Bara Jón og séra Ingibjörg

Kollega minn, já fyrrverandi kollega, í atvinnurekstri lenti í gjaldþroti fyrir nokkrum árum og hefur ekki verið við rekstur síðan. Þegar allt var komið í hönk viðurkenndi hann sig einfaldlega sigraðan, eftirlét bankanum allt. Þetta var löngu fyrir hrun.

Áður en að þessu kom var auðvitað heilmikið búið að ganga á. Það fer enginn í gjaldþrot nema hafa fyrst glímt við vanskil og skuldabasl árum saman. Sjálfur hefi ég átt mín tímabil vanskila og erfiðleika en aldrei lent í þroti með þau félög sem ég hef ráðið yfir og er þakklátur fyrir þá heppni. En í baslinu hefi ég stundum verið seinn að borga það sem ég veit að maður má helst aldrei skulda og jaðrar við glæp.

En þessi kollega hann varð semsagt gjaldþrota og áður en allt fór til fógeta reyndi hann að krafsa í sem flest og borga sem flestum. Reyndi að ljúka við allar launakröfur verktaka, ljúka við vörsluskatta og ljúka við allar kröfur sem aðrir voru í ábyrgð fyrir með honum. Auðvitað tókst þetta ekkert - enda hefði hann þá ekki farið á hausinn. En hann gerði eins og hann gat í afar erfiðri stöðu. Vaskurinn var allir í skilum og þar hafði hann lengstum dregið mörkin í sínum rekstri. En eins og hjá ótal mörgum okkar var hann á eftir með lífeyrissjóðina og staðgreiðsluna.

Og vitaskuld var maðurinn ákærður fyrir að standa ekki skil á vörsluskatti. Nema hvað. Ég man að við vorum að vorkenna honum nokkrir vinir hans, hneykslast á kerfinu því að þessi maður hafði alls ekki tekið of stóran skerf úr fyrirtækinu undir sinn eigin rass og vissulega gert eins og hann gat. Gekk að lokum slyppur út eftir áralangt streð. Ævistarfið glatað, orðstírinn í viðskiptum sömuleiðis og til að kóróna allt saman,- dæmdur afbrotamaður! Eins og tugir annarra heiðarlegra smáatvinnurekenda.

Hann var í líkri stöðu og sveitungi hans fóðurbílstjórinn sem eftir áratuga langan og farsælan starfsferil rann til í lúmskri hálku snemma hausts. Bíllinn, engin smásmíði, slangraðist utan í fólksbíl og banaslys hlaust af. Maðurinn var sviptur prófinu og dæmdur fyrir manndráp af gáleysi. Hann átti vissulega að átta sig á að það gat verið hálka þó vetur væri varla genginn í garð...

Það varð aldrei málþóf á Alþingi vegna þessara manna, aldrei umræða í blöðum um að það væri ósanngjarnt að ákæra þá, aldrei rætt um að þeir væru orðnir gamlir og kannski lasburða þegar hér var komið sögu og enginn sagði,- lögin eru óréttlát. Sem þau samt voru í þessum tilvikum. En þetta gerðist í veröld siðaðra manna þar sem allir vita að þrátt fyrir sársaukann verða allir að beygja sig undir ok laganna sem geta á köflum verið miskunnarlaus og asnaleg. Þeim verður ekki breytt eftirá. 

Nema vitaskuld í því farsakennda umhverfi sem er handstýrt af flokkum á borð við Samspillingu og Sjálfgræðisflokki...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Prýðileg hugvekja - allt fram að síðustu málsgrein !

 Einkar barnalegt að uppnefna stjórnmálaflokka- eins og strákur á málfundi í gagnfræðiskóla  !

 Handstýringin er - og hefur lengstum verið - ALLRA flokka  Alþingis.

 Líklega þó hvað mest Framsóknar.

 Fyrrum þingmaður þess flokks ætti að þekkja slíkt manna best !

 Farsinn fékk þó fullkomnun í gær.

 Geir Haarde einn ákærður. !

 Fyrir hvað ?

 Jú, fyrir TILRAUN til að sýna "stórfellda vanrækslu og hirðuleysi".

 Ákærður fyrir " TILRAUN" !!

 Félagi !

 Rekagáttir gærdagsins gera menn gjörsamlega mállausa, eða sem Rómverjar sögðu.: "Vox faucibus haesit" - þ.e. " Mállausir af undran" !! !

 Er meirihluti " leikhúss fáránleikans" gersamlega búin að missa vitið ?

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Vendetta

Ég og margir aðrir eru þeirra skoðunar, að lög um Landsdóm eru stórgölluð og samin einmitt til þess að firra ráðherra ábyrgð. Það er óheyrilegt, að alþingismenn:

  • eigi sjálfir að setja fram tillögur um hvaða ráðherra eigi að ákæra út frá skýrslu Rannsóknarnefndarinnar,
  • eigi sjálfir að kjósa um það, hvaða ákærur eigi að senda áfram til Landsdóms og hvaða ákærur ekki
  • eigi sjálfir að kjósa um meirihluta dómara/dæmendur (8 af 15) til setu í Landsdómi.

Þetta svarar til að vinir og vandamenn morðingja fengju sjálfir að ákveða hvort eigi að ákæra morðingjann, og svo sé fái sjálfir að velja 3 af 5 dómurum þegar dæmt yrði í hans máli. Ég er viss um að margir afbrotamenn myndu njóta góðs af þessu.

Að mínu áliti og allra sem ég hef rætt við, ætti að breyta lögum um ráðherraábyrgð og Landsdóm þannig, að Alþingi mætti hvergi koma nærri sakamálum og embættisglöpum ráðherra og hafa hvorki ákæruvald né dómsvald, en að það yrði óháðum aðilum/stofnunum. Hvað annað? Með þessum farsa hefur Alþingi gefið þjóðinni langt nef.

Það er einnig mín skoðun, að það hefði ekki aðeins átt að ákæra þessi fjögur (Geir, Ingibjörgu, Árna og Björgvin), heldur alla ábyrga ráðherra og flokksleiðtoga í öllum ríkisstjórnum frá árinu 2002.

Vendetta, 29.9.2010 kl. 10:50

3 Smámynd: Vendetta

Það hafa því miður fallið niður orð á tveim stöðum úr athugasemdinni, en vonandi skilst það engu að síður.

Vendetta, 29.9.2010 kl. 10:54

4 identicon

Ógjarnan vil ég nú svipta Bjarna heiðrinum af uppnefinu á öðrum flokknum sem hann nefnir í lokin og einhver sér ástæðu til að fetta fingur út í. En samt - mér finnst rétt að alþjóð viti að það var Útvarp Matthildur, í umsjá Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárn sem fann upp nafnið Sjálfgræðisflokkur, ef mig misminnir ekki.

Anna (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 13:48

5 identicon

Ljúfa Anna !

 Laukrétt hjá þér.

 Enn - gleymdu ekki að þetta voru á sínum tíma, strákhvolar, rétt nýskriðnir úr " Gaggó" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 14:17

6 identicon

Kalli Sveins er líklega betri í latínu en íslensku.

Stjórnmálamenn segja festir ennnnn, þega þeir meina en, en hér að ofan SKRIFAR Kalli "enn" en á við en [e:n]

Stytting sérhljóða eins og sú að segja:" Ég vill, ássstríða", og tala um "frúnna" og "brúnna" og gera því "skónna" Bjarni sé ruglaður, gæti gert út af við íslenska tungu jafnvel áður en enskan gerir það endanlega.

Og nú er þróunin orðin sú að menn eru farnirað skrifa vitleysuna sem áður var þó aðeins í framburði.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 21:59

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni bloggvinur,manni finnst þú fara svolítið framúr þér þarna,að bera saman Dómsmál annars vegar og Skoðun meirihluta Alþingis,svo er dómurinn eftir er það ekki???sammála þér samt með þessi atvik sem þú vitnar í /Kveðja P/S fyrir utan mynnist þu ekkert á Frarmsókn!!!!!

Haraldur Haraldsson, 29.9.2010 kl. 22:35

8 identicon

Haraldur!

Aldrei að vita nema Bjarni eigi eftir að mynnast við Framsókn.

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 23:02

9 identicon

Félagi Bjarni !

" Vill"margþakkka Glúmi ábendinguna - hún laukréttt!

 Þetta er ömurleg "ássstríða"og vart kemmst Kalli yfir Ölfusár"brúnna" með " frúni" MEÐ ÞENAN RITSTÍL Í FARTESKINU !

 Þótt margt megi segja um " Kalla" hefur hann aldrei gert því " skónna" að B.H., sé ruglaður - ennn hann hinsvegar - alllavega í hjarta sínu -góður " framsóknarmaður af gamla skólanum" !

 - Megi Glúmur en um  langa framtíð lifa heill , um leið og hann er minnntur á sem Rómverjar sögðu: " Vitils nemo sine nascitur" - þ.e. " Enginn er fæddur gallalaus" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 10:00

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni. Daginn sem allir átta sig á að "séra" og "ekki séra" eru jafnmikilvægir hlekkir í keðjunni fer allt að ganga á samfélagslegum nótum!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2010 kl. 20:29

11 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er þér innilega sammála Bjarni, sama hvað hver segir hér í svörum til þín. Ég er einnig hjartanlega sammála Vendettu hvað varðar að alþingi komi nálægt ákærum og sakamálum ráðherra. Til þess verður að vera annarskonar dómstóll með fólki óháð alþingi.

Í svona alvarlegum málum sem þjóðmálin eru að verða, finnst mér uppnefni á stjórnmálaflokkum ekki skipta máli. Heldur sú alvarlega staðreynd að verið er að taka okkur í görnina, alla þjóðina.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 3.10.2010 kl. 18:07

12 Smámynd: Vendetta

Bjarni felldirðu út athugasemd mína, þar sem ég skilgreindi hvað ég átti við með "ábyrga ráðherra" eða var það á annarri bloggsíðu? Þegar ég er úti um allt, þá gleymi ég oft hvar ég skrifa hvað.

Vendetta, 3.10.2010 kl. 18:44

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Bjarni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.10.2010 kl. 01:31

14 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir umræðuna - og kæri Vendetta, ég felli aldrei út athugasemdir. Það ert þú sem hefur verið í einhverju framhjáhaldi...

Bjarni Harðarson, 4.10.2010 kl. 16:54

15 Smámynd: Vendetta

"Það ert þú sem hefur verið í einhverju framhjáhaldi..."

Já, sennilega.

Vendetta, 4.10.2010 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband