Dapurleg tíðindi

"Helgi segir að kjötið verði á svipuðu verði og íslenskt lambakjöt."

Ekki neitt stór tíðindi en það eru dapurleg tíðindi að ríkisstjórn sem kennir sig við vinstri hugsjón, umhverfismál og vinnandi stéttir skuli verða til þess að opna fyrir lambakjötsinnflutning.

Andstæða vinstri hugsjóna er einmitt ofurtrú á alheimsmarkaði og alþjóðavæðingu.

Andstæða við umhverfishyggju er sú endileysa að þeyta varningi heimsenda á milli þegar vel er hægt að nota það sem til er. 

Í flokki heiðarlegra erfiðismanna Íslands standa sauðfjárbændur fremstir í flokki. Lambakjötsinnflutningurinn bætist við vægast sagt einkennilega pólitíska ferilskrá Steingríms J.


mbl.is Flytur inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eða stórkostleg tíðindi og tímabær - verð manna fyrstur til að prufa

Rafn Guðmundsson, 6.9.2012 kl. 17:38

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú styður Vg, Bjarni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2012 kl. 18:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG mun algjörlega gæta þess að kaupa íslenskt lambakjöt.  Það væri nær að fjölga sauðfé í landinu.  Það keppir enginn við íslensku sauðkindina í gæðum, hún er nánast villibráð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2012 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband