Það sem fyndið á að vera ...

Steingrímur J. boðar nú að á næsta kjörtímabili - þegar flokkurinn hefur örugglega engin völd lengur - verði VG aftur á móti ESB og setji þau skilyrði að aðlögunarferlið verði stöðvað. Tillaga um það verður að boði formanns samþykkt á landsfundi seinna í vetur.

Í dag hefur sami Steingrímur J. umtalsverð völd, meðal annars til þess að stöðva ESB umsóknina en það ætlar hann ekki að gera.

Er nema von að Hjörleifur fari. Þeir fara að verða einmana, hinir fáu ESB andstæðingar sem eftir eru í flokknum.


mbl.is Segir sig úr Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi flokkur bíður þess að sjá aðra forystu undir öðru nafni og þá mun þetta góða fólk sem svo hraksmánarlega var svikið flykkjast þangað og eflast til nýrrar sóknar.

Árni Gunnarsson, 25.1.2013 kl. 23:12

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Enginn getur bæði átt og étið kökuna. Grímsi gamli er kominn með sama gamla frasann og Sjalla-syndararnir. Allir vita hversu illa sá frasi dugar.

Ætli Álfheiðar-klíkan trúi því virkilega, að hún komist upp með 20. aldar vinnubrögð svika-embættisklíkunnar?

Það er illa komið fyrir þeim, ef þau trú slíkum töfrabrögðum.

M.b.kv.  

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.1.2013 kl. 23:54

3 identicon

Það verður engin ný forusta þar sem einræði ríkir. "Það er ég, SJS, eða enginn"! Fólkið sem hugsar aðeins flýr ofríkið en þeir heilaþvegnu sita eftir og góna heillaðir upp í opið ginið á þessum Höfuðdemon seinni tíma.

Kosturinn við lýðræðiskosningar er að svons sori hverfur oftast úr pólutík.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.1.2013 kl. 23:58

4 identicon

Hræ er hræ.  VG er hræ.  Útförin hefur farið fram. 

Nokkrir zombíar voma þó enn yfir bleikum nánum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 01:12

5 identicon

Hjörleifur og fleiri eru samkvæmir sjálfum sér. Steingrímur og co, hafa sannað að VG er ekkert annað en kökusneið af fjórflokknum. Svo einfalt er það nú.

jonas (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 02:29

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bjarni það er ekki laust við að manni finnist hann Steingrímur J.Sigfússon vera hræsnari í allri sinni mynd....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.1.2013 kl. 08:40

7 identicon

Ég man eftir Hjörleifi hér á árum áður. Hann var alltaf á móti öllu. Ef allir hefði hugsað eins og hann þá værum við líklega ekki einu sinni með rafmagn. Það mátti aldrei virkja neitt, það mátti enginn erlendur aðili fjárfesta á Íslandi, það máttu engin álver eða verksmiðjur rísa á Íslandi. Við værum einangruð þjóð. Hann er á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu og álverum. Ég spyr, vill hann keyra bíl og nota bensín? Vill hann geta flogið til útlanda? Til þess þarf bensín, olíu og ál. Vill Hjörleifur geta lýst upp og kynt húsnæði sitt?

Þessi maður ásamt Ragnari Arnalds og fleirum innan VG vill fara aftur til 18. aldar. Viljum við það?

Margret S (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 10:25

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Okkur er nauðsynlegt að eiga náttúruverndarsinna eins og Hjörleif - skiptir engu máli hvar í flokki þeir eru.  Þeir tryggja umræðu um málin og að ofvirkir vaði ekki óhindraðir í hvaða framkvæmd sem er.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2013 kl. 13:56

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ragnar Reyás

Sigurður Þórðarson, 26.1.2013 kl. 15:26

10 Smámynd: Elle_

No. 7-

Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds eru öruggir.  Viljum við allt óheft?  Viljum við lætin í Jóhönnu sem brýtur allt niður og snýr öllu á hvolf? 

Það er þetta með hið svokallaða 'nýja Ísland'.  Þjóðin um ekkert um það (eða nýja stjórnarskrá). 

Elle_, 26.1.2013 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband