Athyglisverður Sýrlandspistill

Þórarinn Hjartarson á Akureyri skrifar afar athyglisveran pistil um Sýrland á Smugunni. Þar segir m.a.:

Hvers eðlis eru átökin í Sýrlandi? Ráðandi fjölmiðlar Vesturlanda hafa gert sitt besta til að lýsa þeim sem slátrun stjórnvalda á saklausum mótmælendum. Það hefur þó smám saman komið í ljós, jafnvel í mörgum þeim fjölmiðlum sem venjulega fylgja meginstraumnum, að sú mynd hangir ekki saman. Inn á milli hafa alltaf heyrst fréttir sem sýna t.d. að uppreisnaröflin, hinn sk. Frjálsi sýrlenski her, hefur frá upphafi átaka í mars 2011, verið þungvopnaður. Suðningur Vessturveldanna við hann er ennþá aðallega gegnum leyniþjónustur, en Saudi Arabía og Qatar – traustustu vinir Vesturveldanna í Arabalöndum – hafa vopnað hann opinskátt, og herbækistöðvar á hann í Tyrklandi. Enda kemur fram hjá uppreisnaröflunum sjálfum að um fjórðungur fallinna í stríðinu, yfir 5000 manns, eru sýrlenskir stjórnarhermenn.

Inn á milli meginstraumsfréttanna heyrum við líka um voðaverk – svo sem fjöldamorð í borgunum Homs og Aleppo –sem framin eru af uppreisnarmönnum. Hinir svokölluðu uppreisnarhópar eru að uppistöðu íslamistar enda er ríkisstjórn Assads ein fárra austur þar sem starfar á veraldlegum grundvelli. Þessir vopnuðu íslamistar eru að verulegu leyti komnir frá öðrum araba- og múslimalöndum, en hins vegar ber mjög lítið fjöldamótmælum meðal almennings í Sýrlandi, nema þá helst til stuðnings stjórnvöldum. Það hljómar líka undarlega að heyra um al-Kaídasveitir í fremstu röð þeirrar uppreisnar sem studd er af Vesturlöndum. Hins vegar ná vestrænir leiðtogar og fréttastofur jafnan að snúa því þannig að öll voðaverk í Sýrlandi sýni fram á nauðsyn utanaðkomandi íhlutunar – í nafni mannúðar.

Sjá nánar. http://smugan.is/2012/08/syrland-og-vestraen-hernadarstefna/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Bandarískur hershöfðingi rifjar upp stöðuna í Pentagon fyrir árásina á Írak, í ræðu árið 2007:

“I just got this down from upstairs [the secretary of defense's office], this is a memo that describes how we are going to take out seven countries in five years - staring with Iraq, and then Syria, Lebanon, Libya, Somalia, Sudan, and finishing off, Iran.”

http://www.libertariannews.org/2011/10/25/general-wesley-clark-us-planned-invasion-of-seven-countries-back-in-2001/

Búið að ráðast á löndin eða umbylta stjórnum, í öllum nema 2 ríkjum

- Sýrlandi og Íran

Hér má sjá Clark með þessa mögnuðu ræðu. Bjarni H ég skora á þig að horfa þetta

http://www.youtube.com/watch?v=MMAONc7GeIc&feature=player_embedded#!

Takið eftir því þegar hann talar um viðtal sitt við Wolfowitz og "these people took over" - hann er að tala um PNAC:

http://www.informationclearinghouse.info/article1665.htm

Mæli með þessum pistli eftir Guðjón Heiðar Valgarðsson, sem fer vel yfir þetta leikrit í Sýrlandi: http://www.gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=190

 Ég nenni ekki að rífast, þeir sem hafa áhuga geta skoðað þetta sjálfir, en sífellt fleiri eru LOKSINS farnir að efast um stríðsáróðurinn í imbakassanum

símon (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 21:00

2 identicon

Besta dæmið um "hlutleysi" fréttamanna

í þessu tilfelli RUV  (hefur verið féttatíma hjá þeim sem ekki er minnst á Sýrland?) en aðrir eru eins

var frétt um að stjórnarherinn hefði hörfað frá einhverri borg og svo bætti fréttamaðurinn við "og tóku stríðstól sín með sér"

Grímur (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 10:29

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Bjarni.

Það er ánægjulegt að lesa blogg þitt og vaxandi efasemdir þínar um sannleiksgildi frásagna íslenskra fjölmiðla af "borgarastyrjöldinni" í Sýrlandi. Það er auðvitað áhyggjuefni hve gagnrýnislaust fréttir bandarísku fjölmiðlana eru fluttar hér, en það á því miður líka við um önnur vesturlönd. Ég ætla ekki að umturna trú þinni allri og stjórnmálalegu leiðarljósi, en þó gæti fróðleiksfús og leitandi manngerð á borð við þig haft gagn og gaman af því að kynna sér nánar staðreyndir um eignarhald og stjórnendur helstu fjölmiðla og fréttaveita vestanhafs.

Jónatan Karlsson, 1.9.2012 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband