Einlægur vilji til að kljúfa VG

Ekki ætla ég að mæla með því að menn brjóti lög, hvorki jafnréttislög né önnur. Aftur á móti hefur það hent marga ráðherra að reka tærnar í kærunefnd jafnréttismála en sjaldan hefur það kostað jafn stórar yfirlýsingar og nú.

Vitaskuld var vörn Ögmundar í málinu ekki til að bera klæði á vopnin en engu að síður ólíkt hógværari en viðbrögð Jóhönnu við sambærilegt atvik.

Það hvernig flokksforystan hamast nú á Ögmundi með allskonar pótintátum lýsir betur en flest sem gerst hefur einlægum vilja Steingríms til að kljúfa flokkinn. Smám saman rennur upp fyrir almenningi (sem er yfirleitt ekki nærri eins vitlaus og af er látið), að viljinn til að kljúfa flokkinn kemur ekki frá grasrót eða svokallaðri kattadeild heldur sjálfri forystunni. Ræða Katrínar um daginn og viðbrögð Steingríms og fleiri við máli Ögmundar nú færa okkur heim sanninn um það. Með Ögmund innanborðs eru yfirráð Steingríms innan flokksins ekki eins altæk og hann telur nauðsynlegt.

Um hitt má svo deila hversu skynsamlegt það er hjá Ögmundi, Jóni, Guðfríði Lilju og fleirum að hanga eins og hundar á roði í flokki sem er orðinn er lítið meira en annexía frá Samfylkingunni.  


mbl.is Vilja að Ögmundur biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mikið rétt hjá þér Bjarni.

Gunnlaugur I., 1.9.2012 kl. 21:23

2 identicon

Ég bíð spenntur eftir því að fregna hvaða afstöðu VG tekur í þessum ESB vandræðum. Það var svo sem ágæt byrjun að fara að tala um nauðsyn endurskoðunar á málinu eins og nokkrir þingmenn og ráðherrar gerðu, m.a.s. Katrin Jak. Síðan segir enginn neitt sem mark er á takandi, ég hef a.m.k. ekki orðið var við að nokkur setji fram ákveðna stefnu um framhaldið að undanskildum Ögmundi sem í Frbl. 29. ág. segir að þjóðin eigi rétt á að vera spurð áður en kjörtímabilið sé úti hvort hún vilji inn í eldhafið í Evrópu.

Ögmundur er að sönnu öflugur, en ekki kemur hann þessu í gegn einn. Kannski er ekki mjög klókt að hafa í frammi mjög harðar kröfur um þetta á næstu vikum, en ég hygg að ef engir úr innsta hring VG koma til liðs við Ögmund þegar nokkuð kemur fram á vetur, geti flokkurinn farið að búa sig undir að gera eitt af tvennu: Að skipta sér í tvennt með tilheyrandi svikabrigslum og sársaukaópum eða grafa djúpa gröf og leggjast til eilífrar hvíldar í hana undir ljúfum söng frjálshyggjukrata utan úr Evrópu. 

Ragnar Böðvarsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 10:43

3 identicon

ÆÆÆææ  vinstri menn sem geta ekki staðið saman eða unnið með öðrum og þannig skara eld að köku andstæðinga sinna, whatelseisnew? Flokkur á vinstri kanti með fólk innaborðs sem er vinstra megin við það, whatelseisnew?

Pétur Henry (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 12:13

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hér talar maður með reynslu.

Bjarni Harðarson veit allnokkuð um það að vega að öðrum úr launsátri.

hilmar jónsson, 2.9.2012 kl. 12:50

5 identicon

Bestu liðsmenn Íhaldsins á skerinu eru menn eins og bóksalinn Bjarni Harðarson. Á meðan þeir finnast í röðum vinstri manna þurfi hægri menn ekki að hafa áhyggjur né vanda sig. Þeir geta haldið áfram að græða og grilla. Ömurlegt ástand hér á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 18:38

6 identicon

Ég held að það verði niðurstaðan í þessu öllu saman Bjarni minn að ríkisstjórnin fari frá og það verði boðað til kosninga hér á landi fyrr en ætlað var.

Það er mín skoðun.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 18:18

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Við "netfélagar" þínir í gegnum árin  hefur margir spurt okkar:" Hvað er maður sem greinilega frá blautu barnsbeini hefur trúað á  mátt OG MEGIN EINSTAKLINGSINS að gera ? Fyrst í skauti Maddömmunnar , gott og vel ,en síðan í ömurlegasta vinstrflokkii sem stofnsettur hefur verið á landi  feðranna - v-grænum. !

 Einhver með góða þekkingu á " split personality" myndi verða hugsandi !

 Auðvitað ertu - og hefur alltaf verið- EINKAFRAMTAKSMAÐUR !

 Hættu nú alveg þessum skollaleik, hafandi í huga sem Rómverjar sögðu forðum.:" "Vitis nemo sine nascitur" - þ.e. " Enginn er fæddur gallalaus!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband