Bylting ráðleysisins

Ráðleysið er allsstaðar. Jafnt í ríkisstjórninni og á Austurvelli. Mótmælin undanfarna daga eru eins og mótmælin í fyrra mótmæli án markmiða. Ástandið er slæmt hjá fjölda heimila og grafalvarlegur niðurskurður framundan í ríkisfjármálum. Það væri mikið geðleysi ef fólk léti ekki í sér heyra en það dettur samt engum heilvita manni í hug að hægt sé að leysa vandann þannig að allir geti farið brosandi heim. 

Bankaeinkavinavæðingin einfaldlega klessukeyrði efnahag heillar þjóðar og það mun taka tíma að rísa upp eftir það. Mikilvægast nú er að ríkisstjórnin setji til hliðar dýr dekurverkefni og einbeiti sér að vandanum. Það á að setja til hliðar vitleysur eins og tilflutning málefna fatlaðra, stækkun sveitarfélaga og vitaskuld skrípa-umsókn Össurar að ESB. Leyfa svo bönkunum að fara á hausinn í friði, þeir eru of margir og aflétta sem fyrst gjaldeyrishöftum. (Þetta er nú víst orðið nóg í einu bloggi!!!)

 


mbl.is Ekkert boð komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Er ekki orðið tímabært að þú " ljúkir hringnum", segir þig úr vinstri-RAUÐUM og gangir í sæng - sem alla vega þinn innri maður á heima í, - flokksins sem byggir á mætti og frelsi einstaklingsins - með ábyrgð !

 Fyrsta 100% vinstri stjórn landsins er að kyrkja alþýðu þessa lands.

 Sjúkrastofnanir lagðar í eyði.

 Barnabætur nær niðurfelldar.

 Gífurlegar skattahækkanir  á einstaklinga og fyrirtæki.

 Og á sama tíma lætur hinn almenni flokksmaður í VG., það viðgangast að forystan samþykkir að greiða MILLJARÐA til undirbúnings að inngöngu í ESB. !

 Ætlar Samfylkingin að halda áfram að láta VG., múlbinda framkvæmdir nýrra orku & stór-iðnfyrirtækja ?

 Þúsundir og aftur þúsundir eru áfram að missa atvinnuna.- lifibrauðið .Hundruð og aftur hundruð íbúða á nauðungarsölur.

 Landið er stjórnlaust !

 Burt með liðið sem ætlaði sér að slá " skjaldborg" um alþýðuna.

 Burt með " norrænu velferðarstjórnina" - sem fæddist reyndar aldrei !!

 Þjóðfélagið er að fuðra upp vegna úrræðaleysis ömurlögustu villuráfandi ríkisstjórnar sem Ísland hefur nokkurntíma haft !

 Villuráfandi sauðar stjórna landinu - burt með þá !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: "Ab agendo" - Þ.e. " Algjörlega búnir að vera" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:26

2 identicon

Alétta Gjaldeyrishöftum

Þá er Ránið Fullkomnað

Ekki þurfum við feita Sjóði ef höft eru við líði

Þjóðinni er lánað umfram greiðslugetu

Nota á þann sjóð til þess að ræna landið endanlega

en ekki eru allir sem sjá það því fer sem fer

stundum er vont að sjá í heimi blindra

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:20

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni bloggvinur,verð að segja að Kalli Sveins segir bara það sem ég hefi ekki sagt betur/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 6.10.2010 kl. 19:44

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kalli minn Sveinss. Við höfum - þótt þú hafir ekki fylgst með því - prófað hugmyndafræði flokksins eina: Flokksins sem byggir á mætti og frelsi einstaklingsins - með ábyrgð!

Ég verð með hverjum deginum vissari í minni sök hvað það varðar að við erum alveg náskyldir og þar með frændur hans Gvendar dúllara. Líklega talar þú sjaldnar í alvöru en ég- í mesta lagi þrisvar á ári.

Árni Gunnarsson, 6.10.2010 kl. 23:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ps. Til að stjórna þessu landi dugar nú ekki annað en öflugur kommúnistaflokkur þar sem drykkfelld rustamenni með voldug yfirskegg taka ærlega til hendinni.

Árni Gunnarsson, 6.10.2010 kl. 23:04

6 identicon

Ágæti Árni !

 Verið fjarverandi.

 Gleður mitt geð, ef við skyldir - og það hreint ekki " Þórðar-gleði" í anda séra Árna ömmubróðurs !

 Sé sjaldan til sólar, fer þó daglega með vísuna góðu.:

                 " Hann Goethe gamli sem grúskaði sjálfur í flestu,

                    hann taldi okkur öllum vera það fyrir bestu,

                    að taka lífinu létt á hverju sem gengi,

                    því við lifum svo stutt, en erum dauð svo langi" !!

 Lifðu vel og lengi  frændi !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband