Stóra smyrilsmálið sem sundraði meirihlutanum í Árborg...

Eins og sagt er frá á fréttavef Sunnlenska riðluðust meirihlutafylkingar í Veitustjórn Árborgar í gærmorgun þegar Vinstri grænn smyrill kom óvænt á fundinn, tældur þar inn af músarindli af óvissum pólitískum uppruna. smyr_og_bj.jpg

Sem kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkur þrjá fulltrúa í nefndinni, við Eggert Samfylkingarmaður sitjum í henni fyrir minnihlutann og Framsóknarflokkurinn á engan fulltrúa þó svo að bæði sá sem hér bloggar og formaður nefndarinnar Elfa Þórðardóttir séu með yfirlýst framsóknarhjarta.

Þetta allt varð síðan einhvernveginn svo augljóst á fundinum í morgun þegar smyrillinn bættist í hópinn og allt í einu var kominn vinstri meirihluti með fjórum atkvæðum á móti tveimur íhaldsdrengjum... 

Skrýtið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2010 kl. 13:05

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Legg til að smyrillinn verði gerður að flokksmerki vinstri-RAUÐRA - samanber fálkinn hjá Íhaldinu !

 Báðir kröftugir ránfuglar sem " yfirlýst framsóknarhjörtu"bráðna fyrir - enda Framsóknarflokkurinn á hægri leið  í andlát - tíma hans að ljúka meðal þjóðarinnar eða sem Rómverjar sögðu.: " Abiit ad maiores" - þ.e. "Á leið til feðra sinna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband