Góđu guđir, geriđi mig ađ riskjav-ökumanni

Hér í Indusdalnum hafa hinir vísustu menn fyrir satt ađ eftir dauđann endurfćđumst viđ til nýrrar ćvi. Sumir sem geit, ađra getur hent ađ verđa prins eđa froskur.

  motorc_riksja rikjsa2

Sjálfur á ég mér draum um ađ verđa ökumađur á riksjav. Ţađ er ađ vísu óhentugt ökutćki á Íslandi en líkurnar á ađ endurfćđast ţar eru frekar litlar. Ţar eru hlutfallslega svo fáir og andaheimurinn er hafinn yfir landamćri...

riksja3En semsagt, riksjavdriver! Riksjavin er ţríhjóla farartćki međ litlum tvígengis mótorhjólamótor. Í gerđinni bara mótorhjól međ tveimur afturhjólum og bekk ţar ofan á hásingunni. Í aftursćti komast tveir vestrćnir ferđalangar eđa fjórir heimamenn. Ţessi farartćki smjúga hér um allt og eru mikiđ hentugri í ruglingslegri stórborgarumferđ heldur en bílar.

Fyrst ţegar ég kom hingađ í austursveitir - sem var til Dehli 1985 - ţá voru ţesluxusriksjasi farartćki kölluđ auto-riksjav til ađgreiningar frá eldri gerđ sem var reiđhjól međ ţremur hjólum og bekk. Slík hjól hafa nýveriđ komist í tísku á ferđamannastöđum í Evrópu, t.d. í hef ég setiđ svoleiđis farartćki í Berlín og Versölum viđ París.

En vélknúnu riksjurnar eru komnar um allan ţriđja heiminn. Ég hef setiđ svoleiđis tćki í Perú, Eţjópíu, Marokkó, Kenía og Úganda ađ ógleymdu Indlandi og nú Pakistan. Og einu sinni fékk ég ađ keyra sjálfur, ţađ var á bökkum Amazon. Fyrir okkur dellumenn um mótorhjól er ţađ nokkuđ ţćgileg tilhugsun ađ verđa riksjav-ökumađur í nćsta lífi.

Fullkomnust ţessara tćkja eru svokallađar mótorhjólariksjur sem eru einfaldlega heimamixađar úr skellinöđru. Ţćr eru líka kallađar gingang sem mig minnir reyndar ađ sé eitthvađ líkt ţví orđi sem var notađ um elstu gerđ riksjunnar sem var einfaldlega bekkur á hjólum međ kjálkum framan á sem manni var beitt fyrir.

Mótorhjólariksjan er yfirleitt ekki međ nema um 70 cc vél, eins og skellinađra á Íslandi, en fer samt létt međ ađ draga hús međ sex til átta manns, - ţađ eru bekkir beggja vegna ofan á afturöxlinum. Ég veit ekki hver vélarstćrđin er í venjulegri riksju en ţćr eru međ tvígengisvél og einhverra hluta vegna gaskút sem heimamenn hafa ekki getađ skýrt fyrir mér hvađa hlutverki ţjónar.

skokallinnMyndir: Riksjur og aftur riksjur.

Neđsta mynd: Svo geta menn lent í ađ endurfćđast sem skóverđir viđ stórar moskur. Frekar táfýlulegt starf.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband