Vitleysa ...

Þessi niðurstaða Landsdóms er vitaskuld bara vitleysa. Auðvitað mátti alveg sakfella Geir og ég held að það hafi einmitt átt að sakfella hann fyrir margra ára meðvirkni með glæpsamlegu fjármálakerfi og ennfremur fyrir þátt í að koma því upp. Þar skiptir engu máli hvort einhverjir aðrir hafi átt þar stærri þátt í að koma svikamyllunni upp. Í réttarríkinu gildir að hver maður er ákærður fyrir það sem hann gerir og þó að aðrir sleppi þá eru þeir sem nást jafnsekir.

En þetta Landsdómsmál var allt orðið útþynnt og vitleysislegt. Að sakfella Geir fyrir að ræða ekki á fundi það sem allir voru að ræða allan daginn og alla daga, það er bara barnalegt. 

Hvað þá með Björgvin og Ingibjörgu miðað við þessa niðurstöðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Darling og ráðherra-seðlabanka-co-liðið telja sig kannski hafa sloppið vel.

Réttlátur sannleikurinn er eilífur, og kemur alltaf upp að lokum.

Með réttu verða næstu réttarhöld árið 2015, ef allt á að vera löglegt siðmenntað og sanngjarnt.

Þeim sem ætla að hrósa sigri núna, ættu að velta þeirri staðreynd fyrir sér, bæði innlendir og erlendir aðilar. Það sem ekki leiðréttist í dag, mun leiðréttast seinna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.4.2012 kl. 19:40

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Já, " hvað þá með Björgvin & Ingibjörgu" -eða hvað segirðu um Össur ? Heyrði Jóhanna ekki" í fréttum" um kæru ESB., vegna Icesave, sem Össur hafði fengið í hendur mörgum vikum fyrr ?? !!

 Er að furða að aðeins 10% þjóðarinnar ber traust til Alþingis Íslendinga.

 Niðurstöður þessa Landsdóms gerir að verkum að Steingrímur J., á að segja af sér - eins og skot ! " Drengurinn" er gjörsamlega búinn að vera , eða sem Rómverjar sögðu.: " "Ab agendo" - þ.e. Búinn að vera !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband