Athyglisverður evrufundur í hádeginu


jonas_billede.jpgSænski þingmaðurin Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12:30.

Jonas situr núna á rikisdeginum en var áður þingmaður á Evrópuþinginu. Hann beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Jonas er í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar þingsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BJARNI EKKERT EVRU KJAFTÆÐI

gisli (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 10:15

2 Smámynd: Vendetta

Segðu okkur meira frá þessum merka manni, Bjarni. Alltaf fróðlegt að heyra reynslu erlendra ESB-andstæðinga, sérstaklega Evrópuþingmanna sem þekkja innviði ESB.

Vendetta, 23.2.2011 kl. 16:08

3 Smámynd: Vendetta

Eða hef ég misskilið eitthvað? Í frétt um þetta stendur:

"Sjöstedt beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar."

Það stendur ekki "beitti sér gegn ESB" og "beitti sér gegn upptöku evru" og er fréttin þannig tvíræð. Geturðu upplýst um þetta, Bjarni?

Vendetta, 23.2.2011 kl. 16:19

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef ekki áhuga á manninum nema hann hafi beitt sér geng aðild ESB. Afhverju er mönnum ekki boðið að koma til landsins sem eru á móti ESB

Valdimar Samúelsson, 23.2.2011 kl. 16:24

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vandetta, þú veist betur og ert með útúrsnúning.

Sjösted beitti sér fyrir þessum kosningum vegna þess að þingið ætlaði að taka ákvörðun án þess að spurja sænska kjósendur um þeirra viðhorf!

Gunnar Heiðarsson, 23.2.2011 kl. 21:29

6 Smámynd: Vendetta

Nei, Gunnar, ég er ekki með útúrsnúning. Ég hafði ekki lesið mér til um þennan mann og vissi ekkert um hann. Þess vegna spurði ég í seinni athugasemdinni, því að allt í einu, þegar ég las fréttina yfir aftur, tók ég eftir að hún var tvíræð. Tvíræðni er sama sem upplýsingar sem eru ekki einhlítar og geta misskilizt.

Berðu það sem þú skrifar: "Sjösted beitti sér fyrir þessum kosningum ..." saman við það sem fréttamaðurinn skrifaði: "Hann beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni ...". Merkingin í þessum tveimur setningum er gjörólík. Það sem þú skrifar er einhlítt hvað varðar afstöðu Sjösteds, en ekki það sem fréttamaðurinn skrifaði.

Svo held ég að málið sé útrætt. Aðalatriðið er að hann er ESB-andstæðingur. Það eru margir fleiri evrópskir ESB-andstæðingar sem sitja á Evrópuþinginu, sem líka mætti bjóða hingað til að halda erindi.

Í þessu sambandi vil ég benda Heimssýn á að í öðrum Evróplöndum geta ESB-andstæðingar etv. fengið styrk frá ESB til að halda uppi baráttu gegn ESB, skv. jafnræðisreglu. Það er amk. hægt fyrir hverjar kosningar, sem hafa með ESB að gera.

Vendetta, 23.2.2011 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband