Mađur bara lifir... - af óborganlegu viđtali

Ég er oft seinn, lćrđi til dćmis ekki ađ meta Guđberg Bergsson fyrr en á fimmtugsaldri og svo var ég líka seinn til ađ heyra viđtal sem var viđ sama höfund í Sjónvarpinu í Kiljunni fyrir viku. En ţetta er eitt ţađ albesta sjónvarpsviđtal sem ég hefi hlustađ á, ţađ má horfa á ţađ hér.

Guđbergur kom hér fram fyrir ţjóđ sína sem sambland af guđdómlegum sveitamanni og víđlesnum heimspekingi. Minnti mig á veseríinn mikla í lok Birtings í Voltaire í einfaldleika sinnar speki.

Ţegar Egill vildi veiđa upp úr honum svör viđ lífsgátunni kom svariđ svo blátt áfram,- mađur bara lifir. Og um kreppuna sagđist honum svo ađ ţađ ţyrfti engan ađ undra ađ ţessi ţjóđ lenti í slíku, ţjóđ sem aldrei hefđi lifađ međ sjálfri sér heldur í hálfa öld undir bandarískum her og slag í slag međ Sjálfstćđisflokkinn viđ stjórnvölinn. Ţetta er vitaskuld ekki orđrétt tilvitnun enda ćtlast ég til ađ lesendur hlusti á viđtaliđ sjálft ţar sem skáldiđ kvađ svo upp úr međ ađ ţađ eina sem einhver mynd er á í ţessu landi eru sjómenn og bćndur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Ţetta var mergjađ viđtal, mađur lifir á ţví lengi.

365, 8.11.2010 kl. 21:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Asskoti heldur kallinn sér vel,hann lítur betur út en,ţegar viđ vorum samtíma á Núpi.

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2010 kl. 02:23

3 identicon

Sjómenn og bćndur?

Hver ćtli sé afstađa ţeirra til ESB?

Glúmur (IP-tala skráđ) 9.11.2010 kl. 17:48

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ólíkt höfumst viđ ađ Bjarni bloggvinur/fć grćnar bólur ţegar ég sé ţennan mann/Kveđja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ţađ er einfalt mönnum sem aldrei hafa lyft ţyngri hlut en penna ađ gagnrýna ţá er boriđ hafa ţá á listamannalaunum og öđru prjáli gegnum lífiđ. Ekki nema von ađ svona menn haldi sér vel. Ţeir hafa aldrei afrekađ svo mikiđ sem eitt dagsverk á engi um ćvina, heldur spanderađ lífinu í spekúlasjónir um ađra og annađ. Tćrir snillingar, ekki satt? Frussssss..... 

Halldór Egill Guđnason, 10.11.2010 kl. 05:28

6 Smámynd: Hörđur B Hjartarson

    Bjarni - sem og ţiđ hin !

    Ég verđ nú ađ segja ađ ţađ fyrsta sem ég hugsađi , er ég las aths. ţeirra Halla gamla og Halldórs Egils ; eru ţetta ekki báđir staurblindir  FLfokks menn  ?

    En ég man ţá tíđ er bćndur andskotuđust út í Guđberg (ég er bóndasonur) , kannske var ástćđa til ţess - sem ég reyndar tel , sem og Kiljan , en ţađ breytir ekki ţeirri stađreynd ađ hann var frábćr í viđtalinu , já hreint fór á kostum - hćgt ađ líkja honum viđ stórriddarakrosshafann í prumpi hann Braga Kristjóns .

Hörđur B Hjartarson, 10.11.2010 kl. 13:34

7 Smámynd: Hörđur B Hjartarson

  Es.: Kannske eru ţetta tvćr stjörnur sem almenningur sér allt skiniđ frá , ekki fyrr en ţeir eru komnir undir grćna torfu - mađur verđur svo skrambi góđur eftir ađ mađur er farinn . 

Hörđur B Hjartarson, 10.11.2010 kl. 13:37

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband