Sameiningar á Íslandi hafa alltaf leitt til meiri kostnaðar

Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og jafnast á við tvo Landsspítala í dag. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetur fyrirtæki til hagræðingar.

Svo segir í lauslegri endursögn Morgunblaðsins af nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um bankakerfið. Það þarf enga spekinga til að sjá að bankakerfi okkar er of dýrt og viðamikið. 

Það sem einkum vekur hér athygli er að fækkun stofnana hefur ekki leitt til sparnaðar heldur þvert á móti aukið kostnað. Þetta höfum við séð á fleiri sviðum. Rekstur risaspítalans í Reykjavík kostar meira miðað við afköst en rekstur tveggja eða þriggja áður. Hér á Suðurlandi voru allar heilsugæslur sameinaðar í eina og rekstrarkostnaður jókst við það verulega. Við höfum sameinað sveitarfélög þrátt fyrir yfirlit yfir ársreikninga sveitarsjóða sýni áratug eftir áratug (koma fram í svokallaðri Árbók sveitarfélaga) að því stærri sem sveitarfélögin eru í höfðatölu því meiri er stjórnunar- og rekstrarkostnaður á hvern íbúa. Skuldir á haus eru líka hærri í stóru sveitarfélögunum en þeim litlu. Ráðuneytin eru kapítuli ut af fyrir sig en þar hefur starfsmönnum fjölgað en ekki fækkað við sameiningar. Svo mætti áfram telja.

Það oflæti Íslendinga þykjast jafnan vera milljónaþjóð eru henni dýrkeypt. Í samfélagi sem telur liðlega fjórðung milljónar er ekki líklegt að við náum fram raunverulegum sparnaði með því horfa til hagkvæmni stærðar. Það er miklu líklegra að við náum árangri með því stefna markvisst að hagkvæmni smæðar. Litlar sjálfstæðar einingar hafa ótal kosti og minni tilhneigingu til skrifræðis og veldisvaxtar Parkinsonslögmáls. 

Við hrunið stóðum við uppi með þá mynd að stórfyrirtækin öll skulduðu tugi og hundruðir milljarða sem ekkert fékkst af. En það sem stóð af sér þessar hamfarir var helftin af litlu fyrirtækjunum í landinu og af þeirri mynd eigum við að draga lærdóma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagan sýnir líka að sameining ráðuneyta, eykur kostnað, ótrúlegt en satt!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband