Að velja á stjórnlagaþing

Það er erfitt verk að velja á stjórnlagaþing. Við sem erum í forsvari fyrir Heimssýn og þar með andstöðuna við aðild Íslands að ESB erum mörg spurð hvern eigi að kjósa til þess að koma í veg fyrir að Ísland gangi í ESB. Stórt spurt.

Nýlega auglýsti Heimssýn eftir afstöðu frambjóðenda til fullveldisins og nú hefur nokkur hópur svarað. Þann lista má sjá hér. 

Það er auðvitað mjög umdeilanlegt að setja þessa kosningar í skotgrafir baráttunnar um ESB aðild og ekki frá okkur andstæðingum aðildar komið. ESB hefur beinlínis kallað eftir þessum víglínum því í nýlegri ársskýrslu þess um viðræðurnar við Ísland er því haldið fram að Íslendingar muni á Stjórnlagaþingi breyta stjórnarskránni í þá veru að gera fullveldisafsal auðveldara. Smekkleysi þessa stórveldis í afskiptum af innanlandsmálum eru engin takmörk sett. 

Sjálfum er mér illa við að hlutast til um lýðræðislega kosningu til Stjórnlagaþings með þeim hætti að segja að  þessir séu fullveldinu og lýðveldinu þóknanlegri og aðrir séu það ekki en rétt er að benda á að öllum frambjóðendum er frjálst að svara Heimssýn,- eða gera það ekki.

Svo eru vitaskuld til fleiri leiðir. Þannig hefur verið smíðuð sérstök leitarvél þar sem hægt er að slá inn ákveðnum hugtökum og leita í stuttum stefnupunktum sem frambjóðendur hafa kosið að setja á vef dómsmálaráðuneytisins. Vélin er hér: http://www.andrimar.is/malefnaleitin

Hér er hægt að slá inn hugtökum eins og fullveldi, lýðræði eða jafnrétti en það eitt að orðið komi fyrir er vitaskuld ekki trygging fyrir neinu en auðveldar engu að síður leitina að  viðhorfum frambjóðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kannast ekki við að hafa fengið spurningar frá Heimssýn.

Að vísu er ég að drukkna í tölvupóstum en reyni þó að skanna þá vel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.11.2010 kl. 20:50

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ekkert erfitt að kjósa þáttakendur á stjórnlagaþing. Við sleppum öllum pólitíkusum og veljum frambjóðendur úr fólkinu í Landinu...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 24.11.2010 kl. 00:58

3 identicon

Sæll Bjarni.

Ég hef nú ekki fengið tölvupóst frá ykkur, en fengið þá spurningu áður, hvort engin frambjóðandi lýsi því yfir að hann vilji standa vörð um sjálfstæði Íslands og sjálfforræði.

Í mínu kynningarefni kemur fram, að "... ég vilji standa vörð um það sem enn er gott og gilt í okkar núverandi stjórnarskrá, en jafnframt taka ábyrgð og vera þátttakandi í því að móta þær breytingar sem nútíminn kallar á."

Margt má vafalítið færa til nútímalegri vegar í stjórnarskrá okkar... eins og nútíminn kallar eftir.

Ég hef sagt, að við skulum stíga varlega til jarðar (RÚV) og flýta okkur hægt. (DV grein frambjóðanda).

Margur íslendingurinn þráir einnig frið og sátt í samfélaginu, og lítur á Stjórnlagaþingið sem lið í því að ná þeirri sátt.

"Sjálfstæði Íslands og sjálfforræði er sá sproti sem við eigum að hlúa að og vernda alla tíð."

Með bestu kveðju.

Sigrún Vala Valgeirsdóttir (7704).

Sigrún Vala Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 02:04

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Samkvæmt listanum virðast það bara vera karlar með stór egó sem vilja ganga frá stjórnarskrá þannig að hún útiloki alþjóðlega samninga eða samvinnu þjóða. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.11.2010 kl. 03:00

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er ekki bara best að gefa þessu frí og  fara bara í göngutúr á kjördag? Það mun ekki koma nokkur skapaður hlutur út úr Stjórnlagaþingi, sannaðu til.

Halldór Egill Guðnason, 24.11.2010 kl. 05:20

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef oft bloggað um þetta og er á nákvæmlega sama máli: ÞAÐ ER EKKERT AÐ NÚVERANDI STJÓRNARSKRÁ, kannski þyrfti að "strekkja á" nokkrum atriðum og ítreka önnur og setja inn ákvæði varðandi þjóðaratkvæði en vandamálið er þeir sem EIGA að virða stjórnarskrána, sem er Alþingi og stjórnvöld, þar gerir stjórnlagaþing ENGAR breytingar.  Þar af leiðandi ætla ég EKKI að taka þátt í þessum skrípaleik sem stjórnlagaþing er.

Jóhann Elíasson, 24.11.2010 kl. 09:33

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigrún Vala Valgeirsdóttir (7704). "... ég vilji standa vörð um það sem enn er gott og gilt í okkar núverandi stjórnarskrá, en jafnframt taka ábyrgð og vera þátttakandi í því að móta þær breytingar sem nútíminn kallar á."???

 Getur þú útskýrt þetta betur eða á mannamáli. ertu með ESB eða á móti. Vilt þú stuðla að því Ísland verið sjálfstæð þjóð.???

Valdimar Samúelsson, 24.11.2010 kl. 10:10

8 identicon

Félagi Bjarni !

 Sá pólitíski spuni sem leikinn verður næsta laugardag, er einfaldlega til að draga athygli samfélagsins frá þeim gífurlegu vandamálum sem enn eru óleyst allsstaðar í landinu.

 Hér er um sjónhverfingu að ræða, almenningur hafður að háði og spotti - en sami almenningur síðan látinn greiða fyrir samkvæmisleikinn 700 MILLJÓNIR !

 Niðurstaðan verður eitt heljarstórt NÚLL !

 Hversvegna ?

 Jú, það verður sem Rómverjar sögðu.: " Corruptissima in republica plurimase leges" - þ.e. " Því fleiri lög sem sett eru -því meiri þjóðfélagsspilling" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 22:34

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Valdimar Samúelsson. Ísland verður áfram sjálfstæð og fullvalda þjóð þó við göngum í ESB. Við töpum ekki fullveldi okkar eða sjálfstæði þó við göngum í ESB og í því efni breytir engu hversu oft ESB andstæðingar enndurtaka oft sitt kjaftæði um eihvern missir í því efni.

ESB eru samtök 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisþjóða í Evrópu, sem hafa það að markmiði að bæta lífskjör allra aðildarríkja sinna. Það felst hvorki afsal á fullveldi né sjálfstæðí að ganga til samvinnu við þær þjóðir í þessu efni.

Sigurður M Grétarsson, 28.11.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband