Mölbrotinn eiðstafur og farísear

Nímenningamálið er sorglegt dæmi um fyrirlitningu einhverskonar farísea gagnvart því alþýðufólki sem stóð að réttmætum og löngu tímabærum mótmælum á Austurvelli.

Sami vandlætingakór hefur til þessa ekki haft áhyggjur af stjórnarskránni og eiðstaf þingmanna.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hja þer

Óskar Þorkelsson, 17.5.2010 kl. 16:51

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eins og talað úr mínu hjarta.

Anna Einarsdóttir, 17.5.2010 kl. 17:29

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni þetta er margt til i þessu pistli og ein og þu veist er maður bara sjálfstæður sjáfstæðismaður,og hefur skömm a mörgu sem þarna kemur frá sumum flokksbræðrum,en þetta er málfrelsið og ekkert annað/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.5.2010 kl. 17:30

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála þér Bjarni minn. Ein af dætrum mínum rúmlega tvítug, er ein af þessum ungmennum sem situr nú á þessum alræmda sakamannabekk.

Farísearnir fara mikinn yfir stórum sökum þessa fólks. Þó voru þetta ekkert annað en mótmæli og smá róstur enginn meyddist að neinu ráði eða dó í þessum þjóðfélagsátökum sem spruttu upp vegna heilagrar reiði fólksins sem hafði verið platað og svívirt af stjórnvöldum og svívirðilegum bankaglæponum sem komust upp með stórglæpi gegn þjóðinni í skjóli sofandi stjórnvalda.

Nú liggur víst allt að 16 ára fangelsi við þessum "stórglæpum" þessa unga hugsjóna fólks.

Það hæsta sem ég hef heyrt um að brot bankaglæponanna sem komu heilli þjóð á vonarvöl með útsmognum glæpum er að það geti mögulega þýtt er að þeirra brot geti hugsanlega þýtt allt 6 til 8 ára fangelsi.

Ég er mjög í vafa að íslensk lögregluyfirvöld og dómskerfi séu í stakk búinn til að taka á þessum bankaglæponum af einhverju viti.

Því lýst mér mjög vel á þá leið sem Slitastjórn Glitnis ákvað að fara og það er að ákæra þetta glæpahyski fyrir Bandarískum og Breskum dómstólum.

Þar mun þetta lið ekki fá neina silkihanska meðferð eins og þessir hvítflibbar hafa ávallt fengið hér. 

Gunnlaugur I., 17.5.2010 kl. 17:41

5 identicon

Hvítflibbar eru nú aðal uppistaðan í íslensku dómskerfi svo það þarf engan að undra "silkihanska".  Aðall íslenskra lögmanna er einnig af glæpamannategund svo engan þarf að undra þeirra verk til varnar öðru samskonar glæpahyski.

Jesper (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 19:58

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Frábært !

 " Alþingi götunnnar" skal það vera !

 Til helv.. með Jónsbókarlögin, þ.e. " Með lögum skal land byggja, með ólögum eyða". !

 Jón Gnarr næsti Borgarstjóri höfuðborgarinnar !!

 Já, " Nú er hún Snorrabúð stekkur" !!

 Var hvergi komið nóg ? Hrun, nær þjóðargjaldþrot, eldgos  !

 Enn skal ofninn kyntur, eða sem Rómverjar sögðu.: " Oleum addere camino" - þ.e. " Gera slæma hluti - enn verri" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vonandi fær þessa skríll refsingu við hæfi. Held samt að hún verði allt of væg, því að tukthússpláss er uppurið í landinu og þjóðin hefur ekki ráð á því að byggja ný fangelsi.

Baldur Hermannsson, 17.5.2010 kl. 23:29

8 identicon

Níumenningarnir og ÖLL búsárhaldarbyltingin,á þakkir skildar fyrir þá hreinsanir sem eiga sér stað í samfélaginu um þessar mundir.Að mínu mati er stutt í Byltingu,því ekki er nóg gert ennþá.Lifi Byltingin.

Númi (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 10:15

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Níumenningarnir munu verða dæmdir. Þeir eru nú í höndum þeirra dómstóla sem skipað var í af þeim pólitísku flokkum sem andófið beindist að.

Hefndin fyrir að búsáhaldabyltingin bar árangur er síðasti plásturinn á sárið og níumenningarnir verða nýttir til þess að lina kvalirnar af særðu stolti.

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband