Framsóknarmaður skrifar 1. maí pistil

Fram þjáðir menn í þúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök ...

Upphafsorðin í gamla Internatinalnum eiga einhvernveginn betur við í dag en verið hefur lengi. Ekki svo að skilja byltingarhugsun marxismans eigi sér réttlætingu. Sú tilraun með manninn að koma á alræðisríkjum kommúnisma er fullreynd og of blóði drifin til að nokkur sómakær mannvinur mæli henni bót.

En það er blindur maður sem ekki lítur til vinstri nú þegar feyskinn, gráðugur og spilltur kapítalismi leggur lönd og álfur í rúst. Það má segja okkur að kreppur hljóti að koma og fara en sú ógeðfellda mynd sem við okkur blasir undir teppinu er utan þess. Við höfum um tvennt að velja, að endurmeta gildi okkar eða að stinga höfðinu i sand. Í vindasömu landi getur feykst frá okkur þannig að við sjáum enn og aftur sömu sýnina og það firrir okkur svefni.

Sá sem hér skrifar hefur lengi talið sig á miðju íslenskra stjórnmála og starfaði í Framsóknarflokki. Ég tel mig enn sama framsóknarmanninn enda þó ég sé nú kominn í framboð hjá VG. En ég samt  framsóknarmaður sem hefur færst til vinstri og tel það vera forpokun af verstu sort að haggast ekki í pólitískri afstöðu þegar slíkar jarðhræringar verða í pólitík og efnahag, ekki bara Íslands heldur um veraldarkringluna alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 11:33

2 identicon

Ekki dettur mér í hug að kjósa VG meðan Frammari er í framboði. Í sögulegu ljósi eru Framsóknarmenn spilltustu stjórnmálamenn allra tíma.

Hildur Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

VG, verður aldrei Framsóknarflokkur, þótt þú verðir í framboði fyrir þá Bjarni.Og sá Framsóknarflokkur sem þú telur að hafi verið til kemur aldrei aftur.En eins og þú veist eru framsóknarmenn í öllum flokkum.Kanski er hinn eini sanni framsóknarmaður flokkaflækingur eins og ég og þú.En eins og þú veist þá barðist gamli Framsóknarflokkurinn á móti þjóðnýtingu fyrirtækja og kom beinlínis í veg fyrir,að það næði fram að ganga á kreppuárunum.Þú kallar þig vinstri mann.Ég held að þú bara haldir það.VG er fyrst og fremst flokkur starfsmanna ríkisins.Þú ert það ekki Bjarni þú starfar sem kapítalisti, og hefur hingað til ekki þurft á ölmusu Ríkisins að halda.Sannleikurinn gerir yður frjálsa.

Sigurgeir Jónsson, 1.5.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband