Stærsta netbókabúð landsins

996lrenningur_netbud_copy.jpg

Ef litið er til vöruúrvals þá er enginn vafi að  netbókabúðin okkar bokakaffid.is er sú stærsta í landinu. Titlarnir eru nú orðnir rúmlega tólf þúsund talsins og sífellt að bætast við. Það þarf líka ef þessi fjöldi á að haldast því mikið fer út og stundum er kapp að ná eftirsóttum titlum. 

Af þessum tólf þúsund titlum eru um tíu þúsund notaðar bækur sem aðeins eru til hjá okkur í einu eða tveimur eintökum og verðið er hagstætt. Þrátt fyrir allmarga gullmola þá er meðalverðið aðeins um 1100 krónur og hér er að finna fjölmargar bækur á 200, 300 og 400 krónur. Alls eru um 5000 titlar sem velja má um fyrir 700 krónur eða minna. 

Sextánhundruð níutíutvær bækur í flokki íslenskra fagurbókmennta og nítjanhundruð tuttuguogfjórar af erlendum segja líka sína sögu. Við erum ekki síður hreykin af ævisagnahillunum okkar sem telja nú 1589 titla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ég er nú ekki viss um að þetta sé rétt hjá þér. Hún er án efa með sérstökustu titlana með eldri bækur. Ég skal viðurkenna að ég hef ekki talið titlana en þeir eru ansi margir til hjá bóksölu stúdenta. http://www.boksala.is/

Um leið og það er frábært hvað netið getur gert, að hægt sé að byggja upp bókabúð á selfossi sem getur státað sig af þessu, þá er samt eitthvað við það að fara í alvöru bókabúð og fletta bókunum (sérstaklega gömlu).

TómasHa, 24.2.2011 kl. 23:00

2 identicon

Nú læt ég reyna á þig Bjarni,mig vantar bækurnar um Dalamenn 1-3 og þá vantar mig bækurnar um austur og vestur Skaftfellinga. Lát heyra og rita.?

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:14

3 identicon

flott hjá þér Bjarni við biðjum að heilsa magga kveðja að vestan.

gisli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 09:25

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

Númi: Ég vil nú síður þurfa að svara fyrirspurnum hér í athugasemdakerfinu en Dalamenn er fágæti, ég hef tvisvar fengið hana og í báðum tilvikum hefur nú stoppað stutt. Ég veit ekki alveg hvað þú átt við í hinu, það koma nokkrar til greina. Ég á ábúendatöl þessara sýslna.

Bjarni Harðarson, 26.2.2011 kl. 23:06

5 identicon

Takk fyrir Bjarni,mun fá mér bíltúr fljótlega austur og kíkja á bókakaffið/bókabúðina  í leiðinni .

Númi (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 12:09

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Sæll Bjarni ! Átt þú Íslenska sjávarhætti- ef svo þá hvað er verðið og ástand bókanna , eru þær nýjar eða ?

Hörður B Hjartarson, 27.2.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband