemmtun!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 12:50

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir með Hrafni Arnar, okkur vantar styrki Glitnis í heildarmyndina.

Hversvegna er þögn um þær fúlgur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2010 kl. 13:40

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru menn að gleyma Árna þór, sem rakaði saman 300 milljónum á innherjaupplýsingum?  Össur á í raun að vera kominn fyrir dómara. Þarft hjá þér að benda á þetta Bjarni.

Þetta fólk, sem sér ekki hversu spillt það var, er siðblint.   Við þurfum ekki fleiri slíka á þingi. Út með þetta hyski.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2010 kl. 17:09

18 identicon

hvar er Hjalti?

Ellihm (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 18:22

19 identicon

Bjarni Harðarson.

Hafandi þína sögu í huga þegar þú tjáir þig um aðra?

Er ekki tímabært að þú haldir KJ?

ps: Ef upplýsingum hefði ekki verið lekið út sætir þú enn þarna inni rífandi kjaft ekki satt?????????????????????????????????????????

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:02

20 identicon

Félagi Bjarni !

 "Og þú líka barnið mitt Brutus" ( Bjarni !)

 Hví í fj..... varstu að þiggja tvö hundruð þúsund frá Landsbankanum( Björgólfi ) ?? !

 Vinsælasti bóksali Suðurlandsundirlendis þurfti engan veginn ölmusu - og þó, Mamon freistar - og peningar lykta ekki !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Pecunia non olet" - þ.e. " Peningar lykta ekki " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 23:02

21 identicon

Af hverju er ekki umfjöllun um innherjaviðskipti þeirra Össurar og Árna Þórs sem átti þátt í falli sparisjóðakerfis Íslands.

 Þessir aðilar seldu sín stofnbréf (ígildi hlutabréfa) á hárréttum tímapunkti eins og Baldur ráðuneytisstjóri. Vilja menn kanski halda því fram að það hafi verið algjör tilviljun???

Sala bréfana gæti hafa verið upphafið að hruni á verðinu, það er aukið framboð lækkar verðið og svo fór sem fór....

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 12:45

22 identicon

Hvað um þennan mann? Voru engar reglur brotnar eins og formaðurinn segir?Hafa þá aldrei verið til neinar siðareglur eða jafnvel siðferði?

Ég fór eftir settum reglum um styrki til frambjóðenda og leiðbeiningum frá Ríkisendurskoðun sem giltu á þeim tíma. Auk þess setti ég mér sjálfur reglur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, sem fékk 24,8 milljónir króna í styrki vegna prófkjörsbaráttu sinnar fyrir Alþingiskosningar árið 2007.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 13:36

23 identicon

Hrafn minn góður !

 Þú færð svar við öllum þessum spurningum.

 Hvernig ?

 Jú, einfaldlega með því að kaupa Morgunblaðið !!

 Bros & kveðjur !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 18:46

24 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tími Össurar mun koma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband