Sterk málsvörn fyrir Geir...

Geir H. Haarde hefur fengið mikilvægan liðsmann í baráttu fyrir því sjónarmiði að ráðslag stjórnvalda í hruninu skuli ekki koma til kasta dómstóla.

Lýður Guðmundsson (Exista, Kaupþing, Sparisjóðirnir, VÍS og fleira og fleira), skrifar harðorða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann heldur því fram að rannsóknir hér eftir hrun séu nornaveiðar þar sem alltof margir blásaklausir menn hafi nú réttarstöðu grunaðra. Og telur að ákæran á Geir sé hluti af þeim.

Hvað sem mönnum finnst um ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra þá blasir við að ef fallið yrði frá henni er rökrétt að falla þá einnig frá velflestum rannsóknum á svokölluðum útrásarvíkingunum og þeirra sendisveinum.

Var þetta ekki bara allt saman þessum Lehman að kenna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lýður er með þessari líkingur við Geira að reyna að draga sinn vonlausa málflutning  upp á sama  plan og mál Geirs sem er vitaskuld fárálegt.

Geir var þó (af veikum mætti) að berjast við eldinn en Lýður kynti undir.

Skammastu þín.

Guðmundur Jónsson, 22.6.2011 kl. 12:48

2 identicon

Geir er ákærður fyrir að brjóta ákvæði í lögum um ráðherraábyrgð ("ef hann annars framkvæmir sjálfur, fyrirskipar framkvæmd á eða lætur viðgangast að framkvæmt sé nokkuð það, er fer í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, eða lætur farast fyrir að framkvæma nokkuð það, sem þar er fyrirskipað eða veldur því, að framkvæmd þess farist fyrir"), en til vara fyrir vanræksluákvæði í almennum hegningalögum, en það ákvæði nær aðeins til opinberra starfsmanna ("...um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu...). Geir er ekki ákærður fyrir neitt annað. Mörgum finnst lýsing á glæpnum ófullnægjandi (mikill meirihluti í nýbirtri könnun MMR er andvígur málsókninni).  Ég þekki engan útrásarvíking eða sendisvein, sem er ákærður á hliðstæðum grundvelli eða fyrir að brjóta sömu ákvæði. Tröll hafi "rökréttan" samanburð þinn í þessu máli, Bjarni sæll.

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 12:57

3 identicon

Sýnist Lýður vera með þessu að hengja vagn sinn aftan í samúðarlest Geirs. Ég er sammála athugasemdunum hér að ofan, þetta eru gjörólík mál.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 13:07

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þér flestra manna, ætti að vera ljóst, að lofræður voru bannaðar til forna, það var talið geta orðið hreinustu níð og fjölmæli.

Ég leyfi mér að líta svo á, að þessi ummæli falli undir þennan skilning forfeðra okkar

Bjarni Kjartansson, 22.6.2011 kl. 13:31

5 identicon

úff, ekki var nú beint eytt miklum pælingum í þennan pistil :)

-sigm. (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 14:33

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

man enginn nú hver það var sem sagði að þetta væri allt lehman að kenna og best væri að gera ekki neitt... gaman að varnarsveit sem kemur geir til hjálpar. en ég sá þessa könnun um 55% og tel hana nú ekki auka líkur á að þar sé endilega rökrétt eða skynsamleg skoðun á ferðinni...

Bjarni Harðarson, 22.6.2011 kl. 17:17

7 Smámynd: Sigurgeir Þór Hreggviðsson

Þetta er einmitt kjarni málsins, þetta var Lehman að kenna!

Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 22.6.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband