Takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk

Eini maðurinn sem ég man eftir að legði í vana sinn að endurtaka orðið takk
svona var vinur minn Ólafur Ketilsson á Laugarvatni sem sagði þetta hvellt
og svoldið eins og hamarshögg á hörðum steðja. Það fylgdi því notalegt bland
af hrissingi og hlýju. Takkið sem mig langar að segja á þessari stundu er
allt öðru vísi. Lágt, einlægt, auðmjúkt og titrandi en samt þannig að
heyrast. Ég er ekkert viss um að kunna að segja það eins og ég vil að það
heyrist, svoddan strigi sem ég er. En eftir svona úrslit er maður eins og
opin und í þakklæti og auðmýkt, stoltur en samt smár. Stoltur af því að eiga
svo marga að en líka smár gagnvart öllu því trausti og þeim væntingum sem
því fylgja. Sigurinn er ekkert bara minn enda á ég hann ekki einn. Hann er
allra þeirra sem lögðu á sig ómælt erfiði í hringingum og fortölum. Ekki
trúi ég að þetta fólk hafi gert það fyrst og síðast til að hampa mér, enda
væri það til lítils. Ég vil trúa að þetta hafi verið gert fyrir þá pólitík
sem ég hef talað fyrir - þær áherslur sem ég tel mestu skipta í komandi
endurreisn Framsóknarflokksins.

En ég er að verða svo væminn og leiðinlegur að engu tali tekur. Systir mín
hnoðaði saman vísu eftir að hafa heyrt af úrslitunum og lesið hér á síðunni
af bauli Þorgeirsbola sem kom eins og fyrirboði hinna stóru tíðinda...

Boli söng sitt sigurljóð
er Bjarni sigraði slaginn.
Happafengur verður þjóð
til hamingju með daginn!

Og semsagt  T A K K .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta Bjarni

 Kveðja Eyrbekkingur

Rúnar Eiríksson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með þetta, Bjarni minn. Og hér færðu eins konar vísu:

Bjarni hrifsar bikar þann

sem býðst ei gömlum sossum.

Æ má Tuddi harma hann,

en hreppstjórn sína endurvann

Guðni á kúakossum.

Jón Valur Jensson, 22.1.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Breytum þessu. Bjarni hreppti ...

Jón Valur Jensson, 22.1.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju Bjarni.

Mér varð nú nokkuð hugsað til þín stödd hér á miðju Suðurlandsundirlendinu í gær og í dag, þ.e hverning þér myndi vegna af en það gekk nú aldeilis glimrandi vel. Aftur til hamingju.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2007 kl. 00:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leitt er að vera minntur á það í pistlinum hans Ingva Hrafns, að Hjálmar Árnason fekk hjartaáfall á liðnu ári, og vafalaust er það rétt, sem þar segir, að Hjálmar sé góður drengur. Vil ég því gera hér smá-bragarbót og taka undir óskir Ingva Hrafns um góða heilsu og velfarnað Hjálmari til handa. En vísa mín hér ofar var eins og hver önnur innihaldslaus gamansemi, orðaleikur að fréttum.

Jón Valur Jensson, 22.1.2007 kl. 00:47

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með þetta Bjarni, ég vona bara að þú hættir ekki að blogga eins og sumir stjórnmálamenn hafa gert þegar prófkjöri er lokið. En kannski taka þeir aftur við sér rétt fyrir kosningar. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 22.1.2007 kl. 10:18

7 identicon

Til hamingju Bjarni minn!
Og ég er þess fullviss að þú ert verðugur fulltrúi á Alþingi og óska þér velfarnaðar í því starfi sem framundan er;)
Bestu kveðjur að austan.
Hafdís

Hafdís Erla (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:47

8 identicon

Til hamingju Bjarni minn!
Og ég er þess fullviss að þú ert verðugur fulltrúi á Alþingi og óska þér velfarnaðar í því starfi sem framundan er;)
Bestu kveðjur að austan.
Hafdís

Hafdís Erla (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:47

9 identicon

Til hamingju Ísland!!!

Gangi þér vel Bjarni á nýjum vettvangi. 

En það sem skýst upp í huga mér þegar að ég les fréttir gærdagsins og dagsins í dag að Hjálmar skorast undan ábyrgð og vill láta hana í té einhverjum sem ekki barðist um sæti.. Mér finnst það ekki rétt og á hún Eygló það fyllilega skilið að setjast í þriðja sæti listans.

Góðar stundir!

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 10:57

10 Smámynd: Josiha

Til hamingju Bjarni. Við fjölskyldan fórum kusum þig ;-) 
Hlakka til að fá alvöru þingmann á þing. Þingmann með hugsjónir - þingmann af gamla skólanum. 

Josiha, 22.1.2007 kl. 11:29

11 identicon

Heill og sæll Kappi!

 Ég óska Sunnlendingum og ekki síður landsmönnumöllum til hamingju með þig.  Það er gott að þú skulir finna fyrir auðmýkt gagnvart því trausti sem kjósendur sýna þér - það veit á gott.

Hvorki er ég Sunnlendur né framsóknarmaður/kona en ég vil þakka þér mikið fyrir þitt magnaða framlag til umhverfismála - framlag sem er með því mesta og árangursríkasta sem fram hefur komið í umhverfismálum á Íslandi og set ég þig í flokk með sveitunga þínum,Sigríði í Brattholti, sem með harðfylgi sínu, kom í veg fyrir að Gullfoss yrði virkjaður á sínum tíma.  Hér tala ég um baráttu þína fyrir banni við malarnámi i hlíðum Ingólfsfjalls og ekki síður baráttu þinni fyrir málefnalegri umræðu um virkjun Urriðafoss.  Þá ekki síst fyrir að halda á lofti og koma á framfæri sjónarmiðum ,,hinna Íslendinganna" sem búa í þessu landi, en ég er jú ein af öllum  þeim konum sem er utan af  landi og þar með ,,heilalaus kona", skv. skilgreiningu hinnar mjög gáfuðu Reykjavíkur-jómfrúar Kolbrúnar Bergþórsdóttur, pistlahöfundar hjá Blaðinu.  (skv. pistli í helgarblaði Blaðsins).  Ég sem íbúi þessa lands þakka þér fyrir þína baráttu í umhverfismálum á Suðurlandi, sem koma okkur öllum landsmönnum til góða í nútíð og framtíð.

Alma Guðmundsdóttir

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 13:43

12 identicon

Til hamingju Bjarni Hardarson. Loks er von a tvi ad vid faum alvoru tingmann fyrir Framsokn sem hefur einhverjar hugsjonir og toggur verdur i. Framsokn eins og hun hefur verid undanfarin ar a ekkert erindi i islensk stjornmal, enda flokurinn hreinlega eins og rekald og verid ad lognast utaf.  En Framsokn med tig innan bords tad gegnir allt odru mali. Svei mer ef tu bara bjargir ekki bara tessu rekaldi. Minar innilegustu hamingjuoskir.  Gunnlaugur Ingvarsson  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:20

13 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Til hamingju með þennan frábæra árangur, mér sýnist alltaf vera birta meira og meira yfir okkar ágæta flokki, og nú liggur leiðin bara uppávið...

Eiður Ragnarsson, 22.1.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband