Ástarrómanar og fleiri rómanar

Með harðfylgi tókst mér að losna úr þeim viðjum að lesa eingöngu 19. aldar ástarrómana á borð við Kapítólu og Einþykku stúlkuna og snöri mér að bókmenntunum!

Las þessvegna Oddnýju Ævarsdóttur og Jón Kalman en hvort sem það sat svona mikið eftir mér af fyrri lestri eða annað þá urðu þetta líka að ástarrómönum, vellulegum en velskrifuðum vísindum um heilastarfsemi á hormónaskeiði. Hjarta mannsins er nautnalega vel skrifuð en endar einmitt í dulítið óraunsæislegum og reifarakenndu keleríi þar sem fólk kýs frekar að vera nakið en í blautum fötum í lífshættulegum kulda.

Þeir sem reynt hafa vita að það er mikið betra að vera í blautum fötum en engum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sagði mér einu sinni bandarískur fróðleiksmaður, að 90% af hitatapi líkamans væri um höfuðið, svo að fólk þyrfti í rauninni ekki að klæðast öðru en góðri loðhúfu.

Sigurður (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 23:19

2 identicon

Flott blogg hjá þér Bjarni minn.

Gangi þér vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband