5 ára afmæli

IMG_3346Sunnlenska bókakaffið fagnar fimm ára afmæli sínu á laugardaginn kemur með útgáfu tveggja nýrra bóka og sérstakri sýningu á fornbókum úr Hrappsey, Leirá, Hólum o.v. Dagskráin hefst klukkan tvö með kaffi og kleinum fyrir gesti og gangandi, allir velkomnir  meðan húsrúm leyfir.

Höfundarnir sem kynna nýjar bækur eru Gunnar Marel Hinriksson en bókaútgáfa okkar gefur út ljósmyndabók hans Selfoss sem er afar sérstætt átthagarit. Þá gefur bókaútgáfan Sæmundur út ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur skáldbónda, Kanil sem fjallar um kynlíf frá sjónarhóli höfundarins.

(Myndin er tekin eftir jarðskjálftann 2008 en á laugardaginn verða flestar bækurnar í hillunum...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með afmælið, þetta er góð verslun/kaffihús sem þið rekið þarna.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.10.2011 kl. 11:22

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með afmælið

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2011 kl. 13:32

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Til hamingju með afmælið ykkar,kem bráðum i heimsókn/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 15.10.2011 kl. 20:51

4 Smámynd: HP Foss

það er nú hálfgerð skömm að því að hafa ekki komið þarna við í þessi 5 ár, fer að jafnaði 20 sinnum á ári í heimahagana, sem gerir 100 skipti á tímabilinu og 200 sinnum framhjá. Úr þessu verður að bæta.

HP Foss, 20.10.2011 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband