Sigríður verðlaunuð

Kanill, bók Sigríðar Jónsdóttur hlaut í gærkvöldi verðlaunin Rauðu hrafnsfjöðrina sem veitt er ár hvert fyrir athyglisverða kynlífslýsingu í bókmenntum. Sex höfundar voru tilnefndir en Sigríður hreppti fjöðrina við endanlegt val fyrir ljóð sitt, Eins og blíðasti elskhugi.

Pétur Blöndal las upp kvæði Sigríðar en það var Karl Blöndal sem afhenti skáldinu fjöðrina.

 

Eins og blíðasti elskhugi

Ég treysti honum því ég þekki hann.
Hann þekkir mig og veit hvað ég þarf.

Hann sýnir sig
ófeiminn eins og bráðger foli
ógeltur í apríl.

Ungur og hraustur með sperrtan böll
tilbúinn að bíða
viljugur að hlakka til.

Hann ber kremið á kónginn á sér.
Ég horfi á
sjálf ekki til í að sýna neitt.
En hann er ekki frekur og gerir ekki kröfur.

Þá finn ég töfra karlmannsins
og sprota hans
leggjast yfir mig.

Ókunnug efni streyma út í blóðið.
Munnvatn spýtist úr kirtlum.
Hann penslar á mér skautið með limkollinum
og allir lásar falla
klikk klikk klikk

Kannski verður það vont.
Hann leitar fyrir sér eins og maður á ís.
Maður með broddstaf.

Hann heldur utan um mig.
Ég held utan um hann og kem til hans meðan hann bíður.

Þegar hann kemur inn í mig
lætur líkaminn eins og hann hafi þráð það lengi
ekki tvær mínútur
búinn að gleyma að þarna var allt þurrt og lukt.

Ólíkindatól.

Elskhugi minn veit betur.
Hann þekkir mig betur en sig.

Hann fer eins og maður í djúpum snjó.
Stígur hægt niður og kannar.
Þar til öllu er óhætt.

Þegar karlinn hefur komið sér öllum fyrir
þegar ég hef meðtekið hann allan og vil meira
kemur hann og sækir laun blíðu sinnar.

Hann er bestur.

Þú ert bestur
segi ég.

Hann segir ekki neitt.
Hann gerir það sem hann meinar
og segir það sem hann vill.

 


mbl.is Sigríður hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband