Versta stjórn ESB-sinna

„Árið 1970 hafði fylgi við aðild í Bretlandi fallið í tíð Verkamannaflokksins úr 66 hundraðshlutum í 18. Tveimur árum síðar hafði ný stjórn Íhaldsflokksins samið um aðild og naut til þess stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Þetta dæmi sýnir að það er hlutverk stjórnmálamanna en ekki skoðanakannana að leiða þjóðir.“

Ofanritað er tilvitnun í athyglisverða grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag, sjá um hana hér. 

Þorsteinn er eins og allir Baugspennar mikill ESB-sinni og hann dregur nú fram það sem margir vissu að núverandi stjórn er sú versta fyrir ESB-sinna, þ.e. hún er ólíklegust allra stjórna til að koma Íslandi í ESB. 

Þessvegna fer Össur nú fram á þjóðstjórn. Það yrði ekkert annað en samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og þá nú yrði leiðin til Brussel greið.

Lifi sjalfstæðið og lifi ríkisstjórnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

hahah þér leggst alltaf eitthvað til Bjarni. Flott vörn fyrir andstæðinga ESB aðildar og eins fyrir VG hahaha kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 20.6.2010 kl. 08:28

2 Smámynd: Vendetta

Í greininni stendur (á undan því sem þú vitnar í):  "Í þessu efni minnir hann á að Íhaldsflokkurinn leiddi Bretland inn í ESB". Þetta er vitleysa. ESB (eða EU, European Union) var ekki til þá, heldur aðeins viðskiptabandalag (EEC eða Common Market, sem á íslenzku hét EBE). Andstaðan við EEC hefur alltaf verið mest í Bretlandi af öllum aðildarlöndum og óx andstaðan gífurlega þegar EEC var breytt í yfirþjóðlega stofnun, EU. En Bretar hafa aldrei fengið að kjósa um bandalagið/sambandið. Hins vegar voru vinsældir Thatchers að hluta til tengt hörku hennar gagnvart framkvæmdastjórninni og hún var enginn sambandssinni.

Á sjöunda áratugnum börðust brezkar ríkisstjórnir fyrir því að komast inn í EEC einungis til þess að fá aðgang að mörkuðum á meginlandinu og engu öðru, en það var ekki fyrr en De Gaulle var farinn sem forseti (sem hafði barizt gegn þátttöku Breta), að það tókst. Nú þegar Íhaldsflokkurinn er aftur kominn til valda má búast við því að Bretar spyrni aftur við fótum þegar nýir sáttmálar lita dagsins ljós. Bretar hafa aldrei viljað samruna ríkjanna, enda eru þeir ekki með opin landamæri. 

Þorsteinn  Pálsson, eins og svo margir aðrir ESB-sinnar. fer ógætilega með sannleikann. Þegar skoðanir einhvers ESB-sinna eru lesnar, er vert að spyrja: Hvað vonast viðkomandi einstaklingur eftir að hagnast persónulega á íslenzkri ESB-aðild? Til dæmis blindast margir ESB-sinnar af (tólf) stjörnum í augunum í von um að fá vinnu við einhverja ESB-stofnun, enda óvenjulega vel launað. Ég held að Þorsteinn sé einn af þeim. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann byði sig fram til þingsins í Strasbourg þegar sá tími kemur eða sækti um vinnu hjá ESB sem fjölmiðlafulltrúi í Bruxelles eða eitthvað annað í þeim dúr.

Vendetta, 20.6.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband