Mikilvægara en niðurfærsla

Ég ætla ekki að segja hvort þessi tala á að vera 175 þúsund eða 215 þúsund en það er eitt mikilvægasta verkefni endurreisnarinnar að hækka lægstu laun.

Við hrunið lenti umtalsverður hópur launafólks undir fátæktarmörkum, hópur sem var á mannsæmandi kjörum áður. Vinstri stjórnin hefur gert mikið til að koma til móts við þennan hóp og í fyrsta skipti í áratugi hefur kjaraskerðing bitnað meira á hinum efnameiri. En samt er ekki nóg að gert. Lægstu laun eru hættulega langt fyrir neðan meðalbætur. Slíkt fyrirkomulag er mjög hættulegt fyrir þjóðarhag og enn verra fyrir þjóðarsálina.

Kostnaður við að hífa upp lægstu laun er smávægilegur miðað við t.d. kostnað við hina margræddu niðurfærslu lána og margfalt mikilvægara verkefni.


mbl.is Lægstu laun yfir 200 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo sem alveg hægt að debatera það hvort sé vitlausara, þessi niðurfærsla sem sýnt hefur verið fram á að kostar óhemju mikið fé og skilar takmörkuðum árangri eða að auka atvinnuleysi í landinu með að hækka lágmarkslaun sem gera fátt annað en að hefta vinnuveitanda í að ráða fólk sem hann annars hefði efni á að ráða.

Yeboah (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir innflutt vinnuafl er ekki af hinu góða því meðan lægstu laun eru svo lág sem raun er þá getum við ekki búist við öðru!

Sigurður Haraldsson, 29.11.2010 kl. 21:22

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þarna er greinilega verið að tala um fólk ____ EKKI  öryrkja eða ellilifeyrisþega - þeir eru ekki taldir með fólki enda þeirra laun undir þessu lágmarki.

Erla magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2010 kl. 00:05

4 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það þarf bara einfaldlega að reikna út framfærslu viðmið hér sem er samræmt allstaðar í kefrinu, já og auðvitað þarf að hækka lægstu launin, en það þarf líka að hækka örorkubætur, sú umræða sem ég hef heyrt um að ef bætur eru hækkaðar þá vill fólk ekki af þeim eru mesta skrumskræling sem ég hef vitað um, heldur fólk virkilega að það sé svo gott að vera á örorkubótum ? heldur fólk virkilega að maður vilji vera veikur ? hverskonar andskotans hálfvita umræða er í gangi í þessu samfélagi. - Er sjálfur öryrki vegna veikinda en vildi miklu frekar geta unnið eins og maður - er með 4 börn á heimilu og ekki nokkur leið að endar nái saman á þeim bótum sem eru í boði í dag.

Steinar Immanúel Sörensson, 30.11.2010 kl. 00:30

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Því miður var verið að greiða allt of lága launataxta meirihluta góðærisins meinta, og frysting skattleysismarka um 1995, var og er sami skandallinn.

Vandinn er samkrull vinnuveitenda og verkalýðshreyfingar svo ekki sé minnst á stjórnvöld sem ætíð komið hafa inn í þann pakka ár eftir ár.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.11.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband