Við Mensalder ...

Við Mensalder erum á Akureyri. Það er nautnalega gott að sitja hér í höfuðstað Norðurlands við skriftir. Elín var með mér hérna fyrstu dagana, svona meðan ég var í aðlögun og við gengum á beitarhúsin í Vaglaskógi á afmælisdaginn hennar. Svo flaug hún suður og ég er hér einn eftir, einn með Mensa. 

Mensalder_Mensaldersson

Mensi hét fullu nafni Mensalder Raben Mensaldersson og var bóndi í Húsum í Ásahreppi. Ég er þessa dagana að leggja lokahönd á skáldævisögu um þennan fátæka 20. aldar bónda og konurnar í lífi hans. Þetta er semsagt ástasaga, eldheit ástasaga úr íslenskri sveit af konunum sem bitust um hann, konunni sem hélt í hann og konunni sem beið eftir sínum Mensalder.

Við þessir venjulegu eiginmenn og eitt sinn unnustar getum aldrei látið okkur dreyma um að komast með tærnar í sporin hans Mensa í Húsum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óska ykkur Mensalder góðs gengis í höfuðstað Norðurlands :)

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 11:44

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Svona á meðan við bíðum eftir bókinni, Bjarni, geturu ekki frætt okkur um nafnið hans Mensa - óneitanlega er þetta framandi nafn.

Páll Vilhjálmsson, 24.4.2012 kl. 12:50

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Mensalder var þekkt nafn á Íslandi allt fram á 20. öld og var svo endurvakið á þeirri 21. Nú heita nokkur börn þessu nafni. Mensalder Raben Jónsson, faðir Mensa í Húsum fékk nafnið í gegnum draumvitran móður sinnar frá þekktum galdramanni, Mensalder Raben auðga í Papey. Hann vitjaði nafns og eldri bræður hans sögðust fegnir að hann kom ekki fyrr, karlfjandinn.

Bjarni Harðarson, 24.4.2012 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband