Pashtunar eru Hreppamenn

andlit4Af öllum Pakistönum eru fáir eins tilkomumiklir og Pashtunarnir sem búa hér við Khyperskarðið. Það er vegna þeirra sem maður lendir í því bæði í lestum og veitingastöðum að það er orðalaust búið að borga þegar maður kallar á þjóninn. Þrívegis hef ég lent í því í lest að vera meinað að borga teið mitt.

Útlendingurinn er gestur og Pashtuninn sem átti tesjoppuna niður í Multan neitaði að taka við greiðslu frá mér. En það er ekki fyrr en hér í höfuðborg Pashtunanna að ég karlfauskurinn fæ að upplifa það sem er daglegt brauð fyrir fegurðardísir. Átján sinnum sama daginn er mér boðið út að borða. Því miður aldrei af stelpu, þær eru hér skjaldséðar. Þetta er strákar og karlar, sumir vilja bara spjalla, æfa sig í ensku og fræðast um hinn stóra heim, aðrir reyna að selja mér teppi eða og einn var með hengilás sem hann taldi að ég þyrfti nauðsynlega á að halda.  

Þegar ekið er upp til Peshawar, höfuðborgar Pashtuna er þetta eins og þegar ekið er í Hreppana, öðru megin eru fjöllin ómerkileg og meira eins og bungur og klessur en hinu megin eru reisulegar og vel gerðar eftirmyndir af Högnhöfða, Jarlhettum og Bláfelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband