Asnalegt mútufé

Það er komið úr móð að ráðast inn í ríki með skriðdrekum. Lengst af mannkynssögunni hafa asnar klyfjaðir gulli enda verið drýgri til hernaðar en berserkir. Gamalt máltæki segir að enginn borgarmúr standist skepnu þessa sem getur þannig brotið lönd og þjóðir undir eiganda sinn.

Þess eru vitaskuld dæmi í mannkynssögunni að einn og einn soldán eða prins væri of stoltur, skynsamur eða heiðarlegur til að láta kaupa sig. En í nútíma lýðræði er ekkert slikt fyrir hendi. Peningar kaupa vilja almennings eins og ekkert sé og sannaðist rækilega hér á árunum fyrir hrun þegar þingmenn og flokkar komust til áhrifa og valda í boði Baugs og bankadrengja.

Tæknileg útfærsla er það eina sem breytist frá einni öld til annarrar. Í stað þess að sendiboðar séu nú með hinn klyfjaða asna við borgarhlið eru sett uppar skrifstofur og sendimenn mæta með gylliboð á fundi. Sett eru á störf sem kostuð eru af sjoðum sem heita fallegum skammstöfunum. Lofað er risafyrirtækjunum svo sem tómatahúsi suður með sjó einn daginn og stofnun um byggðaþróun ofan í Kötlu þann næsta. 

Verknaðurinn er sá sami og forðum þó að það séu ekki asnar heldur menn og vírþræðir bankanna sem bera gullið sem kaupir lýðræðið. Og þegar þeir sem hafa tekið að sér hlutverk asnanna tala um að aðildarferlið sé allt í þágu lýðræðis þá er þetta allt orðið svolítið asnalegt.

PS: Takk fyrir góða grein Frosti!


mbl.is Frosti Sigurjónsson: Peningar og lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Menn eins og þú Bjarni og Frosti Sigurjónsson eru komnir út úr tísku og það fyrir löngu síðan. Enda óttalegur fyrrihluta 20 aldar þefur af ykkur og ykkar líkum.

Það er eins og áður var. Þröngsýnir menn berjast gegn framförum og aukinni samvinnu manna. Sem gerist ekki öðruvísi en sambönd eins og Evrópusambandið.

Þröngsýnir menn eins og Bjarni Harðar hérna og Frosti Sigurjónsson eru komnir fram yfir síðasta söludag. Fyrir löngu síðan.

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 16:39

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk Jón Frímann, ég var aldrei til sölu!

Bjarni Harðarson, 7.3.2012 kl. 17:30

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann er þefnæmur með afbrigðum. Verandi í Danaríki finnur hann enn lyktina af íslenskum ESB andstæðingum.

Ég sting upp á Grikklandi, svona til heilsubótar. Lengra verður ekki komist - innan ESB. Og hver veit nema strákurinn finni þar meinabót. ?

Kolbrún Hilmars, 7.3.2012 kl. 19:18

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólögleg hundraða milljóna áróðursherferð Evrópusambandsins –– til viðbótar við allt annað til að mýkja menn hér upp (embættismenn, atvinnurekendur, stjórnarmenn í verkalýðsfélögum, háskólamenn, fjölmiðlafólk, aðra í menningargeiranum o.fl.) með boðsferðum og lúxusuppihaldi í Brussel og víðar, auk annars –– er ekkert minna en svívirðileg atlaga að sannfæringu og sjálfstæði Íslendinga og verður væntanlega hrundið fyrir dómstólunum.

Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 20:54

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Bjarni, Síðast þegar ég gáði þá voru Bændasamtök Íslands ekki þekkt fyrir að selja eigur sínar. Enda varstu skráður í eigu Bændasamtaka Íslands með húð og hári síðast þegar ég gáði.

Kolbrún, Grikkir fóru illa af ráði sínu, og ekki í fyrsta skipti. Þeir voru með svipaðan afleik í myntbandalagi á seinni hluta 18 aldar sem varði fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar þegar það féll í sundur eins og fleiri myntbandalög sem stofnað var til á þessum tíma. Þannig að þetta er ekkert nýtt að Grikkir brenni allar býr að baki sér. Svona svipað og íslendingar, nema það að íslendingar tekst alltaf að festa sig í mýri og komast hvorki áfram eða afturábak í kjölfarið.

Jón Valur, Þú verður öfgafyllri með hverjum deginum. Það er hættuleg þróun og boðar ekki neitt gott. Ég mæli sterklega með það þú talir við sérfræðing í sálfræði áður en það fer illa fyrir þér. Það er ennþá von fyrir þig, og lækning.

Jón Frímann Jónsson, 7.3.2012 kl. 22:05

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Var að skoða lista yfir eignir bændasamtakanna og þar var enginn Bjarni Harðarson skráður sem eign. Er að velta fyrir mér hvaða eignalista Jón Frímann var að skoða??? Geri svo eins og Kolbrún Hilmars, mæli með því að Jón Frímann leiti sér lækninga á Grikklandi, kanski hann lagist við það.

Jón Valur er svo nokkuð réttsýnn er varðar ESB málið, hef reynslu af því eftir að hafa spjallað við manninn augliti til auglitis...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 7.3.2012 kl. 22:18

7 identicon

Þessi Jón Frímann,ja hérna og  dojojojojonn ? Þruglari !

Númi (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:27

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mesti vandi JFJ er hann sjálfur–––hvað hann er orðljótur–––sýnist mér.

Jón Valur Jensson, 8.3.2012 kl. 04:26

9 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér Bjarni, móðurbróðir minn sagði mér af því að þegar hann sigldi einhverntíman inn í Pearl Harbour og horfði yfir öll kínversku auglýsingaskiltin, hefði hann einmitt áttað sig á hve gullasninn sé hernaðarasnanum yfirsterkari. 

Ragnar Kristján Gestsson, 8.3.2012 kl. 07:45

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Mesti Jóns Vals er sá að hann er til (og þjónar eingöngu þeim tilgangi að vera viðvörun fyrir okkur hin). Ólafur. Það er nú margt í eigu Bændasamtaka Íslands og LÍÚ væluliðsins þó svo að það sé ekki skráð í bókhaldið.

Jón Frímann Jónsson, 15.3.2012 kl. 19:37

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Afsakið, þarna á að standa "Mesti vandi Jóns Vals...".

Jón Frímann Jónsson, 15.3.2012 kl. 19:38

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það verður ekki logið um þig, Jón Frímann, að seint verðirðu hæfur í skynsamlega umræðu með þessu móti og öðru sem til þín hefur sézt.

Jón Valur Jensson, 15.3.2012 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband