Höfuðsettir vinstrimenn!

Helgi Guðmundsson fyrrverandi Þjóðviljaritstjóri skrifar pistil á bloggsíðu sína, Þjóðviljann þar sem hann gagnrýnir okkur frambjóðendur Regnbogans fyrir að fara í framboð sem einvörðungu er stefnt til höfuðs öðrum vinstri mönnum! Heimild Þjóðviljans fyrir þessari túlkun er þó ekkert sem neinn okkar Regnbogamanna hefur sagt eða skrifað heldur fyrirsögn í því ágæta blaði DV.

Untitled-1

Nú kann einhverjum að þykja það ógna stöðu VG að þeir sem fylgja vilja fyrrverandi stefnumálum VG skuli boða til framboðs. Það verður þá svo að vera en í þessari sýn kemur óneitanlega fram mikil flokkshollusta en að sama skapi skeytingaleysi um skoðanir. Boðskapur gamla Þjóðviljaritstjórans er að sama hversu illa flokkur svíki sína stefnu þá beri mönnum að standa með honum og megi aldrei gera meira en að draga sig í hlé frá vettvangi ef þeim ekki hugnast að vera með lengur.

Framboði Regnbogans er engan veginn stefnt gegn neinu öðru framboði heldur einfaldlega með ákveðnum hugsjónum um þjóðfrelsi og fullveldi. Það má vissulega gagnrýna VG fyrir að hafa á yfirstandandi kjörtímabili ekki fylgt stefnu sinni í máli sem flokkurinn var nánast stofnaður um. Ef ekki hefði verið fyrir ESB hefðu allir vinstri menn farið í einn flokk um síðastliðinn aldamót. 

Nú er aftur á móti svo komið að VG kemur hreint fram sem ESB flokkur sem vill láta á það reyna til þrautar hvort koma megi Íslandi þar inn. Þar er reyndar enn farið með möntrur um að hagsmunum Íslands sé ef til vill best borgið með einhverjum hætti en stefnan er samt skýr, aðlögun, samningum og aðildarbrölti skal haldið áfram, "til dæmis" svo lengi sem þurfa þykir.

Framboð þeirra sem eru á móti ESB keppir því ekki beint við ESB flokkinn VG heldur fremur við aðra þá flokka sem hafa andstöðu við ESB aðlögun á dagskrá. Þeir flokkar eru flestir á hægri kvarða flokkakerfisins, Hægri grænir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Það hentar ekki öllum kjósendum að fara svo langt til hægri og við sem stöndum að Regnboganum fyllum því í ákveðið tómarúm stjórnmálanna. En við höfuðsitjum engan og unnum hverjum þeirra atkvæða sem kjósendur vilja færa þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er með eina risatóra spurningu sem mig langar að fá svar við. Jafnvel tvær. Hún er: af hverju þarf að breyta stjórnarskrá?

Einnig má spyrja að gefnu tilefni: Af hverju þarf að breyta stjórnarskrá í einum logandi hvelli?

Ég hef spurt marga fylgjendur um þetta á ýmsum þráðum og undantekningarlaust endar umræðan þar.

Ég myndi hugleiða að kjósa regnbogann ef þér tækist að galdra fram svör við þessu frá dramadrottningunum sem ná ekki andanum yfir málinu.

Hefur þú heyrt eitthvað Bjarni?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.3.2013 kl. 22:35

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Tilgangur ykkar Jóns Bjarnasonar skiljanlegur en fæddur andvana.  1 til 2% fylgi. Þá er betra að sitja heima.

 Og þó, ef ykkur tekst að kroppa og nær kyrkja endanlega VG. - flokkinn sem svikið hefur - ekki eitt af sínum kosningaloforðum frá 2009 - heldur bókstaflega ÖLL - þá hefur REGNBOGA"silungurinn" úr APAvatna unnið þjóðþrifaverk !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Actum est de republica" þ.e. "Þeir þá í andaslitrunum" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband