Svindilbrask með opinberu aflátsbréfi

Þegar við horfum á marggjaldþrota stórfyrirtæki í eigu sömu manna, óréttlát undirboð og hreina kúgun sömu fyrirtækja gagnvart framleiðendum, krosseignatengsl fyrirtækja sem eiga að keppa sín í milli og endanlegan dauða hins smáa og heiðarlega þá sér hver sem það vill sjá að þetta sem kallað er markaðssamfélag er í fæstum tilvikum annað en svindilbrask með opinberu aflátsbréfi.

Sjá nánar, 1. maí ræða hjá Stefnu á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eftirfarandi datt svona ofan í mig við lestur þess ofangreinda. Afsakið, en ég verð að segja þetta Bjarni, annað væri ekki sanngjarnt;

Þegar við horfum á marggjaldþrota stjórnmálaflokka í eigu sömu manna, óréttlát undirboð og hreina kúgun sömu flokksforystu gagnvart þingmönnum, krosseignatengsl (og pólitísk innherjaviðskipti) Vinstri grænna við Samfylkinguna sem eiga að keppa sín í milli og endanlegan dauða hins smáa og heiðarlega atkvæðis skattgreiðenda og kjósanda þá sér hver sem það vill sjá að þetta sem kallað er Vinstri grænir er í fæstum tilvikum annað en svindilbrask með opinberu aflátsbréfi.

Bestu kveðjur

PS; pólitísk græðgi er ófögur sjón og mun alvarlegri og óæðri hinni efnahagslegu græðgi. Mun erfiðara er að uppræta pólitíska græðgi og afleiðingar hennar eru svæsnari og skaðlegri.  

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2011 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband