ESB sinni tekur við af laumu ESB sinna

Steingrímur J. hefur ákveðið að hætta ekki í stjórnmálum en nú skal punta svoldið. Fyrir okkur sem berjumst gegn markaðsguðinum og ESB væðingu hefur lítið gerst. Lengi vel trúðum við því og þjóðin öll að gamli formaðurinn í VG væri ESB andstæðingur og hann var einn af stofnendum samtaka okkar, Heimssýnar. Seinna sýndi hann sitt rétta andlit og fullveldishugsjónin reyndist föl fyrir ráðherrastóla. Nú er sem betur fer að verða viðurkennt hvoru liðinu hann tilheyrir og það er fólginn í því léttir fyrir jafnt Steingrím sjálfan og vini hans. 

ofur_samfylkingin

Um Kötu gegnir öðru máli. Þeir sem starfað hafa í VG hafa alltaf vitað að hún er einhverskonar ESB sinni. En fer fínt með þá skoðun sína og hefur vitaskuld fengið að hafa hana óáreitt enda sem betur fer skoðanafrelsi í þessum efnum.

En það að formsembætti formanns færist frá laumu ESB sinna til alvöru ESB sinna sem á sér þann draum æðstan að fá að ganga í Samfylkinguna gerir flokk þennan ekki að valkosti fyrir okkur sem höfum haft skoðun í takt við skrifaða stefnu þessa flokks. 

En ásýnd flokksins breytist við þetta og það er þá alltaf eitthvað - svona rétt þegar kemur að kosningum. Kannski tekur Steingrímur svo bara við aftur eftir kosningar enda alls ekki hættur í pólitík! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður !!

Ásdís Sigurðardóttir, 18.2.2013 kl. 11:57

2 identicon

Flott veiðistöng!

GB (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 13:09

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Bjarni.

Taktu svo eftir hugmyndaleysinu um það hverjir eru helst nefndir í faraformanninn.

Þar er nú víst efstur á blaði eurokratinn og ESB aðildarsinninn Árni Þór Sigurðsson, sem aldrei hefur haft neinn kjörþokka en alltaf þóknast flokksræðisklíkunni í alla staði.

Það stefnir því allt í það að VG þurrkist út af þingi í næstu kosningum.

Ef ekki þá á þessi örflokkur menntaelítu vinstri sérvitringa aðeins fyrir höndum langa eyðimerkurgöngu áhrifa- og fylgisleysis í íslensku samfélagi.

Fyrir þeim hefur það greinilega verið þess virði að svíkja svona stórt í ESB málinu - Gott að þú hefur sagt skilið við þetta óforbetranlega lið Bjarni!

Gunnlaugur I., 18.2.2013 kl. 13:39

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Las einhversstaðar í morgun að þetta líktist helst því að verið væri að kjósa slitastjórn yfir VG...

Allavega með það í huga hverjir hafa verið nefndir sem hugsanlegir "kandídatar" með henni Kötu...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 18.2.2013 kl. 15:02

5 identicon

Mikid er mannvalid i VG. Katrin getur talad ut i eitt, um ekki neitt,tarf ekki ad anda nema å 10 min. fresti,(hef reyndar aldrei heyrt hana tala frå sinu brjosti,einungis tad sem adrir hafa sagt. Skånadi ekki karluglan hann Årni Tor eftir ad hann fekk eggid? kvedja fra Norge

einar olafsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:50

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=38orl6sdzRk#!

Níels A. Ársælsson., 18.2.2013 kl. 21:05

7 identicon

Haus blaðsins með Kötufréttina frá í apríl í fyrra vantar á úrklippuna. Hvaða blað var þetta, Bjarni?

Ragnar Örn Árnason (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 22:59

8 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sæll Ragnar, þetta blað heitir nú bara Selfoss - Suðurland eins og sjá má með lagni á úrklippunni. Nei, það sést nú eiginlega ekki nema maður viti að þetta er það sem stendur. En blaðið er gefið út af nokkrum Samfylkingarmönnum í Reykjavík sem jafnframt gefa út slík héraðsblöð fyrir Akureyri, Reykjavík og nokkra fleiri landshluta.

Bjarni Harðarson, 20.2.2013 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband