Gott og nauðsynlegt...

Það er ekki bara gott að stjórnmálaleiðtogar komi nú hver á eftir öðrum og fordæmi daður frjálslyndra við rasisma. Það er algerlega nauðsynlegt. Í stjórnmálum eru ákveðin grundvallaratriði sem þurfa að vera á hreinu. Þar efst á blaði er virðing fyrir mannréttindum óháð kyni, kynþætti, kynhneigð og yfirleitt öllu sem gerir okkur börn heimsins ólík hvert öðru...

Einhverjir hafa líka lagt þetta svo út að kaffibandalagið sé nú endanlega úr sögunni og það er líklega rétt. Enda eðlilegt, fjórflokkurinn á Íslandi er nánast lögmál og hefur verið í bráðum 1000 ár. Sjálfur hef ég enga trú á að til verði raunverulegir og lífvænlegir stjórnmálaflokkar aldraðra eða svokallaðra framtíðarbarna. Og líklegast þykir mér að Frjálslyndi flokkurinn verði varla á vetur setjandi eftir næstu kosningar.

Þar með skapast líka ný staða í bollaleggingum um stjórnarsamstarf og við getum farið að kalla hlutina réttum nöfnum: Samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks væri þá ný viðreisnarstjórn, samstjórn vinstri flokkanna þriggja, Framsóknar, Samfylkingar og VG vinstri stjórn og samstjórn VG og Sjálfstæðisflokks,- æi heitir það eitthvað. Líklega eitthvað svo dularfullt og sjaldgæft að enginn kann á því nafn!

Meira um innflytjendamálin síðar - þar er virkileg þörf á raunverulega frjálslyndri umræðu sem tekur mið af aðlögun, jafnrétti og víðsýni en ekki rasisma og þröngsýni.


mbl.is Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Er ekki inni í blogginu á pólitískum forsendum fyrir ákveðinn flokk. Heldur hlutlaus og reyni að vera  málefnaleg.

Er ekki verið að blása út rasismann hjá frjálslyndum? Stjórnarandstaðan  blæs út hræðsluáróður þess vegna. Las stefnuræðu Guðjóns og finnst ekki hún bera vott um rasisma heldur vill hann gæta réttinda allra bæði atvinnulega og samfélagslega. Hvaða ríkisstjórn verður er efitt að spá um fyrr en búið er að telja upp úr kjörkössunum. Samfylgingin kemur nú vart til greina ef fylgið hrapar eins og nú virðist vera.

Sammála þér um að séframboð svo sem eldri borgar eru ekki vænleg til árangurs. Þess ber samt að gæta að þessar sterku raddir hafa komið fram vegna þess að kjörin eru ekki í samræmi við það sem við höfum efni til veita.

 Kveðja

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 2.2.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er nú ekki allt  í lagi að hafa það sem sannara reynist.

Hér tek ég upp úr málefnahandbók Frjálslyndaflokksins það sem ég fann í fljótheitum um innflytjendur og fleiri sem þarf að vernda og verja.  Þetta er allt saman í fullu gildi.

 Velferð og mannréttindiBörn og réttindi þeirra • Eldra fólk • Félagsmál • Innflytjendur ogflóttafólk • Jafn réttur karla og kvenna • Málefni fatlaðra og öryrkjaMannréttindi • Táknmál • Velferðar- og skattamál • Mannréttindi  MANNGILDIÐ Í FYRIRRÚMIVirðing fyrir einstaklingnum og fjölbreytileika mannlífsins.Frjálslyndi flokkurinn vill tryggja réttindi einstaklinganna og frelsi þeirra til aðvelja svo framarlega sem það verður ekki öðrum til tjóns.Fólki líður best þegar það býr við frelsi samhliða kröfum um að það beri ábyrgðá gerðum sínum. Fólki ber að taka ábyrgð á eigin lífi. Það hefur einnig ábyrgðarskyldugagnvart öðrum manneskjum og þjóðfélaginu sem það lifir í.Frumskilyrði fyrir sköpun góðs samfélags er að einstaklingarnir finni til persónulegrarábyrgðar til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Tryggja ber einstaklingumeins mikið frelsi og hægt er til að þeir geti skapað sjálfum sér sembest lífsskilyrði. Þannig skapast verðmæti sem koma þjóðfélaginu til góða.Það er engin þversögn fólgin í því að tala um frelsi einstaklingsins samfara velferðþjóðfélagsheildarinnar. Sterkustu þjóðfélögin eru þar sem fólkið kemursaman af fúsum og frjálsum vilja til að leysa verkefni eða sinna áhugamálum.Þeim sem spjara sig sjálfir ber siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem hallokastanda í samfélaginu. Bæði með frjálsum framlögum og fyrir tilstilli hins opinbera.Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir samfélagi sem einkennist af umburðarlyndi, réttlætiog jafnræði, þar sem frjálsir þjóðfélagsþegnar eru virkir þátttakendur ogbera ábyrgð á sjálfum sér og samfélaginu. Við trúum því að hægt sé að skaparéttlátara samfélag þar sem auðlindum landsmanna er skipt þeirra á meðal meðsanngjarnari hætti en nú er.Kjarni frjálslyndrar stjórnmálastefnu er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarraeinstaklinga til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar '6Fg frelsis til að kjósa séreigin lífsstíl. Þetta þýðir ekki að frjálslynd stjórnmálastefna einkennist af stefnuleysi.Frjálslynt fólk berst fyrir því að þeir sem hafa ákveðnar skoðanir standi fyrirþeim, en að þeir verji jafnframt rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir.4Grundvallaratriði er að allir landsmenn eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustuóháð búsetu og efnahagForvarnastarf á heilbrigðissviði verði eflt og fræðsla aukin um holltmataræði og heilbrigða lífshættiAlmenningi verði tryggður sami réttur til tannlæknaþjónustu og annarrarheilbrigðisþjónustuMálefni geðfatlaðra og annarra öryrkja fái aukið vægi með fjölgunúrræða og bættri þjónustu með áherslu á að þeir geti verið virkir þátttakendurí samfélaginuAldraðir geti valið um stuðning í heimahúsum eða dvöl í vernduðuumhverfiKostnaðareftirlit verði eflt varðandi lyfjakostnað í heilbrigðisþjónustuog þátttöku almennings í lyfjakaupumRannsóknar- og þróunarstarf verði eflt og kannaðir möguleikar á þvíað einhverjir þættir heilbrigðisþjónustu verði markaðsvara og atvinnuskapandialmennt og á alþjóðavísu, þ.e. aukin sjálfbærni heilbrigðiskerfisán þess að minnka samtryggingunaAukin áhersla verði lögð á endurhæfingu eftir sjúkdóma eða slys meðþað að markmiði að færni hvers einstaklings nýtist honum og þjóðfélaginusem bestFjölskyldur langveikra barna fái sérstakan stuðning með þátttöku íkostnaði og atvinnutapi  RÉTTUR EINSTAKLINGSINS TIL FRELSISFólk hefur rétt til að lifa sínu lífi án afskipta annarra, að því tilskildu að lífsmátiþess skerði ekki rétt annarra, eða brjóti gegn lögum og reglum þjóðarinnar.Ávallt ber að standa af árvekni vörð um ákvæði stjórnarskrárinnar er varða réttindieintaklinganna. Ríka áherslu ber að leggja á virðingu fyrir sjálfstæðum réttieinstaklingsins. Sömu réttindi skulu gilda fyrir alla, óháð stjórnmálaskoðunum,trú, litarhætti, kynferði eða kynhneigð.• Opnari og einfaldari stjórnsýslaINNFLYTJENDUR OG FLÓTTAFÓLKLeggja þarf aukna áherslu á íslenskukunnáttu innflytjenda til að auðvelda þeim þátttöku í íslensku þjóðfélagi. Tryggja ber að þessi hópur njóti félagslegs jafnréttis og geti tekið fullan þátt í samfélaginu, öllum til hagsbóta.Íslenskt þjóðfélag mun í framtíðinni að hluta til verða myndað af hópum fólkssem á rætur að rekja til ólíkra menningarheima. Frjálslyndi flokkurinn telur aðtilkoma fólks af erlendu bergi brotið leiði til víðsýni meðal þjóðarinnar og aukisamkeppnishæfni hennar á alþjóðavettvangi.Ísland á ekki að skorast undan ábyrgð í málefnum flóttafólks. Einnig ber Íslendingumað taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi á erlendum vettvangi.34Hér er svo  

Hér er svo úr stjórnmálaályktun sem samþykkt var á síðasta landsþingi Frjálslynda flokksins um innflytjendamál. 

 Hér 4. Málefni innflytjenda:



Frjálslyndi flokkurinn metur mikils vinnuframlag erlends fólks við uppbyggingarstarf í íslensku samfélagi síðustu misserin.



Margt af þessu fólki mun dvelja hér langdvölum og ber samfélaginu skylda til að veita því stuðning og hjálp til aðlagast íslensku samfélagi, m.a. með íslenskukennslu.



Frjálslyndi flokkurinn telur afar nauðsynlegt að stjórnvöld hafi fullt eftirlit með komu erlends verkafólks inn á vinnumarkaðinn og tryggi að réttur þess sé virtur og aðbúnaður mannsæmandi. Flokkurinn telur að fólk sem hingað kemur eigi að geta notað sína menntun og fagþekkingu á innlendum vinnumarkaði, enda sé fullgildum skírteinum framvísað.



Frjálslyndi flokkurinn mun þó beita sér fyrir að undanþága sú, sem samið var um í EES-samningnum, varðandi innflutning verkafólks frá aðildarlöndum EES, verði nýtt og innflutningur takmarkaður, í samræmi við ákvörðun íslenskra stjórnvalda.



Yfirvöld verða á öllum tímum að hafa stjórn á því hverjir og hvað margir innflytjendur koma til landsins. Jafnframt ber öllum, sem sækja hér um dvalarleyfi, að skuldbinda sig til að hlíta íslenskum lögum og stjórnarskrá.



Frjálslyndi flokkurinn varaði á Alþingi við afleiðingum þess að nýta ekki undanþáguákvæði um frjálst streymi fólks frá nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins til landsins. Ríkisstjórnin neitaði að hlusta á þau varnaðarorð sem þingmenn Frjálslynda flokksins höfðu uppi, auk þess sem ríkisstjórnin vanrækti að marka stefnu í málefnum innflytjenda.



Ekkert gerðist í þessum málum fyrr en Frjálslyndi flokkurinn hóf umræður um innflytjendamál sl. haust.



Íslenskt þjóðfélag er að breytast í fjölmenningarþjóðfélag og er afar mikilvægt að nýir borgarar aðlagist samfélaginu og kynnist menningu þjóðarinnar og tungu.er

Það sem hér er ritað eru samþykktir í málefnahandbók flokksins, það sem allir félagsmenn hafa lofað að virða og fara eftir.  Og þeir menn sem þar eru í forsvari verið með í að semja það plagg.  En æruníð og árásir eru sennilega djúpt grafnar í þjóðarsálina ásamt populisma og að hlaupa eftir því fólki sem tjáir sínar gruggugu hugsanir oftar en ekki illagrundaðar.  Það er von að við höfum það fyrirkomulag sem við höfum.  Við erum ekkert annað en fé sem eltir forystusauðina hvað sem þeir jarma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2007 kl. 16:23

3 identicon

Sæll, Bjarni og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Vísa þér til pistla, hjá þeim Magnúsi Helga Björgvinssyni og Hirti J. Guðmundssyni, á spjallsíðum dagsins.

Vona bara, að þú ígrundir brýningu mína, til hinnar ágætu og frómu Eyjakonu, Eyglóar Harðardóttur; og takir til þíns rycktis , af kostgæfni.

Þakka þér fyrir góðan þátt, með Jóni Ársæli Þórðarsyni, á dögunum, mjög skemmtileg stund.

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þar sem ég er stödd í vinstri grænni grasrótinni get ég ekki annað en glaðst yfir því að fá svona afdráttarlausa yfirlýsingu frá mínu fólki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2007 kl. 01:44

5 identicon

Bjarni, álítur þú Pólverja, Rúmena, Búlgara og aðra í Evrópu vera af öðrum kynþætti en okkur Íslendinga? Ef svo er ert þú farinn að undirflokka mannkynið og hver er þá rasisti? Nasistarnir í Evrópu voru einhverjir mestu rasistar sem um getur. En þeir töldu sig ekki vera af sama kynþætti og t.d. Slavar, Rómanar og Gyðingar - þótt þeir í raun væru það!

Guðmundur G. Hreiðarsson.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 09:55

6 identicon

Sæll Bjarni

Hingað til hef ég verið nokkuð sammála þínum málflutningi enda hefurðu ekki alltaf tekið hina pólitísku rétthugsun sem algildum sannleik. En nú bregður öðruvísi við. Hvar hefur það komið fram að Frjálslyndir "daðri við rasisma"? Aldrei að mínu viti. Þeir hafa hinsvegar þorað ræða þau mál sem hinir flokkarnir eru of hræddir til að ræða en fólk almennt á vinnumarkaði ræðir mikið sín á milli. Þessi umræða sem frjálslyndir hafa byrjað var nauðsynleg og nú skiptir máli hvað hinir flokkarnir hafa að segja en komi sér ekki frá því að hafa stefnu og benda á að einhver sé rasisti án þess rökstyðja það frekar. Ég hef hingað til verið á miðjunni, óflokksbundinn, en kosið Samfylkingu. Ég hef hinsvegar búið í Danmörku og þekki til þessara mála þaðan. Ég vil meina það að Íslendingar eru upp til hópa ærið barnalegir þegar þessi mál eru rædd í það minnsta íslenskir stjórnmálamenn og kaffihúsaspekingar. Hvers vegna höldum við það alltaf að þeir sem komu hingað munu frá fyrstu tíð tileinka sér okkar lífsviðhorf og sýn á lífið, t.d. hvað varðar rétt einstaklingsins. Hjá mörgum þjóðum er þetta bara ekki svona, ja enn sem komið er. Ég er alltaf mjög hissa þegar ég heyri ísl. feminísta verja múslima sem mest þeir mega en gagnrýna síðan Vesturlönd almennt um slæmt hlutskipti.

Með kveðju, Gísli

Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 13:56

7 identicon

Get tekið undir hvert orð hjá Gísla, nema að ég hef ekki búið í Danmörku og mörgum sem ég heyri sömu skoðunar. Tel fráleitt að þú eða aðrir landir atkvæðum með svona ósannindavaðli .............

Hafsteinn Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 14:34

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er reyndar ekki langt síðan það þótti hinn versti rasismi hér á landi, a.m.k. af mörgum, að tala um aðlögun þegar innflytjendamál voru annars vegar ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.2.2007 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband