Sigur Breiviks

Fréttastofur og netmiðlar flytja okkur nokkra tugi frétta af Breivik á degi hverjum, við vitum orðið meira um hugsunarhátt hans en flestra annarra. Þó að ég sé farinn að slökkva þá situr eitt og annað eftir. Ég man ekki eftir sambærilegum ofur-fréttum af réttarhöldum yfir öðrum hryðjuverkamönnum á Vesturlöndum. Reyndar man ég ekki nafn á neinum einasta sem tók þátt í árásunum á Spáni, NY 9/11 eða öðrum sambærilegum illvirkjum. En nafn Breiviks verður uppi löngu eftir að Hamsun og Bruntland verða gleymd.

Það er eitthvað að í okkar Skandinavísku veröld að þessu auðvirðilega og geðsjúka illmenni skuli tryggður svo sætur sigur.


mbl.is „Ég er ekki geðveikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Breivik er lágkúra illskunnar holdi klædd. Til hvers að hampa þessum aumingja?

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 14:50

2 identicon

Undirrót illskunnar er sú sama hjá þessum eina illvirkja og fær stærstu

hernaðar þjóðir heims til að þjálfa upp manndrápara,  til að drepa bændur

suður í Afríku og austur í Asíu

Gisli Skarp (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 16:23

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er sorglegt að sjá hvað fjölmiðlar eru að gera nákvæmlega það sem hann er að vonast til, þetta er það sem hann þráir hvað mest, það að dreifa sínum boðskap.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.4.2012 kl. 18:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vidkun Quisling hafði það upp úr sínu krafsi að nafn hans varð og verður um allt tíð alþjóðlegt samheiti yfir föðurlandssvikara.

Kannski eiga Norðmenn eftir að njóta þess vafasama heiðurs að nafn Breiviks verði að samheiti yfir menn af hans sauðarhúsi.

Raunar taldi Quisling sig vera gera það sama og Breivik nú, að fylgja þeirri víðtæku og háleitu stefnu að "hreinsa" Evrópu af óæskilegum kynþáttum eða brjóta slíka kynþætti undir sig sem óæðra fólk og gera að þrælum.  

Ómar Ragnarsson, 20.4.2012 kl. 20:08

5 identicon

Ómar Ragnarsson er sjálfur rasisti og hefur algjörlega fyrirgert rétti sínum til að tala um svona hluti. Þú veist upp á þig sökina Ómar. Bættu frekar fyrir eigin brot á þessum vettvangi. Þú hefur misnotað frægð þína. Það er ekki hægt að biðjast bara fyrirgefningar á því, menn verða að gera eitthvað. Hvert orð þitt er skráð niður...Varaðu þig.

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 00:09

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er mikilvægt að komast til botns í hvað gerir fólk eins og þennan Breivík svona sjúkt. Til þess að komast til botns í því, þá þarf að fjalla um þetta alvarlega mál. Það gildir um alla sjúklega hegðun í heiminum. Þöggun á staðreyndum leysir engan vanda.

Á Íslandi er það talið rétt að horfa undan og þegja, þegar voðaverk af ýmsu tagi eiga sér stað. Þannig afneitunar-strúts-hegðun getur ekki leyst nokkurt mál, heldur skapar slík afneitun góð skilyrði fyrir óáreitt og áframhaldandi voðaverk.

Hvað er að í heims-"siðmenningunni", sem gerir fólk svona helsjúkt og tilfinninga-kalt? Þetta er nauðsynlegt að rannsaka til að finna rót vandans. Gleymum ekki að það eru fleiri þarna úti í heimi, sem eru á svipuðu stigi og þessi maður. Með þöggun verður ekki komist til botns í því hvað gerir fólk svona sjúkt.

Þessi þöggunar-árátta um erfið og viðkvæm mál, er til þess fallin að breiða yfir rót vandans, og afneita staðreyndum. Einhversstaðar fékk þetta stóra helsjúka barn: Breivík, sínar hugmyndir, og jafnvel hvatningu til að framkvæma þennan hrylling!

Rót vandans er enn til staðar, og henni þarf að ná, til að koma í veg fyrir að fleiri svona voðaverk fái að þróast. Ekki bara í Noregi, heldur um allan heim.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2012 kl. 08:50

7 identicon

Þöggunaráráttan er akkúrat það sem hefur gefið mönnum eins og Breivik mun stærri og sterkari hóp stuðningsmanna en hefði orðið ef mætti ræða "óþægileg" mál. Stuðningur við þjóðernisflokka vex hratt í Evrópu og mikið af þeim stuðningi er bein afleiðing þess að ekki hefur mátt ræða innflytjendamál af neinu viti. Þeir sem eitthvað gagnrýna ríkjandi stefnur stjórnvalda eru yfirleitt stimplaðir sem kynþáttahatarar og settir í flokk með harðlínu þjóðernisflokkum. Á endanum sér fólk þessa þjóðernisflokka sem einu leiðina til að hægt sé að koma af stað einhvers konar umræðu um málin - jafnvel þó þetta fólk sé ekki sammála flokkunum í grunninn.

Gulli (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband