Úreltir raunhyggjumenn

Eitt af einkennum ESB-sinna er barnaleg hugtakanotkun í stjórnmálum. Lengi var lykilorðið að tala um að dýpka og þroska umræðuna og heyrist enn. Það er talað um hlutleysi og réttar upplýsingar af slíkri upphafningu að enginn kemst þar nærri nema gömlu pósitívistarnir sem trúðu á hinn algilda sannleik í félagsfræði, sagnfræði og mannlegri breytni.

Í hinum húmanísku vísindum voru þessar bernsku raddir raunhyggjumanna endurreisnarinnar kveðnar niður af mönnum eins og Weber og Popper fyrir meira en hundrað árum síðan. 

Nýjasta hugtakið  í þessari barnalegu nálgun á alþjóðastjórnmál er að finna í umræðu íslenskir ESB-sinnar tína nú upp gullkorn úr ræðu Maltverjans Joe Borg sem á að vera marktækur um það hvernig hin íslenska sjávarútvegsþjóð getur samið við ESB.Ekkert að ræða það sérstaklega að Maltverjar reka ekki nútíma sjávarútveg og undanþágur þeirra eru álíka merkilegar og krókaleyfin á Íslandi. Nei, það er aðferðafræðin.

Við þurfum einfaldlega að gæðameta rökin sem færð eru fram. Er ekki rétt að setja á fót sérstaka stofnun eða allavega nefnd sem fer með þetta gæðamat. Samninganefndir Íslands við ESB gætu þá  lagt rök sín inn til gæðamats og síðan fengið þau til notkunar eftir skoðun.

Svona hugmyndir fá engir nema pósitívistar, raunhyggjumenn fortíðarinnar sem halda sig geta höndlað hina réttu skoðun, hina réttu niðurstöðu, hinn rétta sannleika í stjórnmálum. 

Slíkt hugsun er ekki bara barnaleg heldur líka hættuleg lýðræðinu.


mbl.is Segir ESB hlusta á gæði raka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll félagi Bjarni - Ekki örvænta. Þér mun líða vel í Evróðusambandinu. Eins og Ólafur Stephensen bendir á í Fréttablaðinu þá er hér allt orðið þvers og kruss í þróunar og samvinnuverkefnum undir styrk og stjórn ESB. Þessu ber að fagna. Ímynd hins hreina sveitamanns sem hafnar öllu útlendu er svo sannarlega barnaleg, en útsendarar og talsmenn LÍÚ eru verjendur þjófnaðar. Þeir ganga því vissulega fram á öðrum forsendum en barnslegu sakleysi. Með kærri kveðju, Gunnlaugur

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2010 kl. 19:46

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hafa raddir þeirra sem hafna öllu útlendu verið mjög háværar Gunnlaugur?

ESB trúðarnir hafa lengi steininn klappað við að tala um einangrunarhyggju. Það er sannarlega kominn tími til að þeir átti sig á því að Ísland er í miðju alheimsins og búið að vera þar lengi. 

Það er svo spurning hvort við eigum nokkuð að þurfa að spyrja þessa greifa þarna í Brussel um það hvort þeir leyfi okkur að selja vörur okkar á bestu markaði hverju sinni og kaupa þær þar sem best eru kjörin.

En auðvitað er mikilvægt að fá að vita hversu mögum sinnum okkur eigi að leyfast að fara á salernið milli 8 og 12.

Árni Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 21:02

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Bjarni.

Mannskepnan þarf að finna sannleiks og réttlætis-þráðinn í þessari jarðvist og tilverumöguleika allra jarðarbúa!

það er mér lífsins ómögulegt að skilja það að sumir á þessari jörð eigi meiri rétt en aðrir? Pólitíkin er helsta hindrun réttlætis allra jarðarbúa!

Svona er ég nú treg Bjarni minn

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2010 kl. 21:05

4 identicon

Það er rétt hjá þér Bjarni að umræðan á að vera hafin á hærra plan þegar menn spyrja spurninga sem aðildarsinnar eiga erfitt með að svara.

Ég hef oft spurt mikla aðildasinna þessara spurninga?

Af hverju lækka vextir hjá okkur við að ganga í Evrópubandalagið eða taka upp evru? Eru ekki mismunandi vextir í aðildarlöndum EU og er ekki meiri líkur en minni að íslenskir bankar þurfi sitt í vaxtamun til að þjónusta okkur mörlandan, eða eigum við að fara að skipta við banka á meginlandinu???  Er það raunhæft eftir að við erum orðnir aðilar frekar en núna?

Annað sem ég hef ekki fengið svör við annað en fullyrðingar og af því bara er af hverju matvöruverð á að lækka hér til jafns við önnur lönd Evrópu? Eða hvernig tómatar eiga að kosta það sama her á Íslandi og á Spáni.

Nei við eigum að vera málefnalegir og þakka fyrir allar ölmusunar sem við getum fengið frá EU til að taka þátt í skemmtilegum verkefnum  eins og skólaverkefnum milli menntaskóla á Ísafirði og Dubrenec í Ungverjalandi og ég tala nú ekki um hvað það yrði stórkostlegt ef að grunnskólinn í Fungerola á Spáni gæti tekið þátt í verkefninu.

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:05

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Árni - Við þekkjum Kína en vitum ekki hvernig "klúbbur" ESB er! Það eru takmarkanir á klósettferðum í Evrópu og þetta allt líkist Sovétríkjunum.

Já, þeir eru margir trúðarnir

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2010 kl. 21:12

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Skyldi Gunnlaugur vera búinn að "fá sér í glas" - það er jú laugardagskvöld ?? !

 Hann hefur líklega ekki lesið hvað breski Evrópuþingsmaðurinn Nigel Farage sagði nýlega í umræðum á Evrópuþinginu.

 Hann sagði m.a. orðrétt.: "Íslendingar eru með 200 mílna efnahagslögsögu fyrir sjávarauðlindir sínar, sem þeir unnu í þorskastríðum við okkur Breta á sjöunda áratugnum. Þeir eiga ekki að fórna þeim, ekki gefa þær frá sér, ekki treysta stjórnmálamönnum sem prédika ESB. Ef þeir gera það þá mun þessi samkoma ( ESB) taka stærstu endurnýjanlegu auðlind þeirra. Gætið ykkar Íslendingar" .

 Síðan ætti Gunnlaugur að hugleiða eftirfarandi:

 Á Evrópuþinginu er 751 þingsæti.

 Ísland fengi 6 sæti !

 Það gerir 0,8% atkvæðavægi !

 Laxadoktorinn Össur ( sá sem svaf órólega á fundi Alsherjarþingsins í vikunni) fullyrti nýlega í skrifum, að Ísland fengi hjá ESB., MIKIÐ VÆGI !

 Það er sorglegt að slíkir skuli vera ráðherrar á gamla Fróni - en lífinu fylgja jú sorgir - eða sem Rómverjar sögðu forðum.: " Sunt lacrimae rerum" - þ.e. " Mannlífinu fylgja sorgir" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:29

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni minn. Svo þurfum við að pissa óleyfilega og á svörtum ef við höfum ekki pening fyrir leyfilegum kvóta "af-föllum", (svo ekki sé talað um að skíta uppá bak)? Hver hefur áhuga á svona smámuna-semis-stjórntæki einnar heimsálfu? Sem þjónar einungis örlitlu broti af heiminum?

Sanngirni? Réttlæti?

það þarf víst að útskýra á skiljanlegri Íslensku hvað heimsbúar græða á klíku-starfsemi ef ég á að skilja tilganginn?

Í grunnskólum landsins er erfiðast fyrir reynslulaus börnin að standa gegn klíkunni sem fer spillingar-veginn? Getum við kannski heimfært þetta á annan stað (ríkisstjórn/alþingi) ? það er erfitt að standa gegn spillingar-klíku-straumnum á öllum vígstöðvum heimsins?

Bara smá hugleiðing?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2010 kl. 21:34

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það skyldi þó aldrei vera að þar sem virðist óbrúanlegt í skoðanaágreiningi að hægt sé að skoða hvort um sig.

1) Efla íslenska framleiðslu og menningu

*stórefla samband neytenda og bænda

*gera ísland að fyrirmynd í umhverfismálum

2) Vera virkir þátttakendur í þróun Evrópu

*samruni í ríkjasamband við Norðurlönd

*aðild að Evrópusambandinu

Við þurfum skapandi fólk sem gerir Ísland sterkara og nýtir jarðveg og tækifæri sem liggur í samvinnu lýðræðisríkja í Evrópu.

Þar er ekkert að óttast

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2010 kl. 21:42

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnlaugur. Ég hef mikla trú á þér og þinni réttlætis-tilfinningu!

Finnst bara svo sorglegt að svona langur vegur sé milli alls réttlætis í heiminum?

þú ert réttlætis og kærleiks-sinni og hef ég mikla trú á þér. Og þínum góða og mennska kærleiks-vilja. Gangi okkur öllum vel í sameiningu að finna rétta farveginn fyrir kærleikann og réttlætið fyrir alla heimsbúa.

  M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2010 kl. 21:48

10 identicon

Félagi Bjarni !

 " Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ei hvað þeir gjöra" - sagði Meistarinn forðum.

 Guð blessi Gunnlaug !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:49

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, ég hef mitt innsæi beint frá Guði, ekki spurning! Þakka fyrir góðar óskir. Bjarni, er þetta bara einsleitur hópur hérna hjá þér. Það verður að vera fjölbreytni í þessu. Eru allir ESB sinnar flúnir yfir á Eyjuna eða einhvert undan persónuníði á moggabloggi?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2010 kl. 22:05

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kalli Sveins. þarf ekki almættið að fyrirgefa okkur öllum vanþroskuðum á þessari jörðu?

Eða eru sumir svo fullkomnir að þeir gera aldrei neitt rangt og þurfa því ekki fyrirgefningu á sínum breyskleika-misgjörðum?

Ekki vil ég fyrir nokkurn skapaðan hlut í þessari veröld teljast til fullkominna jarðneskra? Ætli ég sé þá bara van-gefin af almættinu til jarðlífsins?

Umhugsunarvert fyrir þá sem telja sig ekki van-gefna til jarðlífsins?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.9.2010 kl. 00:53

13 Smámynd: Ólafur Als

Hvað veldur, að því er vitðist, einlægu dálæti ESB-sinna, á ágæti aðildar? Sumir eiga sér þann draum æðstan að ganga góðu valdi á hönd en um leið bera upp þá draumsýn að með inngöngu fái menn aðgengi að ákvarðanatöku, jafnvel áhrifavaldi. Undir vissum kringumstæðum felur þetta í sér mótsögn, jafnvel hugsandi mönnum auðsætt.

Hin vel vitandi (meinandi?) leiðsögn kontorista í Brussle, eða Strassbúrg, dreymir suma um. Hvað skal segja um slíka drauma? Að hinir sömu hafi gefist upp á eigin ágæti? Að hinir sömu telji sig ekki geta boðið eitthvað betra? Eitt er víst, elítunni í miðstjórn ESB dreymir um aukin völd.

Það er algerlega óásættanlegt að mistök fortðiðar og nútíðar feli í sér frásal eigin ágætis, þó svo að í því geti falist að takast á við eigin mistök. Að ætla kontoristunum og sjálfsupphöfnu ágæti evróputéttarinnar hina einu sönnu leiðsögn felur í sér uppgjöf og leiðindlegheit, jafnvel pólitíska væmni.

Hin tilfinningalega réttlæting fyrir ESB-aðild er innantóm yfirlýsing um að vilja tilheyra apparati, sem kann ekki að taka tillið til annars en sameiginlegra hagsmuna, undir alvitri stjórn hinna miðlægu afla, sem þrátt fyrir hugsjónir, kjósa nálæga hagsmuni.

Að þessu leyti skilja þýskir eða franskir hagsmunir sig ekki frá annarri baráttu eigin hagsældar og að þessu leyti er og verður íslenskur hagur afgangsstærð.

Ólafur Als, 26.9.2010 kl. 05:19

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

é vissi ekki að bátagerðin reði í samningum um sjávarútveg.. hvaða hálf viti datt það í hug og hvað au la dat í hug að setja það á bloggið ?

Óskar Þorkelsson, 26.9.2010 kl. 10:03

15 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sæl öll þarna !!! og Bjarna bloggvini tekst alltaf að hafa fjör í umræðunum/Var að hlusta á silfur Egils þar sem hann var í nokkrum drottningarviðtölum ,-þar á meðal um þennan mann þarna sem biðst til að hjálpa okkur eins og henn gerði með Möltu um fiskveiðar innan  ESB,a þeir fari að allagast okkur þar,en ekki öfugt,er ekki flest efir þessu þarna/en þessi pistill sem Ólafur Als er með þarna segir mína meiningu einnig/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.9.2010 kl. 14:35

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem hefur gerst í raun varðandi umræðu um Möltu og sjávarútveg, að ákveðinn misskilnungur hefur fengið að vaða uppi og þar með hefur fólk ekki komið auga á aðalatriðin.   Veit eiginlega ekki hvernig þessi misskilningur hófst - en líklega útfrá því að sumsstaðar (þó hvergi eins mikið og heiftarlega og á Íslandi) er sú mýta í gangi að einn ógurlegur ,,EU floti" veiði bara hist og her í einhverju ,,EU waters".  Það sé bara aðild að ESB og í næstu andrá ,,EU floti uppí kálgörðum".  Útfrá þessari mýtu hefur líklega misskilningurinn hafist og undið uppá sig og á ísl. eiga Andsinnar stærstann hlut að máli við þá smíði alla.  Eg hef td. stundum bent mönnum á að kynna sér sjávarútveg á Möltu, veiðiaðferði og sona - án nokkurra viðbragða eða áhuga.  Íslendingar hafa oft ekki mikinn áhuga á öðru en eigin hundaþúfu.

Það væri líka fróðlegt fyrir Íslendinga að kynna sér sjávarútveg í Danmörku og hvernig þeir líta á EU í því sambandi.  Vegna þess að þeir danirnir hafa nú talsverða reynslu þar að lútandi og etv. væri eitthvað hægt að fræðast af þeim bæði til gagns og gamans.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 16:36

17 identicon

Kjörorðið á vefsíðu Ómars Bjarka hljóðar: " Illa gefast ill ráð".

 Ráðlegg því Ómari Bjarka að kynna sér skoðanir DFU ( Danske Fiskers Union".

 Í stuttu máli, telja 93% danskra sjómanna að Danir eigi að segja sig hið skjótasta frá ESB !

 Norðursjórinn orðinn ördeyða !

 Enn - " Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní" !!

 Sannarlega víti til  varnaðar fyrir okkur Íslendinga.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 17:32

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Norðursjór: Fiskistofnar á uppleið.

Þorskstofninn í Norðursjó er talinn hafa stækkað um 52% frá því sem var árið 2006" (vb.is 19. maí 2010)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband