Neyðarleg samkoma

Endurteknar samkomur hins misheppnaða stjórnlagaþings eru ekki til þess fallnar að fylla Íslendinga stolti eða gleði. Og það er ekki stjórnlagaþingsfulltrúum að kenna, það er ekki við þá að sakast þó að kosning þeirra hafi verið ólögmæt eða að stjórnvöld hafi skrópast frá því að halda nýja kosningu. (Síðan er bannað að kalla þing þetta þing og á að kalla það ráð en brotavilji bloggara er hér mjög einbeittur enda bauð sig enginn fram til setu í stjórnlagaráði sem er bastarður.)

Ómar Ragnarsson orðar það ágætlega í viðtali við Morgunblaðið að auðvitað stendur stjórnlagaþing við sína tillögu:

Við teljum eftir sem áður að okkar tillaga frá því í fyrra standi, hún er það eina sem stjórnlagaráð hefur formlega, heilt og skýrt, afgreitt og þessi yfirferð okkar núna hefur ekki leitt í ljós að það sé neinn svo alvarlegur ágalli á þeirri stjórnarskrá að það sé ekki hægt að samþykkja hana.  

Staðreyndin er auðvitað að ef Alþingi vill breyta tillögunum þá verður þingmeirihlutinn að gera það á eigin ábyrgð. Eðlilegast er að almenningur fái einfaldlega að kjósa um þessar tillögur í heild og ómengaðar eins og þær koma frá hinum (ólöglega) kjörnu stjórnlagaþingsfulltrúum. 


mbl.is Stjórnlagaráð lýkur störfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í viðtalinu sagði ég reyndar: "...heilt og skýrt..." en blaðamaður mbl.is ritaði "...óskýrt..." og viðurkenndi fyrir mér að þetta hefði verið innsláttarvilla hjá sér og leiðrétti það.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2012 kl. 22:59

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Takk fyrir ábendinguna Ómar - búinn að laga þetta!

Bjarni Harðarson, 12.3.2012 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband