Að lokum er rifist um ekkert...

... Hér austanfjalls er algengt að menn trúi á Njálu líkt og í öðrum jarðarplássum er trúað á Testamentin eða Kóraninn. Í trúarriti þessu, sem er mikil kennslubók í pólitík, er flærðin yfirleitt skammt undan. Og einnig þar lyktar öllum deilum með því að rifist er af mestri heift um ekkert. Þannig er Gunnar á Hlíðarenda að lokum drepinn fyrir litlar og óljósar sakir og deilur Flosa og Njálssona rekur í strand út af ómerkilegri tusku í sáttagulli eftir Höskuld hvítanesgoða. Þegar Flosi efast um að Skarphéðinn sé maður orða sinna er fjandinn laus.

Líkt þessu var andrúmsloftið á nýlegum flokksráðsfundi VG þar sem að lokum var tekist á um tvær tillögur sem báðar virðast við skoðun merkja það sama þó að þær séu kannski misgreinilegar.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Snilld he he...

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.12.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður.

Það er mikils um vert að vera ekki  með evrópuhugsjónaman í sjávarútvegsráðuneytinu núna.  

Sigurður Þórðarson, 2.12.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband