Höfðingi og fræðasjór til moldar borinn

Í annríkinu fór það framhjá mér að það var í gær sem kær vinur minn Árni Magnússon frá Flögu var til moldar borinn. Árni sem var fæddur árið 1917 var mikill hafsjór að fróðleik. Þegar ég starfaði við þjóðsagnaskráningu hér í Árnessýslu fyrir áratug kynntist ég Árna vel.

arni_magnusson_flogu.jpg

Hann var þá strax sá Flóamanna sem langbest kunni skil á kennileitum, örnefnum og sögum úr Villingaholtshreppi.

Með Árna hverfur okkur mikill menningarauður þó margt af hans fróðleik hafi ratað á blað, undan hans penna og annarra.

Sigrún, börn og aðrir aðstandendur fá mínar innilegustu kveðjur um leið og ég þakka fyrir góð kynni.

(Myndin hér til hliðar er tekin í eftirminnilegri ferð okkar Árna um Villingaholtshreppinn og hann er hér staddur við leiði danska matsveinsins í gamla kirkjugarðinum í Villingaholti - en matsveinn þessi var fyrir löngu vakinn upp og hefur oft komið við sögu síðan.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband