Baráttukveðjur

Bloggari sendir íslenskum vinstri mönnum og öllum almenningi baráttukveðjur í tilefni dagsins. Aldrei hefur samstaða raunverulegra vinstri manna verið mikilvægari en einmitt nú. Markaðssinnaðir ESB kratar eru á góðri leið með að hrekja þjóðina aftur í fang hægri manna.

Og hvaða tilraunir gera þeir næst á okkar samfélagi ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir baráttukveðjuna Bjarni.

Það er svo margt sem bendir til að ráðandi öfl séu öll í sömu klíkunni, og vinstri og hægri er orðið eins og lúinn brandari.

Ég hef þá skoðun nú orðið á hægri og vinstri, að ekki sé nokkur leið að flokka skynsamlega, heiðarlega og réttláta stjórnun. Þess vegna er ég komin á þá skoðun að flokkar séu einungis til þess gerðir að sundra heildinni. Þannig virka flokkarnir í raun, hver svo sem upphaflega meiningin með þeim var.

Sá sem hugsar einungis um hag fyrirtækja er að vanrækja verkafólk, og sá sem hugsar einungis um verkafólk er að vanrækja fyrirtæki. Útkoman getur aldrei orðið annað en sundrung, tap og stríðandi fylkingar. Það höfum við fengið að sjá, svo ekki þarf að velkjast lengur í vafa um það.

Það snúast öll illindi, öfund og hatur um hver af þessum stríðandi fylkingum fær að níðast á andstæðingnum, og það smitar alls staðar út í samfélagið. Allt er þetta fóðrað í eitthvað orðagjálfur og hálfsannleik eða lygar, sem kallað er samskiptamáti siðaðra og kórónað með orðinu "réttlæti". Enginn hefur nokkru sinni grætt réttlæti á stríði, en hörmungar heimsins má allar rekja til stríðandi fylkinga siðlausra valdaklíka.

Eineltið blómstrar á öllum vígstöðvum, hjá gömlum og ungum, og allir eru að vinna fyrir flokkinn sinn (sérhagsmuna-klíkuna), og réttlæta það með að það verði auðvitað að skilja andstæðinginn útundan, á sem mest niðurlægjandi hátt. Saklaus börnin líða svo mest fyrir þetta allt, og geta ekki flúið eineltið, eins og fullornir geta í einhverjum tilfellum.

Á þessu vanþróaða stigi erum við sem samfélag.

Sameinuð stöndum við, og sundruð föllum við. Hvort ætli henti ESB-veldinu betur?

Baráttukveðjur frá mér til sameinaðra íslandsbúa, bæði gallaðra og "fullkominna" (hverjir sem það eru?). 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2012 kl. 10:42

2 identicon

Kveðjur í tilefni 1.maí Bjarni minn.

Hafðu það virkilega gott og njóttu lífsins vinur.

Kær kveðja...

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband