Rétt hjá Björvini G!

Björgvin G. Sigurðsson er nágranni minn hér í Latínuhverfinu á Selfossi og ágætur vinur. En við erum yfirleitt ósammála þegar talið berst að innlimun Íslands í ESB. Þessvegna er rétt að geta þess þegar þessu er á annan veg varið.

Það er rétt hjá þingmanninum að ESB málið er eitt það stærsta í komandi kosningum. Það er alls ekki svo að árás ESB á íslenskt fullveldi hafi verið hrundið. Nú um stundir flæða ESB peningar yfir opinbera geirann hjá ríki og sveitarfélögum. Engar skoðanir standast peningagjafir, hversu ágætar sem þjóðir annars eru.

Mesta hættan nú er fólgin í flækjustiginu og skrökinu. Þegar menn gangast inn á að sjálfsagt sé að spyrja ESB einu sinni enn hvað sé í pakkanum eða vilja kosningar um hvort málinu sé haldið áfram örlítið lengur - eru þeir flæktir í köngulóarvef vitleysunnar. 

Við eigum einfaldlega að slíta þessum viðræðum og það er fráleitt að efna til kosninga um málið meðan erlent stórríki rekur hér áróðursskrifstofu. Þegar Evrópustofa hefur pakkað saman og IPA styrkjum verið skilað er sjálfsagt að skoða það að efna til kosninga um framtíðarfyrirkomulag í samstarfi okkar við ESB og byrja á spurningunni um EES! 


mbl.is ESB eitt brýnasta kosningamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Þegar 70% landsmanna eru á móti inngöngu í ESB., samanber Gallup, eiga önnur miklu brýnni mál að leiða umræðuna núna  rétt fyrir kosningar.Skattalækkanir á einstaklinga og fyrirtæki ( sér í lagi í sjávarútveg), aukinn hagvöxtur, burt með atvinnuleysi.

 Sammála þér og Sjálfstæðisflokknum "" við eigum einfaldlega að slíta þessum viðræðum" ( við ESB.)

 Félagi !

 Ertu ekki í röngum félagsskap ? Búinn vera í Framsókn, síðan VG og núna  í einhverri Regnboga-vitleysu.

 Sjálfstæðisflokkurinn bíður. Mundu sem segir í heilagri Ritningu.: " Í húsi föður míns eru fjöldi hýbýla" !!

 Öllum verður okkur einhverntíma á í lífinu, eða sem Rómverjar sögðu: " Errare humanum est" - þ.e. " Það er mannlegt að gera mistök" !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 13:12

2 identicon

Kalli Sveins

En hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki að gera ritninguna að grundbelli lagasetningar á Íslandi? en varð einhvað útundan og er hún enn grundvöllur fyrir flokksstarfinu og innrastarfi flokksins. Eins og auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og svo auðvitað að reka kaupsýslumennina úr musterum flokksins að fordæmi Sússa.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 14:39

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mest af þessu hjá þér Bjarni er auðvitað bara bull - það sem gerist næst er að við já sinnar sjáum fáa flokka til að kjósa en þá sem vilja leyfa okkur að 'kíkja' í pakkann. að leyfa landsmönnum EKKI að gera það er ........

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 22:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

JÁ sinnar eru ekki í neinum vanda - þeir kjósa bara Samfylkinguna ef þeim hugnast þeirra formaður, annars Bjarta framtíð.  Í báðum þeim flokkum vilja menn ganga svo langt að semja um pakkann áður en kjósandinn fær að vita hvað hann inniheldur.

NEI sinnar eru hins vegar í vanda.

Kolbrún Hilmars, 15.3.2013 kl. 22:50

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þið kjósið 'hina' flokkana

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 23:03

6 identicon

Það er bara enginn "pakki". Allt heila móverkið snýst bara um þann tíma sem okkur verður skammtaður til að fella okkur að regluverki ESB. Þá hljótum við að hafa stór áhrif þarna inni með atkvæðavægi innan við 1/1000, hoho.
Svo halda menn að við fáum sér-ákvæði vegna fiskveiða. Ekki fengu Bretar það í upphafi, - þeir treystu á Íslandsmið, en þegar þorskastríðið '73 fór af stað, báðu þeir Brussel um breytingar út af Norðursjó, og fengu þurrt NEI. Enda allt vaðandi þar í þorski í dag, taldir geta verið 13 stórþorskar!
Eins og Jesús og postularnir....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband