Svona er það hjá mógúlum

mogul1Við grípum þetta stundum að þessi eða hinn sé mógull í merkingunni höfðingi og það er enginn vafi að gömlu mógúlarnir voru miklir höfðingjar. Og enn meiri þrælapískarar. Þjóðhöfðingjar með þessu heiti réðu því sem í dag kallast Afganistan, Pakistan og Indland um aldir á nýöld. Þeir komu hingað frá Uzbekistan og voru múslimar. Meðal þeirra frægustu menja er Taj Mahal rétt sunnan við Dehli í Indlandi. En hér í Lahore er líka stór mógúlakastali enda var borgin höfuðborg alls mógúlaríkisins.

Fór í dag og skoðaði kastalann í Lahore og lenti á eftir á kaffihúsi sem var heldur dýrara en Sunnlenska bókakaffið. Kaffibollinn kostaði 300 rúbíur eða 420 krónur. Algengt verð á tebolla hér er annars 15 rúbíur og verðlag á götunni er allt svona 10-20% af því sem er heima. En í lífi hástéttar Pakistana er verðlag á mörgu svipað og heima.

P1220091Á leiðinni ókum við framúr konu sem var að viðra síamskettina sína og eftir heimsókn í kastalann skoðaði ég mjólkurbú. Þetta bú er minna en Mjólkurbú Flóamanna, telur líklega 15 fermetra að gólffleti. Þar voru tveir mjólkurtankar og kannski gerilsneyðingartæki en hreinlæti ekki alveg eins og við erum vön. Hér er mjólkin alltaf soðin fyrir neyslu og mest notuð í te. Helmingur mjólk, helmingur tevatn. Ég hef gefist upp á að biðja um svart te, ef það fæst þá er það yfirleitt mjög þunnt!

 

Mynd 1: Mógúlakastali frá 17. öld. siamskettir

Mynd 2: Moska við hlið kastalans.

Mynd 3: Úti að viðra kettina.

Mynd 4 og 5: Mjólkurbú.

mjolkurbu_heramandi 

mjolkurbu2_heramandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þetta eru framsóknarmenn þarna í mjólkurbúinu hjá þeim.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 12:14

2 identicon

Er þetta ekki nokkurskonar "beint frá býli" hjá þeim.  Sástu ekkert fjós (a.m.k. mjaltaaðstöðu) þarna nærri?

Takk fyrir gott ferðablogg, fínt fyrir þá sem sitja fastir heima yfir kúm og kvígum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 16:01

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Já, þeir voru meðal stofnfélaga í flokknum þessir ásamt okkur Guðna og Gunnari á Hlíðarenda. En nei, nafni, ég held að það séu ekki mjólkurkýr þarna nærri, örugglega einhversstaðar í úthverfum en ekki þarna, byggðin er það þétt og öfugt við Dehli þá eru ekki kýr á götum hér nema bara dráttaruxar sem draga vagna. Slík farartæki eru viðtekin hér í umferðinni við hliðina á bílum, hestum, ösnum og riksjávum.

Bjarni Harðarson, 24.1.2012 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband