Íhaldið biðlar til Samfylkingar

Nýjasta greining sjálfstæðismannsins Þorsteins Pálssonar á ástandinu rímar afar vel við ræður Bjarna Ben. í vikunni. Þeir segja báðir: Með okkur gæti Samfylkingin gert allt sem hana langar til að gera og líka gengið í ESB.

Og það skuggalega við þennan málflutning er að þegar kemur að völdum er ekkert sem heldur aftur af Sjálfstæðisflokknum. Þegar gamla ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sat að völdum og til stóð að breyta ESB-kúrsi flokksins fyrir liðlega ári voru það örfáir af þingmönnum flokksins sem hægt var að treysta til að vera einarðir á móti. Nú eru flestir þessara hættir og við vitum ekki hverjir reynast öruggir í ESB-andstöðunni. Pétur Blöndal er sá eini sem er naglfastur í þessu efni.

Það er vissulega mikil andstaða við ESB í grasrót Sjálfstæðisflokksins en eins og í öllum flokkum er það þó forystan sem leiðir grasrótina en ekki öfugt. Meirihluti þessarar grasrótar mun snúast með svikulli forystunni, ef það er það gjald sem greiða verður fyrir völdin. Ef þetta gerist versnar til muna vígstaða okkar sem viljum halda í sjálfstæði landsins.

Enn og aftur eru það brýnustu hagsmunir okkar ESB andstæðinga að halda lífi í vinstri stjórninni enda er það sú stjórn sem síst getur komið landinu í ESB. Þar fyrir utan eru svo þeir hagsmunir þjóðarinnar að hafa vinstri stjórn í endurreisn eftir frjálshyggjufylleríið en það er önnur pólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Hversvegna í óskupunum berja látlaust höfðinu við steininn ??

 Þú veist sjálfur mætavel að Bjarni Benediktssson hefur aldrei - bókstaflega ALDREI - sagt Sjálfstæðisflokkinn hyggja á inngöngu í ESB . ALDREI !

 Hversvegna þá þennan skáldskap ??

 Forysta Sjálfstæðisflokksins einörð í andstöðu við ESB. -Annað er spinni - lélegur skáldskapur .

 Landsfundarályktanir óhrekjandi: ESB., úti í ystu myrkrum !

 Haldirðu áfram þessum heimskulegu þráhyggjuskrifum varðandi afstöðu Sjálfstæðisflokksins í þessu máli, ja, þá er ekki nema eitt eftir í stöðinunni:Þú kominn með " pólitískan geðklofa" !!

 Þá mun margur brosa, ef ekki skellihlæja !

 Eða sem Rómverjar sögðu:" Castigat ridendo mores" - þ.e. " Ekki annað hægt en hlæja að vitleysunni" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:05

2 identicon

Heill og sæll Bjarni; æfinlega !

Ertu nú ekki; að skjóta þig sjálfan í fótinn, með þessarri útlistun, Bók  hlöðuhaldari góður ?

Hafi ég tekið rétt eftir; eru þeir félagar þínir, flestir, á V listanum, auðsveipir fylgismenn skrifræðis Nazisma Evrópusambandsins, og hallar raunar lítt á; hvað varðar B - D og S listana, einnig - nema hvað kratarnir (S) hafa aldrei farið dult, með áfergju sína í, að komast undir hramm Fjórða ríkisins (ESB), Bjarni minn.

Gerðu okkur svo; hér á Suðurlandi, ekki þá háðung, að vitna til skrifa, eins mesta dauðyflis, sem á hinu ómerka Alþingi hefir setið, fyrir hönd þessa kjördæmis okkar, sem Þorsteinn Pálsson er. Hann er; og hefir lengi verið viðhlægjandi þeirra Össurar og Jóns Baldvins, sem að þú veist manna bezt, Bjarni.

Og; að endingu, ein vinarábending, úr utanverðu Ölvesi. Slepptu takinu; á reipi því, sem Þingeyzki ódámurinn; Steingrímur J. Sigfússon, hefir njörvað um þig - og bjóð þú þig fram; á EIGIN forsendum, í þágu Selfyssinga og hjálendna þeirra, niður við ströndina, í komandi Hreppsnefndar kosningum, Bjarni minn. 

Með beztu kveðjum; austur yfir Hvítá (Ölvesá) /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:05

3 identicon

Það getur varla verið að samfylkingunni hugi að breytingum þar sem mjög vel fer á með VG og samfylkingu í öllum málum og hafa ekki Vinstri Grænir bakkað með flest ef ekki öll sín kosningaloforð þar með talið E S B ég fæ ekki betur séð þannig Bjarni minn líttu þér nær

Selfossbúi (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 15:07

4 Smámynd: Benedikta E

Þorsteinn Pálsson talar ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn - hann talar bara fyrir sjálfan sig og kannski þá örfáu sem villuráfandi eru innan Sjálfstæðisflokksins - og hafa ekki ratað heim til sín - ennþá............!

Benedikta E, 16.5.2010 kl. 15:47

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála Benedikta E. þarna algjörlega Þorstein talar bara fyrir sig og EBS sinna innann okkar flokks en eru þó nokkrir en í  miklum  minnihluta/halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.5.2010 kl. 17:12

6 identicon

ÉG fæ ekki betur séð en að þú smellhittir naglann á höfðið sem oft áður Bjarni Harðarson.

Kalli Sveins, Benedikta E (réttu nafni Borghildur Maack) og Haraldur Haraldsson staðfesti svo ekki verður um villst þessa orðsnilld þína: "Meirihluti þessarar grasrótar mun snúast með svikulli forystunni, ef það er það gjald sem greiða verður fyrir völdin."

Það er nefnilega þannig með þessa svokölluðu grasrót í Sjálfstæðismafíunni að þeir myndu kjósa FLokkinn þótt Idi Amini færi fyrir honum. Það er einn stærsti vandi þessarar þjóðar.

Tóti T. (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 18:24

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú skalt ekki gleyma því Bjarni Harðarson, að þú ert hluti af flokki og í framboði fyrir flokk sem sótti um að aðild að ESB.Þú styður ríkisstjórn sem er að vinna að inngöngu í ESB þessa dagana.Með réttu ættir þú að skammast þín fyrir að styðja ríkisstjórn og flokk sem er að draga okkur inn í upplausnina í Evrópu þar sem ekkert bíður okkar nema fátækt og niðurlæging.

Sigurgeir Jónsson, 16.5.2010 kl. 21:19

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Bjarni, ég er sammála þér um að það yrði hrikalegt ef Sjálfstæðislokkur og Samfylking færu saman í stjórn, reyndar skiptir ekki máli hvaða flokkur fer í stjórn með Samfylkingunni, hún mun alltaf hafa inngöngu í ESB klúbinn sem forsemdu fyrir stjórnarsamstarfi. Skiptir þar engi þó allt standi í björtu báli innan ESB og illmögulegt að sjá að sá klúbbur komist frá sínum vandræðum án stór skaða.

Hitt er annað mál að Bjarni Ben getur sagt það sem honum sýnist, flokknum er eftir sem áður stýrt af útgerðarmönnum.

Þorsteinn Pálsson stendur upp á sínum kögunarhól með svört gleraugu og lýsir því sem hann telur sig sjá. Það er leitt að sjá þann góða dreng verða svona blindaðan af stefnu Samfylkingar.

Gunnar Heiðarsson, 17.5.2010 kl. 12:23

9 Smámynd: Benedikta E

Bjarni - Ertu ekki ESB andstæðingur ? Eða ertu búinn að skipta um skoðun ?

Benedikta E, 17.5.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband