Sjö plágur ferðaþjónustunnar

Við sem vinnum við ferðaþjónustu erum því vanastir að það sé fjölgun milli ára og sumir hafa miðað sínar fjárfestingar við það. Í slíku getur fækkun eins og sú sem núna verið mjög bagaleg og jafnvel riðið mönnum að fullu. Mér telst til að plágur okkar sem vinna í þessum geira séu samtals sjö þó að þrjár séu þar öðrum stærri.

1. Eldgos sem hræðir túrista frá landinu því þeir eru flestir heybrækur og vilja bíða þess að hraunið kólni.

2. Öskugos sem hamlar flugi. Bitnaði á ferðabændum í útlöndum líka.

3. Velmegunarflensa í hrossum svo landsmót er blásið af og fjöldi hættir við að koma.

4. Kreppa í Evrópu svo sumir þar komast ekki að heiman af annríki við mótmæli.

5. Málgleði forseta Íslands sem komst í útlensku blöðin út á það að Ísland væri alveg að springa í loft upp. Útlensku heybrækurnar settu flugmiðana sína í pappírstætara.

6. Heimsmeistarakeppni í boltavitleysu. Í stað þess að ferðast lúrir mannkynið framan við flatskjái og er með dýrahljóðum.

7.  Bankahrun, ESB og Jón Gnarr mynda samanlagt sjöundu pláguna. Fyrst frétti heimurinn að hér byggi þjóð sem kynni ekki á reiknivélar. Síðan fréttist að hér byggi geðsturluð þjóð sem sækir um að ganga í félög sem hún vill ekki ganga í. Þó útlendingar séu misjafnir eins og annað fólk veit þar hver maður að ekkert er eins óþolandi eins og þegar heimskt og geðsturlað fólk reynir að vera fyndið. 

Miðað við allt þetta er nú furðu vel sloppið að samdrátturinn sé ekki nema 10%. Líklega vegna þess að það eru jafnmörg atriði sem vinna með okkur þó að fæst séu mér eða þér að þakka!


mbl.is Gistinóttum fækkar um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta eru slæmar fréttir.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2010 kl. 10:53

2 identicon

Þetta er reyndar arfaslakt blogg, ekkert af því sem talið er upp í líð 7 skiptir ferðamenn nokkru einasta máli, nema kannski helst að bankahrunið hafi fjölgað ferðamönnum þar sem hrun krónunar gerir landið að tiltölulega ódýrum kosti.

Það er fyndið að fylgjast með því hvernig fólk treður skoðunum sínum á ESB  inn í alla umræðu. Það sýnir kannski vel á hve óþroskuðu og lágu plani umræðan hér á landi er um þau mál, allt er sett fram í upphrópunum í stað þess að ræða sjálf grundvallaratriðin, þ.e. með hvaða hætti Ísland vill hafa samskipti og samvinnu við önnur ríki. 

Agnar (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 11:16

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, mér skilst líka að hlýnun jarðar sé €vrópusambandinu að kenna, sem og útrýmingahætta Pandabjarna.

Brjánn Guðjónsson, 6.7.2010 kl. 13:38

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Agnar - sýnir það ekki frekar yfirgripsmikla vanþekkingu - að telja að 25% þjóðarinnar eigi að ráða för en ekki 75% þjóðarinnar?

Frábið mér ESB -kosningar í haust.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.7.2010 kl. 15:28

5 identicon

Ólafur - Það sem ég er að kalla eftir er að málefnaleg umræða fari fram um Evrópumálin, það hvað einhver skoðanakönnun gefur til kynna núna hefur mjög litla merkingu þar sem engin alvöru málefnaumræða hefur átt sér stað í þjóðfélaginu, einungis hræðsluáróður einangrunarsinna.

 Ef fram kæmi hugmynd um að taka upp "Hrokkendokken" efnahagskerfi en viðhorfskönnun gæfi til kynna að 75% væru á móti því, ættum við þá að afskrifa þá hugmynd áður en við kynntum okkur hvað "Hrokkendokken" efnahagskerfi er?

Það kom líka skýrt fram í þessari sömu könnun og þú ert að vitna til að meirihlutinn telur sig ekki vita nógu vel um hvað Evrópusambandið snýst til að taka upplýsta ákvörðun, þökk sé einangrunarsinnum eins og þér sem vilja ekki hleypa raunverulegri umræðu upp á yfirborðið.

Agnar (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:11

6 identicon

@Ólafur Ingi.

  Það sýnir ekki yfirgripsmikla vanþekkingu þjóðarinnar að 75% hennar telji að við ættum ekki að ganga inn, það sýnir að 75% þjóðarinnar nennir ekki að kynna sér málið.

  Ég hef ekki hugmynd um hvað á eftir að standa í samningnum, ekki fremur en þú, en ég hef bullandi áhuga á því að kynna mér það með opnum hug og hafna samningnum ef hann verður okkur óhagstæður.  Hvað í ósköpunum er rangt við það?

  Umræðan um þessi mál er í skötulíki og menn henda inn einhverjum hálfmeltum frösum.  Er ekki eðlilegra að lesa bara samninginn yfir þegar hann liggur á borðinu og karpa þá um staðreyndir.

  En ef Bjarna Harðars finnst erfitt að standa í atvinnurekstri sem er með 10% samdrætti þá ætti hann að prófa að standa í verktaka rekstri, nú eða sjávarútvegi.  10% niðurskurður í umhverfi sem hefur tekjur sínar beint og óbeint í erlendri mynt er vægast sagt mjög lítill, ef nokkur.  Það sannast á Bjarna að enginn er búmaður nema barmi sér.

Þórður Áskell Magnússon (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 16:16

7 identicon

Gleymdir að nefna metnaðarleysi þeirra sem vinna í ferðaþjónustu!

Jakob Aðils (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:15

8 identicon

haha fáviti.

sigmar (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:32

9 identicon

Hahaha.. Hver þykist þú eiginlega að vera? Þú talar um heimsku og geðsturlun. Margur heldur mig - sig.

Logi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 17:36

10 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það sést hér vel hverjir lesa Eyjuna sem tók þetta upp í dag en skemmtilegast er þó kommentið:

"Það er fyndið að fylgjast með því hvernig fólk treður skoðunum sínum á ESB  inn í alla umræðu."

Hér var ekki verið að blogga um neinar skoðanir á ESB en greinilegt að það fer alvarlega í þær hárfínustu á okkar 25% ef minnst óvirðulega á er á títtnefndan klúbb án þess að hafa yfir lofgjörðir. Það er svo sannarlega fjör hér í bloggheimum. Takk fyrir kostulega umræðu.

Bjarni Harðarson, 6.7.2010 kl. 18:10

11 identicon

já þú áttir nú sjálfur upphafið með frekar kostulegum pistli - reyndar var það Pressan sem át hann upp eftir þér..  en gaman að því ef þeir vitru og heilu á geði telja sig hafa einkarétt á að reyna að vera fyndnir.. :-)

Berglind I (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 20:14

12 identicon

Var ekki bara heimskulegt af þér og ferðaþjónustugeiranum að gera ekki ráð fyrir Heimsmeistara keppni í fótbolta í fjárfestingarplönum. Það er vitað mál að hálf heimsbyggðin fylgist með því móti

Haukur Þórðarson (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:11

13 identicon

Gleymdirðu nokkuð að telja upp Framsóknarflokkinn og VG?

Kristján (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:14

14 identicon

Frábær pistill hjá þér Bjarni, mig vantaði einmitt eitthvað til að æla upp kvöldmatnum (svona uppá línurnar)

Þegar að það var sótt um aðild að ESB voru vel yfir 70% þjóðarinar fylgjandi því að sótt yrði um, það voru um 70% á andvíg í þarsíðustu könnunn en andvígir voru dottnir í um 60% við síðustu könnunn.

Það þykir þá væntanlega gáfulegt að draga umsóknina tilbaka núna og sækja svo aftur um aðild þegar að þarnæsta könnunn sýnir meirihluta við aðildarumsókn

Get ég fengið að vita hvernig við ætlum að lifa hérna af eftir að við höfum dregið umsóknina tilbaka og Evrópa bankar uppá og spyr hvernig við ætlumst til þess að fá að taka þátt í EES samstarfinu þar sem að við uppfyllum afar fá skilyrði samstarfsins? (ég reikna með að þeir hlægi vel upphátt þegar að við biðjum um 15 til 20 ára undanþágu sem að ætti vera í besta falli tíminn sem að tekur okkur að byggja þetta land aftur upp án utanaðkomandi aðstoðar)

Getur verið að þá endum við uppi án Sovétríkjanna að kaupa af okkur fisk fyrir vörur og án Kanans að halda yfir okkur hlífiskildi með atvinnu og her eins og fyrir tíma EES ásamt því að útflutningurinn okkar seljist ekki í Evrópu fyrir tollum og vörugjöld

Ef að fólk heldur að ísland sé dýrt í dag hvernig haldið þið þá að það sé þegar að 80% af því sem að við flytjum inn fengi aukalega á sig 20-30% tolla og álögur

Til hamingju Bjarni þú ert holdgerfingur fyrir allt sem er brenglað við ísland (þetta er álíka gáfuleg fullyrðing og sumar sem að koma fram í þessum pistli hjá þér, ég veit að þú gerir þér grein fyrir því að mín fullyrðing sé röng, getur þú ímyndað þér að þínar séu það?) 

Einar Tryggvason (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 23:51

15 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Bjarni.Ekki veit ég hvernig þú tekur þessum athugasemdum,sem menn eru senda þér.Mér sannanlega sum þeirra vera einungis til að hæðast að þér.

 Ég vildi hinsvegar bæta við upptalningu þína,og benda á eina plágu,eins og þú kallar það.En það er að við Íslendingar,en þá á ég við ríkisstjórnina,höfum dregið svo úr fjármagni til Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar,að við getum ekki veitt lágmarkst öryggi ferðamönnum til handa.

 Því þeim sökum,ber okkur að vara ferðamönnum við að koma til landsins,heldur en að hvetja þá til að koma.

Ingvi Rúnar Einarsson, 7.7.2010 kl. 00:34

16 identicon

Undirförlir stjórnmálamenn...eiga þeir ekki heima í þessari pláguupptalningu?

Bragi F (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 15:11

17 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Það eru ekki bara útlendir ferðamenn sem hafa misst kjarkinn. Nú þora Hvítsynningar ekki að halda Kotmót í Kirkjulækjarkoti af ótta við mengun!!! Þykir mér nú fokið í flest skjól.

Guðrún Markúsdóttir, 7.7.2010 kl. 15:53

18 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.7.2010 kl. 23:35

19 identicon

Sammála þér með það að óþolandi sé þegar heimskt og geðsturlað fólk reynir að vera fyndið.

Greinilegt að þessi bloggfærsla átti að vera eitthvað fyndin, en gefur frekar mynd af þér sem greinilega heimskum, og hugsanlega geðveikum

Gunnar (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 10:02

20 identicon

Merkilegt blogg. Sérstaklega um að hér búi fólk sem kunni ekki á reiknivélar.

 Kannt þú á tölvupóst Bjarni? Allavega kanntu að vera undirförull. Kastaðu ekki grjóti í glerhúsi. 

sigurður (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 15:15

21 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

"Nú þora Hvítsynningar ekki að halda Kotmót í Kirkjulækjarkoti af ótta við mengun!"

Ég skil afstöðu hvítasunnumanna vel, þeim hafði boðist að halda mót í Stykkishólmi og eftir að hafa skoðað þar aðstæður vel og beðið yfir þessu máli eins og við kristið fólk gerum, þá ákváðu þeir að breyta til þetta árið og halda Hólmshátíð , bara hið besta mál og kemur sér vel fyrir ferðaþjónustuna í Stykkishólmi

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.7.2010 kl. 15:38

22 identicon

hahahaha Það mætti halda að þú sért að reyna sigra keppnina "Versti og leiðinlegasti maður í heimi". Fordómarnir og fáviskan í þessu pistli er með eindæmum !

jakob (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 19:12

23 Smámynd: Björn Heiðdal

Björn Heiðdal, 9.7.2010 kl. 17:29

24 identicon

Svo ég víkji aðeins að ESB umræðunni..

Ég sé auðvitað best kostinn vera sá að við Íslendingar og Ísland séu ekki bundin neinum og að við gætum skapað okkur hagsæld með auðlindum okkar og þekkingu.Hvernig fór hinsvegar fyrir stjórnsýslunni og efnahagkerfinu þar sem allir þekkja alla og bankamenn gátu virt eftirlitsstofnanir að vettugi vegna þess að það vildi enginn raska þessu fullkomna kerfi þar sem við ætluðum að stærstir í heimi. Svo ekki sé minnst á ruglð með kvótann þar sem ákveðnir einstaklingar nutu velvild vegna einhverrar klíku. Við erum því ekki nógu gegnsæ þegar kemur að viðskiptum, baktjaldamakk hér og þar þegar menn komast í valdastöður.
Talað er um að við eigum eftir að vera smáþjóð sem enginn hlustar á ef við förum í ESB. Það er að vissu leyti rétt. Hver myndi spyrja Ísland um varnarmál,alþjóðlegar deilur og olíuiðnað í dag? Hins vegar myndi Ísland njóta sérstöðu á sviðum þar sem þekking er til staðar eins og sjávarútvegur og jarðhiti. Eins og staðan erí dag með tilstuðlan EES samningsins þá þurfum við að taka við tilskipunum frá ESB án þess að hafa eitthvað með það að segja en ef við erum í ESB þá höfum við okkar fulltrúa til að tala okkar máli. Málið í hnotskurn er það að okkur vantar fjarlægð á milli stofnanna sem að setja reglurnar og aðilanna sem eiga að fylgja settum reglum. Okkur vantar einhvern til að banka í öxlina ef eitthvað er að fara útum þúfur. Þrátt fyrir það að pólitíkusar með framapot horfa hýru auga til sætis í Brussel þá hefur ESB mikið fram að færa til okkar. Sambandið kemur til með að styrkja iðnað hjá okkur og sprotafyrirtæki hafa greiðan aðgang að allskonar sjóðum ESB til þess að vaxa og dafna. Miklu frekar vill ég sjá að sprotafyrirtækin dafni heldur en sá plástur sem ég kalla áliðnað. Álverin hjá okkur eru mannaflsfrek já og gefa af sér atvinnu til margra en sama sem ekkert af gróðanum við þessar tilteknu atvinngrein skilar sér í ríkiskassann fyrir mig og þig. Frekar vill ég sjá fyrirtæki eins og í orku og umhverfistækni,vél og rafeindartækni fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu,líftækni,heilbrigðistækni,leikjaiðnaði og upplýsingatækni. Ég vill að við Íslendingar seljum þekkingu sem ekki er hægt að hafa af okkur, byggjum upp þann ramma sem að þessi fyrirtæki fá að dafna og vaxa en því miður eru ekki til neinir sjóðir hérna á Íslandi sem að bjóða þessum fyrirtækjum einmitt það. Þú sérð það að í dag eru mörg þessara fyrirtækja með annan fótinn í útlöndum vegna þess að grundvöllurinn fyrir þessi fyrirtæki er ekki til staðar hér. Hættum þessu væli um að við verðum ekki sjálfstæð ef við göngum í ESB. ESB er grundvöllur okkar Íslendinga til að byggja okkar land upp og halda utan um okkar velferð íslendinga með því að leggja grunn að framtíðnni. Hver veit nema það að viðþurfum ekki á ESB að halda þegar líður á þessa öld en í augnablikinu vantar okkur stöðugleika sem að ESB býður uppá með Evru. Allur heimurinn varð kreppunni að bráð og ekki nema von að evran verði fyrir höggi eins og sjá má á atburðum líðandi stundar. En krónan hefur verið ásvo miklu flökkti frá byrjun að við megum ekki bjóða bæði heimilunum og atvinnulífinu uppá þennan rússíbana. Eina ástæðan fyrir því að krónan plummar sig er að breski og bandaríski herin kom með atvinnu, við fengum Marshall aðstoðina og þá fyrst áttu íslendingar einhvern pening að ráði. Verðbólga upp og niður. Þurftum að slá nokkur núll af gjaldmiðlinum og já verðtrygging. Hvaða bull er þetta. Krónan getur bara ekki verið kyrr

J.Bjarni Harðarson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 08:13

25 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ekki gleyma 8. plágunni:

"Birta færslu" hnappurinn.

Hrannar Baldursson, 12.7.2010 kl. 09:27

26 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 Þær ranghugmyndir um að ESB standi fyrir einhverju réttlæti og betri stjórnsýslu eru barnalegar. Ítalir eru um þrisvar sinnum öflugri innan ESB en Danmörk, Finnland og Svíþjóð samanlagt! og Sá sem stýrir ítölum er enginn annar en mafíuósinn Silvio Berlusconi en hér eru linkar til upplýsingar um þann hórkarlog mafíuósa.

 http://www.guardian.co.uk/world/2009/jul/23/berlusconi-new-sex-tapes-revealed

http://www.huffingtonpost.com/2009/12/04/gaspare-spatuzza-mob-turn_n_380034.html

http://www.expressen.se/noje/film/1.1675795/svensk-film-om-berlusconi-i-venedig

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.7.2010 kl. 10:38

27 identicon

Vá!!! Það er ekkert eins óþolandi og Bjarni Harðarson.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:29

28 identicon

Ég er viss um að Jón kunni þó að senda tölvupóst, sumir voru ekki alveg að átta sig á því hvernig það virkar !

Trausti Trausta (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 19:32

29 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þetta er nú meiri helvítis rökleysan og skítagasprið sem veltur upp úr þér. Það hefur víst þótt góð raun af því að geðsturlað fólk reynir að vera fyndið.

1- Robbin williams-

2- Jim carrey-

3- Ben Stiller 

4- Stephen Fry

5- Tom Waits

Er t.d allir titlaðir með geðhvörf en eru samt snöggt um fyndnari en þetta blogg þitt og þú sjálfur sem persóna. Hitt er aftur á móti staðreynd að það fer hinsvegar ekki heimskum mönnum að þykjast vera klárir og undir þann hóp fellur þú klárlega.

Brynjar Jóhannsson, 13.7.2010 kl. 10:11

30 identicon

Bjarni þú ert bitur. Það angar af þér skítalykt eftir þessa færslu.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 12:10

31 identicon

Kommentin hér á síðuni segja ótrúlega mikið um þá sem senda frá sér, nafnlaust og ekki . Mér þykir það lísa æðruleysi og kjarki að leyfa opið kommentakerfi þegar aðrir eins eru á reiki. Sjálfur kaus ég Jón Gnarr en það er allt í lagi að það sé gert grín að honum eins og öðrum.

Hafþór (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband