Spillingin hefur andlit

Spilling í stjórnmálum á Íslandi eignaðist óvænt nýtt andlit í vikunni, andlit Jóhönnu Sigurðardóttur.

Forsætisráðherra sem sýknar vinkonu sína úr ræðustól Alþingis og heldur því fram að lög eigi ekki að gilda af því að þau séu asnaleg á lítið eftir af trúverðugleika.

Fyrir mörgum okkar eru þetta vonbrigði. Sjálfur hefi ég alltaf bent á Jóhönnu þegar ég hef verið spurður hvort ég sé ekki hrifinn af neinum krata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég hefði sjálf bent á Jóhönnu.....en það er löngu liðin tíð......

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 21.9.2010 kl. 18:18

2 identicon

Það er sorglegt hvað Jóhanna veldur miklum vonbrigðum.

En úr því hún kýs að standa með hrokagikknum ISG, helsta svikaranum í röðum íslenskra krata (þ.e. ef ISG getur annars lengur talist til þeirra), þá má Jóhanna líka éta það sem úti frýs. 

Ingi Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:56

3 identicon

Sæll Bjarni mér finnst þú ekki með nógu djúpa sýn á pólitíkina í þessum skrifum þínum um Jóhönnu og afstöðu hennar til Landsdóms-málsins. Jóhanna var búin að samþykkja að reka rítinginn í bak síns gamla vinar og velgjörðarmanns hennar Ingibjargar Sólrúnar en svo skyndilega snérist afstaða Jóhönnu. Ástæðuna fyrir nýrri afstöðu Jóhönnu er að finna í grein Marðar Árnasonar á Eyjunni. Mörður sér í greininni ástæðu til að gefa Samfylkingunni í heild gula spjaldið þegar hann fer að nefna peningagjafir ónefnds aðila til ISG og Össurar í tengslum við baráttu þeirra tveggja um formennsku i Samfylkingunni. Talað er um tugi milljóna í þessu sambandi sem jafnframt séu skattskyldar hjá viðtakendum því peningarnir hafi farið í þeirra persónulegu baráttu en ekki hefðbundna prófkjörs- eða kosningabaráttu. Þau greiddu ekki skatta af gjöfinni. Staksteinar Moggans, í dag þriðjudag, fjalla líka um þessa peninga og Mogginn sýnir Samfylkingunni líka gula spjaldið. Það sem Jóhanna áttaði sig á eftir að hún stakk rýtingnum í bak ISG með því að samþykkja gjörðir tveggja þingmanna sinna í Atla-nefndinni, var að ef farið verður í þessar rannsóknir þá koma verulega óþægileg peningamál upp á yfirborðið, mál þar sem ISG, Össur og Samfylkingin ásamt tilteknu fyrrum gegnheilu íhaldsfyrirtæki eru föst í upp fyrir háls. þetta er ástæða þess að Jóhönnu snérist hugur, hún veit núna að það má ekki rannsaka meira. Það má ekki koma í ljós að Steinunni Valdísi var fórnað fyrir að þyggja peninga sem einungis voru brot af því sem rann til annarra í Samfylkingunni og það er mjög óþægileg staðreynd ef vitnast að það var "íhaldið" sem gaf peningana til forystufólks samfylkingarinnar á sínum tíma.

HH (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 18:59

4 Smámynd: Vendetta

Það útskýrir ekki viðsnúning jóhönnu nema þú sért að ýja að því að Jóhanna sjálf sé viðriðin þessar umræddu peningagjafir á einhvern hátt, beint eða óbeint.

Vendetta, 21.9.2010 kl. 19:29

5 Smámynd: Vendetta

Eða vill hún hlífa ISG til að hlífa Össuri? Er hann eitthvað kærkomnari Jóhönnu en Ingibjörg?

Vendetta, 21.9.2010 kl. 19:31

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Já Bjarni !  Þarna er ég þér sammála , ég vildi hana og engan annann í fors.rh.stólinn , en núna ; ja ég bendi ekki lengur á hana - nú held ég að hafi farið síðasta taugin , frá mér , til hennar - hún sver sig í Þjóðarleikhúss stílinn .

   Þessi "stórmenni" voru snögg að láta ákæra níumenningana , en að ákæra glæpamenn sem flokkur þeirra geymir , þá skal viðhafa vinabrögð FL flokks manna .

Hörður B Hjartarson, 21.9.2010 kl. 19:39

7 identicon

Mikið væri gaman ef menn töluðu nú hreint út.

Þú hérna að framan sem sagðir ekki til nafns en talaðir um óþægilegar peningagjafir frá íhaldsfyrirtæki til samfylkingarfólks, værirðu til í  að nefna á nafn það fyrirtæki sem þú ert að tala um?

Það er algjörlega ómögulegt fyrir okkur sem ekki vitum neitt að fá bara hálfkveðnar vísur.  Vinsamlegast legðu málið á borðið úr því þú þykist vita hér um eitthvað sem útskýrir kúvendinguna hjá Jóhönnu.

Ingi Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 19:57

8 identicon

Blessaður, þetta lið er allt saman með óhreint mjöl í pokahorninu, það þorir ekki að gera neitt af ótta við að hinir kjafti þá upp á þau líka.


DoctorE (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 20:43

9 identicon

Skroll, skroll...

Marla (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 22:38

10 identicon

Félagi Bjarni !

 "... hrifinn af krata - bent á Jóhönnu"

 Haltu því áfram !

 Hversvegna ?

 Jú, blessunin hún Jóhanna stýrir fyrstu 100% hreinræktuðu velferðarstjórn að" norrænni fyrirmynd "- já og " slegið skjaldborg" um fátæklingana á Fróni.

 Ósatt ?

 Hreint ekki.

 Örlæti stjórnar hinna stríðandi stétta er bókstaflega STÓRKOSTLEGT !

 Hversvegna ?

 Jú, á fjárlögum ríkisstjórnarinnar er úthlutað til " Fjölskylduhjálparinnar" - hvorki meira né minna en 2 milljónum - segi og skrifa tveimur milljónum króna !

 Hreint magnað örlæti. Maður verður bæði hrærður  og nærri klökkur !

 Já, " Guð blessi Jóhönnu og ríkisstjórn alþýðunnar.

 Megi hún lifa sem lengst, eða sem Rómverjar sögðu.: " Nulli desperandum quamdiu spirat" - þ.e. " Meðal líf er - þá er von" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 22:38

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Eru ekki allir jafn skíthræddir við þennan Landsdóm? Jóhanna er skynsöm, hvað annað sem hún er. Hún sér að það stefnir í nýja Sturlungaöld á alþingi þar sem fáir munu standa uppi á endanum. Í veði er þetta löngu úrelta stjórnkerfi sem við búum við og köllum lýðræði. Jóhanna er einfaldlega að reyna að lengja lífdaga þess.

Að auki er krafan um réttlæti óraunhæf á Íslandi þar sem allir eru undan hver öðrum. Um leið og einn er dæmdur, berast böndin að þeim næsta. Það renna jafnvel tvær grímur á þá sem hæst hrópuðu, þegar fólk stendur frammi fyrir því að framfylgja kröfunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.9.2010 kl. 22:59

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sumu er nú betra að halda út af fyrir sig, Bjarni.... En ég skal alveg viðurkenna að Jóhanna missti tiltrú mína um traust og heiðarleika þegar hún valdi sér aðstoðarmann.... og með ræðunni í vikunni sannast að tíminn sem kemur hann líður og nú er hennar pólitíski tími senn liðinn og líklega endar hann með skömm líkt og hjá fyrirrennara hennar í formannsstóli og í forsætisráðuneytinu. Það sannast því enn og aftur að pólitíkusar skynja sjaldan þegar þeirra vitjunartími er liðinn...!

Ómar Bjarki Smárason, 22.9.2010 kl. 00:00

13 identicon

Bjarni.  Þú veist hvað gerðist!  ISG fór á fund með Jóku, grjenjaði smá, en... auðvitað hótaði hún "félögum" sínum í þingflokki SAMspillingarinnar öllu illu, ef þessu yrði ekki spólað til baka í grænum hvelli!

 Þetta er ekkert flókið.  ISG á ýmislegt á alla dindlana í Samfó, spillingu, sjálftöku og misnotkun á aðstöðu í þágu tiltekinna einstaklinga.  Eitthvað sem viðgengist hefur í áratugi, rétt eins og ÓRG, hæstvirtur forseti lýðveldis nr. 1 sagði okkur í nýársávarpi sínu - SPILLING STAÐFEST AF FORSETA VORUM og á hann heiður skilinn fyrir opna og sanna frásögn af því sem hann ÞEKKIR eftir áratuga setu í stjórn- og embættismannakerfi landsins.

Viðbrögð Jóhönnu staðfesta að ISG á eitthvað alvarlegt á hana sjálfa!!! Þetta útspil fyrrum heilagrar Jóku, var Harakiri með stæl!  Hrannar spunameistari mun ekki ná að snúa ofan af þessu frumhlaupi og opinberun félagsmálaTROLLSINS Jóhönnu Sigurðardóttur, þó hann spinni endalausa vefi og bloggi og goggi...  Þar fór enn einn úlfurinn í sauðagæru.  Jóhanna hefur staðsett sig algerlega með fjármagnseigendum og gefur skít í alþýðu landsins - loksins þegar hennar tími kom.  Helvíti kom "hennar tími" fast í bakið á þjóðinni...

Drómi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 02:17

14 identicon

Það er afleitt og hrein heimska að flokkar geti sjálfir kosið um það hvort meðlimir þeirra verði rannsakaðir/settir fyrir dóm.

Lyktar eins og mafíur

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 07:56

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sullurinn er að því kominn að drepa sjúklinginn. Læknirinn stendur með hnífinn, reiðubúinn að opna sullinn og hleypa út vökvanum.

Hann hikar, því hann óttast að of seint sá að taka til við aðgerðina og mikil hætta á að sjúklingurinn lifi ekki af.

Landsdómur er fullnustuaðgerð sem vekur öllum okkar fjölmörgu pólitísku sullaveikum sjúklingum ótta. Það eru enda miklar líkur á einhverjir þeirra kveðji sitt pólitíska líf ef hleypt verði út úr sullinum og óþverranum hleypt út.

Mér sýnist Alþingi á góðri leið með að leiða lækninn frá sjúklingnum svo hin íslenska sullaveiki haldi áfram að dreifast um sveitina með sullaveikum hundum líkt og á fyrri öldum. 

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 09:30

16 Smámynd: Kommentarinn

Þessi landsdómur er mesta sýndarmennska sem ég hef séð lengi. Að þingmenn eigi að dæma aðra þingmenn fyrir eitthvað er fáranlegt konsept. Við höfum dómskerfi sem á að sjá um þá sem brjóta af sér. Að hafa eitthvað svona auka kerfi til hliðar meikar ekkert sens frekar en að það væri til auka heilbrigðiskerfi þar sem þingmenn sæu um að sjúkdómsgreina og "lækna" hvern annan. Þetta lið þarna á þingi á að einbeita sér að sínu hlutverki en þau eru á mörkunum að valda því einu og sér.

Kommentarinn, 22.9.2010 kl. 10:51

17 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Landsdómur er hluti af dómskerfinu.  Það er Alþingi hinsvegar ekki.  Með því að vísa málinu áfram til Landsdóms fær málið eðlilega meðferð og þeir ákærðu fá sinn andmælarétt.  Með því að vísa málinu frá er Alþingi að kveða upp sýknudóm.  Mitt mat er að slíkt væri stjórnarskrárbrot.

Sigurður Jón Hreinsson, 22.9.2010 kl. 13:02

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki alþingi þarna komið í hlutverk nokkurskonar lögreglu og ákæruvalds?

Nei, eg bara spyr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.9.2010 kl. 18:03

19 Smámynd: Vendetta

Ef ég verð spurður álits, þá er þetta allt hið undarlegasta mál.

Það er ekki rétt hjá Jóhönnu að Atla-nefndin hafi brotið stjórnarskrána, en ákvæðin um ráðherraábyrgð og Landsdóm í íslenzku stjórnarskránni gr. 14 frá 1944 og Lögin um Landsdóm frá 1963 með síðari breytingum eru til þess gerð að sjá til þess að enginn ráðherra geti nokkurn tíma verið sakfelldur. Að Alþingi sé að ákæra ráðherrra og síðan vísa málinu til Landsdóms, þar sem Alþingi velur 8 af 15 dómendum, er eins og ef eiturlyfjasmyglari eða morðingi fengi að velja 3 af 5 dómurum í Hæstarétti sem á að dæma í máli hans. Þessi tenging Alþingis við Landsdóm og hlutverk Alþingis sem ákæruvalds er út í hött.

Það ætti að vera framkvæmt þannig: Óháður, sérstakur saksóknari skipaður af forseta Íslands ákærir núverandi og fyrrverandi ráðherra út frá skýrslu rannsóknarnefndar. Landsdómur skipaður 10 dómurum, þar eð enginn valinn af Alþingi, dæmir í málinu. Sakfelldir ráðherrar missa þingsæti sitt og fara í fangelsi í allt að 2 ár.

14. grein íslenzku stjórnarskrárinnar, afrituð 1944 nær orðrétt frá paragraf 14 í dönsku stjórnarskránni frá 1920 og er samin af fólki sem gat ekki hugsað sér að ráðherra gæti nokkurn tíma verið sóttur til saka fyrir embættisglöp. Lögin um Landsdóm frá 1963 eru lög, samin af fólki sem vissi að það gæti sjálft lent í því að verða ákært, samþykkt á Alþingi af fólki, sem vissi að það gæti sjálft lent í því að verða ákært. Þess vegna varð að búa þannig um hnútana, að málin myndu klúðrast, sama hvað gengi á.

Ef komið hefði verið á gæðastjórnun á vinnu Alþingis fyrir 15 árum, þá hefði ekkert hrun orðið. En til að ná því gegn þyrfti alvöru þingmenn, ekki jólasveina og blöðruseli.

Vendetta, 22.9.2010 kl. 19:58

20 identicon

Þeir sem hér skrifa virðast vita ótrúlega mikið um illsku og spillingu fyrrverandi ráðherra. Maður fær á tilfinninguna að sumir (eins og t.d. HH) viti allt sem er og jafnvel svolítið umfram. En undarlegt er að þeir sem vita um þessa miklu glæpi skuli tala í gátum og hálfkveðnum vísum. Eru þeir ekkert hræddir við að sverja sig í ætt við þá sem Páll J. Árdal orti um á sinni tíð:

Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
en láttu það svona í veðrinu vaka
þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

Ég kann betur við að þeir sem kæra fólk tilgreini ákveðnar sakir.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 20:37

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Jóhanna hefur ekki umboð frá Íslensku þjóðinni til að verja þá sem skulu lögum samkvæmt mæta í landsdómi!

Jóhönnu hegðun undanfarið sannar að hún er of "heiðarleg" gagnvart ofurkvendinu ISG á kostnað þjóðarinnar! Jóhanna er einfaldlega of persónuleg og flokks-trygg til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild sinni.

Ég endurtek "of heiðarleg" fyrir þann hryllilega og nauðsynlega hreinsunareld í Íslenskri pólitík "óháðan" pólitískum vinum!

Ingibjörg blessunin ætti að sjó sóma sinn í að láta ekki Jóhönnu Sigurðardóttur verja sig eins og ósjálfráðan krakka!

Hvar er nú sjálfstæði Íslenskrar kvennabaráttu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þegar þú þarft að láta Jóhönnu (mömmu) verja þig þegar þú ert búin að klúðra málunum?

Bríet hefði skammast sín fyrir svona hegðun, svo ekki sé meira sagt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.9.2010 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband