Mótsögn í ESB skruminu

Það getur ekki orðið til samningur um ESB aðild nema til sé orðið plagg sem báðir viðsemjendur eru sáttir við og mæli með að verði að veruleika. Annað er ekki samningur, hvorki í lagalegum skilningi né heldur út frá almennum málskilningi.

Það þýðir að ríkisstjórn Íslands hlýtur þá að ætla að mæla með aðild samkvæmt samningi sem fyrir liggur. 

Nú hefur hluti ríkisstjórnarinnar lýst því yfir að hún sé á móti ESB aðild. Sé þeim ráðherrum alvara þá geta þeir aldrei mælt með samningi sem gengur út á að Ísland gangi í ESB. 

Þar með gerist hið augljósa, ef ríkisstjórnin er ekki sammála um að ganga í ESB þá getur hún ekki gert samning um það og málið strandar.

Nema það sé eitthvert skrök hér á ferðinni, hinir meintu andstæðingar innan ríkisstjórnarinnar séu það ekki endilega eða sú það bara í plati. Getur það verið?


mbl.is Alþingi taki ákvörðun um samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það skyldi þó aldrei vera Bjarni??? það skyldi þó aldrei vera, allavega hluti af VG eru hlynntir ESB aðild það er svokallaður Steingrímsarmur flokksins.  En eitthvað virðist ganga erfiðlega að koma þessu máli út úr heiminum á einn eða annan hátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 18:27

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bjarni, þú ættir nú að þekkja þitt heimafólk. Er þetta ekki spurning sem ætti að bera upp á flokksfundi VG?

Eða hefur forysta flokksins nú þegar sagt skilið við flokksbundna líkt og almenna kjósendur?

Annað, hvernig líst þér á tillögu menntamálaráðherra VG; að SF og VG gangi í eina sæng fyrir næstu þingkosningar?

Kolbrún Hilmars, 18.4.2012 kl. 18:30

3 identicon

Er að reyna að skilja þetta, held að málið sé svona: Ríkisstjórnin er að semja við ESB. Ef hagstæður samningur næst að hennar mati þá leggur hún samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem ríkisstjórnin skrifar ekki undir nema hún telji samninginn hagstæðan þá hlýtur hún sjálfkrafa að leggja undirskrifaðan samning í þjóðaratkvæði.         

Þú telur að ef Sf. og Vg. skrifa undir samning sem þau telji hagstæðann fyrir þjóðina þá séu þau þar með að mæla með samningnum, sammála þeirri túlkun. En ætli langhundalanglokuútúrsnúningasérfræðingurinn Steingrímur J. túlki það ekki svo að hann sé að vísa til þjóðarinnar þeim samningspakka sem í boði sé án þess að Vg. mæli endilega með því að hann sé samþykktur. Sem virkar jú eins og þú segir nokkuð þversagnakent.

Hitt er svo annað mál hvað er að marka orðaskvaldrið um undirritun með fyrirvara og þjóðaratkvæðagreiðslu.  Fer þetta ekki að verða eins og með "Sálina hans Jóns míns" okkur verður hent í skjóðunni inn fyrir "gullna hliðið" með óvissri afstöðu okkar sem í skjóðunni kúldrumst og þeir sem hliðinu stjórna mega efast um heilindi skjóðubúa?

Allar samlíkingar hafa sín takmörk en það má vel velta fyrir sér hvor hafi í raun verið hvor, í "Gullna hliðinu", skrattinn og lykla-Pétur.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:29

4 identicon

...skrifa undir samninginn sem þau telja góðan, síðan fer þetta í RÁÐGEFANDI þjóðaratkvæði.

Þegar samningnum er svo hafnað af þjóðinni, þá myndu þingmennirnir byrja að tala um að "sannfæring þingmanna" sé stjórnarskrábundin og þeir megi ekki fella samninginn.

..og nýr forseti myndi þegja, þ.e. ef hún er ekki í barneignarleyfi.

palli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:43

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Mikið er vænt um það að til skuli vera svona konur sem geta sagt það sem þarf í stuttu máli.  En hvað finnst þér um það Bjarni að svara henni Kolbrúnu?

Hrólfur Þ Hraundal, 19.4.2012 kl. 11:22

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Hví í fj... heimta Hjörleifur, Ragnar Arnalds, Jón Bjarna og þú Bjarni, ásamt tugum annarra flokksráðsmanna í VG, ekki flokkráðsfundar STRAX Í DAG, og látið þar samþykkja að þessum svokölluðu " viðræðum" verði slitið - á STUNDINNI ?

 Hvað þarf margar BLAUTAR TUSKUR í andlit ykkar ( samanber ummæli Ögmundar) ? Já, hvað í helv... dvelur " Orminn langa" ??

 Samkvæmt Gallup hefur VG farið úr 16 þingmönnum í 8 hrossabresti !

 Steingrímur og hans lærisveinum er að takast að jarða flokkinn.Eitt stendur þó naglfast. Steingrímur er ennþá lýgilega kjaftaglaður ! - - Eða sem Rómverjar sögðu.:" Studium immane loquendi" þ.e. " kjaftaglaður með endemum" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband