Í hvaða liði er Bjarni Ben.

Eftir fréttir af þingumræðu morgunsins þar sem Össur Skarphéðinsson talar um að Jón Bjarnason þurfi að sjá ljósið vakna ótal spurningar. Sú stærst hversu lengi Samfylkingunni haldist áfram að keyra einleik sinn í ESB umsókn. Þar er ábyrgð VG mikil og nú þegar andstaðan er meiri en nokkru sinni með þjóðinni er tímabært að vinstri menn setji Evrópukrötunum stólinn fyrir dyrnar.

Það hjálpar samt ekki okkur andstæðingum ESB hvernig formaður Sjálfstæðisflokks talar út og suður. Segir að það þurfi að tryggja breiða samstöðu í viðræðunum, sem hann telur ganga mjög vel og bara ef samstaðan náist sé allt í lagi að halda henni áfram! Semsagt ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú að vera með í leiknum. 

Sá sem er einarðlega á móti því að Ísland gangi í ESB vill enga samstöðu um umsókn og sá hinn sami gefur heldur ekki út umsagnir á þá leið að aðildarumsóknin gangi vel. En Bjarna Ben er sama um fullveldið og meira í mun að sýna Samfylkingunni á þau spil að hann sé nú alveg til í að taka við af VG og gera þetta allt miklu, miklu betur...


mbl.is „Bara ef Jón myndi sjá ljósið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Bjarni, það er augljóst að nafni þinn talar með klofinni  tungu í þessu ESB máli.  Bara svo þú vitir það, að þá hef ég lengi verið andsnúinn því að Ísland gangi alla leið inn í þetta ríkjasamband. Það er þó staðreynda að hluti þjóðarinnar hefur dinglað þarna inni frá 1970.M.ö.0. þá hafa margar stéttir búið við þann veruleika í þessi 40 ár, að starfa á grundvelli ESB eins og sambandið er kallað í dag. Ég er reyndar húsgagnasmiður og þekki þetta allt á eigin skinni. Eins er það með bókagerðarmennina sem þú starfar með Bjarni. Í gegnum tíðina hef ég verið bókaormur og mikið lesið en hef dregið úr því síðustu árin því nú er hin gamla diclexía farin að angra mig emira enn áður.En eitt vil ég segja þér, þrátt fyrir þessa andstöðu mína vil ég að farið sé í þessar viðræður af fullum heilindum og alvöru. Bara til þess að þjóðin fái að sjá hvað út úr því kemur og hún geti síðan tekið afstöðu til þess sem í boði er. Við vitum hvað við höfum.  Rétt eins og ég reyni að skoða þær bækur sem ég kaupi rækilega áður en að viðskipum kemurEn ef við höfnum slíkum samningi verð ég einn þeirra sem anda léttar og ég mun vita að þjóðin hafnaði þessari vegferð á vitmunalegum nótum.  Er gæti orðið til þess að sú umræða fjaraði þá út næsta áratuginn eða svo.Eftir slíka höfnun, þætti mér ekki óeðlilegt að gert yrði ráð fyrir, að allar stéttir þjóðfélagsins byggi við algjört jafnrétti sem ekki er nú. Það eru a.m.k. þrjár stéttir á almennum vinnumarkaði sem njóta sérkjara,  séraðstæðna, reyndar verndunar og ýmis fríðindi. Þessi mismunun gengur ekki.Þarna er ég að ræða um sjávarútveg og fiskvinnsluna, landbúnaðinn og einnig byggingariðnaðinn. Fyrir utan svo ýmsar fínar yfirstéttargreinar. Efta og EES samningar ganga að hluta til út á það, að þessi mismunun viðhaldist. 

Kristbjörn Árnason, 14.5.2010 kl. 15:06

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Bjarni, það er augljóst að nafni þinn talar með klofinni  tungu í þessu ESB máli á Alþingi. 
 

Bara svo þú vitir það, að þá hef ég lengi verið andsnúinn því að Ísland gangi alla leið inn í þetta ríkjasamband. Það er þó staðreynda að hluti þjóðarinnar hefur dinglað þarna inni frá 1970.

M.ö.o. þá hafa margar stéttir búið við þann veruleika í þessi 40 ár, að starfa á grundvelli ESB eins og sambandið er kallað í dag. Ég er reyndar húsgagnasmiður og þekki þetta allt á eigin skinni.

 

Eins er það með bókagerðarmennina sem þú starfar með Bjarni.

 Í gegnum tíðina hef ég verið bókaormur og mikið lesið en hef dregið úr því síðustu árin því nú er hin gamla diclexía farin að angra mig emira enn áður.
En eitt vil ég segja þér, þrátt fyrir þessa andstöðu mína vil ég að farið sé í þessar viðræður af fullum heilindum og alvöru. Bara til þess að þjóðin fái að sjá hvað út úr því kemur og hún geti síðan tekið afstöðu til þess sem í boði er. Við vitum hvað við höfum.  Rétt eins og ég reyni að skoða þær bækur sem ég kaupi rækilega áður en að viðskipum kemur
En ef við höfnum slíkum samningi verð ég einn þeirra sem anda léttar og ég mun vita að þjóðin hafnaði þessari vegferð á vitmunalegum nótum.  Er gæti orðið til þess að sú umræða fjaraði þá út næsta áratuginn eða svo.
Eftir slíka höfnun, þætti mér ekki óeðlilegt að gert yrði ráð fyrir, að allar stéttir þjóðfélagsins byggi við algjört jafnrétti sem ekki er nú. Það eru a.m.k. þrjár stéttir á almennum vinnumarkaði sem njóta sérkjara,  séraðstæðna, reyndar verndunar og ýmis fríðindi. Þessi mismunun gengur ekki.
Þarna er ég að ræða um sjávarútveg og fiskvinnsluna, landbúnaðinn og einnig byggingariðnaðinn. Fyrir utan svo ýmsar fínar yfirstéttargreinar. Efta og EES samningar ganga að hluta til út á það, að þessi mismunun viðhaldist. 

Kristbjörn Árnason, 14.5.2010 kl. 15:09

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Það hefur auðvitað ekki hvarflað að ykkur að Bjarni vilji "breidd" í þetta svo fólk hafi raunverulegt val þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni kemur, ekki þetta einhliða "við verðum, til að komast á réttann kjöl" hjá ESB sinnum og svo hin hliðin (þið)með allt þetta um töpuð fiskimið og tapað sjálfstæði ofl þ.h., nei þegar öfgarnir blinda mann, sér maður ekki það sem jákvætt er, þetta er gott  hjá Bjarna, hann mun svo væntanlega  kjósa nei þegar að því kemur.

En hefði gjarna séð/heyrt hann segja að þjóðaratkvæðagreiðsla ekki komi til greina fyrr en búið er að rétta úr “hrun”kútnum, fólk þarf að hafa tíma og orku til að taka svona ákvarðanir og landið koma að þessu með reisn, ekki í sárum eftir efnahagshrun.

En þið viljið að mér sýnist stöðva þetta áður en þjóðin fær að segja sitt ? minni á að skoðanakannanir eru ekki "vilji" þjóðarinnar, aðeins þjóðaratkvæðagreiðsla.

Kristján Hilmarsson, 14.5.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Kristinn ! bið afsökunnar á þessu "þið" þar sem þú greinilega vilt láta þjóðina skera úr um aðild.

Kristján Hilmarsson, 14.5.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Tek heilshugar undir síðustu setningu fyrstu málsgreinar.

"Þar er ábyrgð VG mikil og nú þegar andstaðan er meiri en nokkru sinni með þjóðinni er tímabært að vinstri menn setji Evrópukrötunum stólinn fyrir dyrnar"

Andrés Kristjánsson, 14.5.2010 kl. 19:36

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Mikill, mikill, já skelfilega mikill misskilningur hjá þér, varðandi skoðanir Bjarna Benediktssonar á ESB.

 Hann hefur ótölulega sinnum upplýst , skýrt og skilmerkilega: ESB., úti í ystu myrkrum !

 Landsfundarályktanir Sjálfstæðisflokksins einnig afgerandi.: ESB., ekki á dagskrá .

 Heiðarlegur " pólitíkus" gerir ekki mótherja upp skoðanir, jafnvel þótt " fornaldardýrkandinn" tilheyri í dag fyrrum ( að hluta) áhangendum Lenins & Djurasvilis !

 Játaðu að þér urðu á syndsamleg mistök, eða sem Rómverjar sögðu.: " Peccavi" - þ.e. "Ég hefi syndgað" !!

 Þér ber að láta pólitíska mótherja njóta sannmælis.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 20:54

7 identicon

Í dag þá hlustaði ég á Bjarna Ben og fleiri á þingi,og ég er alveg sammála Bjarna Harðar að Bjarni Ben,talar út og suður um þetta béaða ESB.Það er ekki hægt að lesa útúr hans málflutningi,nema það að hann vill skoða,,,ég spyr skoða hvað.? Hann virðist vera að bjóða Samspyllingarflokknum upp í dans,annað er ekki hægt að sjá og heyra af hans málflutningi.

Númi (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:01

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Merkilegt Bjarni hvað við Kalli Sveins eru sammálaþarna/en ekki við bloggvinirnir/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.5.2010 kl. 22:06

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Bjarni (Harðar)

Að láta núverandi stjórnarflokka ( þar sem annar vill inn hvað sem tautar og raular og hinn slettist með ) leiða og eða standa eina að viðræðunum væri glapræði - Leiðsögn þeirra í samningunum við breta og hollendinga hefði sett þessa þjóð á hausinn ef stjórnarandstaðan hefði ekki bjargað málum ásamt aðilum utan þings.

Það er því lífsnauðsyn að stjónarandstaðan komi að viðræðunum við ESB þannig að Sf leggi ekki upp með það fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið að þarna séu bara gull og grænir skógar. Efir að hafa hlustað á Sf fulltrúa í þinginu í dag ( þessa sem vann í 3 ár hjá ESB) er það kristal tært í mínum huga að varnaðarorð m.a. Jóns Bjarnasonar eiga fullt erindi við almenning - Bjarni Ben vill allar upplýsingar upp á borðið - það mun tryggja það að aðild verði felld - styrkjaparadísin sem var útmáluð af þessari konu í þinginu í dag gagnast okkur ekki - þetta var samfelldur blekkingafyrirlestur sem hún flutti - þegar hún rakkaði niður bændaforystuna var komið meira en nóg af bullinu.

Vonandi ber stjórnin gæfu til þess að vinna með stjórnarandstöðunni í þessu máli - þau eru eru fá gæfuspor þessarar stjórnar en samstarf nú gæti orðið eitt þeirra.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.5.2010 kl. 03:32

10 identicon

Hvernig getur það verið að maður megi kjósa um Icesave, sem allir vita að var hálf tilgangslaust þar sem betri samningur var á borðinu, en ekki um ESB? Ég vil lýðræði í þessu landi! Ég vil fá að segja mína skoðun um hvort við eigum að gang í ESB eða ekki. Þetta er mál er kannski mikilvægasta mál síðan stofnun lýðveldissins. Auðvitað eigum við að fá að kjósa um það í lýðræðiskosningu!

Bjarni (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 06:24

11 Smámynd: Bjarni Harðarson

Rétt nafni! Og ég vil fá að kjósa strax, áður en þessi vitleysa gengur lengra! En að andstæðingar ESB eigi að fá að taka þátt í innlimunarferlinu er einhverskonar pólitískur geðklofi sem er reyndar mjög algengur í dag. Man enginn lengur fremsta boðorð hjartahreinna pólitíkusa, tvöþúsund ára gamalt og sígilt: Nei þitt skal vera nei og já þitt skal vera já.

Bjarni Harðarson, 15.5.2010 kl. 10:27

12 identicon

Félagi Bjarni !

 Æ, æ, " pólitískur geðklofi" ?

 Nú fór í verra fyrir þér.

 Geðklofi ( schizophrenia) er annar alvarlegasti geðsjúkdómur okkar mannanna barna.

 Talið að 1 til 2% hverrar þjóðar fái þennan skelfilega sjúkdóm einhverntíma á ævinni.

 Danir kalla sjúkdóminn " ungdomsslivsind" þar eð oftast byrjar sjúkdómurinn á kynþroskaskeiði.

 Menn ættu ALDREI að hafa sjúkdóma í flimtingum - sér í lagi ekki ógnvekjandi sjúkdóma sem geðklofa.

 Bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi og alþingismaður, fjögurra barna faðir, Tungnamaður, óforbetranlegur fornaldardýrkandi og mótorhjólafrík - á að' sjá sóma sinn í að " fríka" aldrei með sjúkdóma !

 Reyndu að fyrirgefa sjálfum  þér - það gæti verið verra - eða sem Rómverjar sögðu.: " Hoc sustinete maius ne veniat malum" - þ.e. Reyndu að sjá að þér, það gæti verið verra " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 11:52

13 identicon

Ég tel að´´Kalli Sveinss,,er ritar hér ofar hafi fengi sólsting í dag,það getur farið illa í höfuð manns og mann ruglað,og þá fer maður að bulla.

Númi (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband