Með nórunni í bælinu á nýárinu

Ekki byrjaði vinnuvikan glæsilega því þegar ég var rétt að renna mér á bílpútunni minni upp úr draganum sem myndast þar sem vegurinn yfirgefur gömlu Geithálsskvompuna, eiginlega þar í fyrsta brekkustúfnum sem er þó eiginlega ekki brekka heldur meira eins og örlítil hækkun og vegurinn sveigir til suðurs nema maður fari inn í Mosfellssveit beint sem er þá til norðurs en það var ég ekki að gera heldur bara að fara í vinnuna niður á mölinni við Hörpuna og þá heltist yfir mig slík vanlíðan að helst datt yfir mig að hugsa um sósur eða farsbúðinga en staðreyndin var að allt kom þetta til af ógleði samfara velgjulegum magakitlingi sem er eiginlega ekki prenthæfur og kominn í ráðuneytið var ég byrjaður með slagveður og haskaði mér strax heim aftur eftir að hafa neitað mér um þann munað ársins að kyssa ráðuneytisstelpurnar gleðilegt ár því það eru nú takmörk fyrir því hvað margir geta verið slagveðri í einu í einu ráðuneyti og hér hef ég svo legið og sofið þegar ég hef ekki þurft að sinna líkamsþurft minni og vist þessi öll eitthvað svo óskemmtileg að það er alls ekki hægt að ætlast til að nokkur maður lesi þetta blogg.

Í dag fékk ég svo sjúkdómsgreiningu en pest þessi sem er yfirleitt stutt (7-9-13) ku heita Nóra sem er kvenkenning enda pestir kvenkyns en dregur vitaskuld nafn sitt af þingeyskum manni sem heitir Arnór sem fyrstur fékk þessa aðkenningu, sumir segja eftir ferðalag í Þistilfjörðinn en aðrir halda að hann hafi þvælt sér til Brussel þar sem allir eða flestir eða að minnsta kosti sumir eru með pest og jafnvel þessa pest og er mikil ábyrgð þeirra manna sem bera jafn kvalafullan rumb úr ókunnum sóknum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóra þessi er trúlega  ættuð frá Brusesel,þaðan eiga eftir að koma vondar pestir.En við skulum berjast gegn þessum Brusselpestum með hörku. Það er þessi ráðgáta með Þistilfjörðin,einn af sonum hans mætti vera meira þjóðhollari en hann er,og fyrsti stafurinn byrjar á Steingrímur J Sigfússon.

Númi (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 22:45

2 identicon

Þingeyskan Arnór ættir þú að þekkja úr Tungunum og vinnur sá varla í meiri fjarlægð frá Hörpunni en þú?

Glúmur (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 23:32

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

...og væntanlega verða menn grænir vinstra megin af þessari óværu....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 4.1.2011 kl. 23:41

4 identicon

ÆÆÆ Bjarni minn leitt að heyra. Vona samt að þið hjónin eigið gleðilegt ár þó byrjunin sé örlítið hæðótt Vil svo þakka ykkur fyrir ánægjuleg kynni á liðnu ári, bóndinn biður að heilsa. Kv að austan.

(IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband